Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 9 annars vegna strjálbýlis og fámennis, svo að stundum hefir litið dauflega, og nærri því dauðalega út. En nú er eins og hann sé enn. og aftui að lifna við og hressast, og tekin að hugsa hærra upp og lengra fram til starfa. Hefir hann nú hér stofnað sér sitt eigið sjálf- stætt og óháð húsnæði til samfunda og framtíðarstarfs og ráðagerða, og meðlimir hans lagt, til þess. mikið fé og erfiði, ef miðað er vi,ð efnahag þeirra og aðstæður. Allt er þetta vel og duglega gert, já, fall- egt og lofsvert og vænlegt, svo sannarlega sem tilgangurinn, viljinn og viðleitnin fara í stefnu Kristsandans. En kæru ungmennafélagar, piltar og stúlkur, nú ætla ég að segja ykkur sögu, sem þið reyndar kunnið öll eins vel og ég: Sú var tíðin — Fortíðin, að þetta hús var stofnað á þessum stað, með talsverðri, fyr- irhöfn, af feðrum ykkar og mæðrum, ein- göngu í þeim tilgangi, að »fleyta í því rjóm- ann.« ofan af nýmjólk heimilanna, eða ná kjarnanum úr helztu og beztu afurðum þeirra, og gera hann enn þá arðbærari en áður. Og þetta tókst; það blessaðist og bar til- ætlaðan árangur. En svo breyttust tím- ar og kringumstæður, og þetta nytjastaif lagðist niður, ég held, því miður, og húsið stóð autt og arðlaust eftir, þar til þið nú hafið umbætt það og búið til nota fyrir ungmennafélagsskapinn ykkar. Minnist. þess þá nú, og munið alla stund, einkum þó ætíð er þið komið hér saman, í þessu Fortíðar og Nútíðarhúsi, sem í senn er bæði gamalt og nýtt, að þið sjálf, hvert og ejtt, eruð í líkingu talað, rjóminn, kjarn- inn frá hoimilum ykkar; dýrmætasta, kær- asta og vonafyllsta framleiðslan af kær- leikssamlífi og starfi föður og móður; og að þau því fegin vilja vita ykkur í ung- mennafélagsskapnum í því trausti, að í honum og með honum verði enn. meir og' betur unnið úr ykkur; enn meir og betur rækt og ræktað, eflt og ávaxtað allt það gott og fagurt og uppbyggijegt, sem í og með hverju einu ykkar býr; en sori og óhreinindi tínd frá og sökkt í fossinn hérna, Minnist alls þessa ætíð, er þið safnist hér saman, og kappkostið, hvert. eitt, að ungmennafélagsskapur ykkar hér, beri jafnan »með sóma réttnefni«, ykkur sjálf- um, heimijum ykkar, feðrum og mæðrum, sveitar og safnaðarsystkinum til heilla, gleði og sóma, og þar með þá einnig ætt- jörð og þjóð allri í Nútíð og Framtíð. Til þess, að svo megi verða, veit og kann ég ekkert ráð vænna, og engan veg viss- ari en þann, að þetta, og hvert. annað »Ung- mennafélag«, gerist og sé alveg jafnframt, i raun og veru »kristi]egt félag ungra manna og kvenna«, enda þótt ekki gangi undir því nafni, og fylgi því, svo sem bezt má, ferli og fordæmi Jólagestsins. góða. allt frá bernsku hans og til upprisu hans; fylgi honnm í trú og breytni, hvar og hve- nær sem er, og hvað sem að hendi ber. Því að slíkt. er leið til lífs og láns í sannasta skijningi, til að efla þá beztu kosti, sem til eru í sjálfum manni og öðrum, og jafnvel vinna gull úr grjóti. Kæru ungmennafélag- ar, piltar og stúlkur; ef þið farið þessa. leið- ina, þá náið þið tilgangi félags ykkar, og eignist hlut í fegurð og farsæld Nútíðar og Framtíðar. Þá munuð þjð halda þessu húsi og umhverfi hreinu frá öllu slarki og ósóma^ en safna. hér fegurð og þokka. Þá munu piltarnir elska og virða og varðveita sem heilagan dóm, heilbrigðan og sannan manndóm sinn og stúlkurnar alveg eins og ei síður hreinan og saklausan kvendóm og meydóm sinn til flekklausrar og farsæll- ar sambúðar vjð hreinan og sannan elsk- anda sinn á sínum tíma; þá mun líka veit- ast næg karlmennska, þrek og þrautgæði til að líða og stríða það sem verður að vera; en líka mörg og mikil lausn frá synd og sorg og neyð, sem annars vofir yfir. — Að lokum vil ég biðja. með skáldinu: »Vak þú yfir hreysi og höllum horf í náð á landsins bú, hjálpa, faðir, hjónum öllum helga þau í dyggð og trú.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.