Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 13
11 HEIMILISBLAÐIÐ Heimsdómstóllinn í Haag er nú búinn að dæma heimsríkin um ótján ára skeið. Nú eru átján ár síðan dómstóllinn í Haag var stofnaður. Hefir á þeim árum verið skorið úr ótal málum. Dómaiarnir voru fyrst 11 en nú eru þeir orðnir 15. Eru þar háttsettir lögfræðingar saman- komnir. Hinn 15. júní hefja þeir dóm- þing sitt á hverju ári. — Fyrir 1922 var ekki til nema einn gerðardómur, og var skipaður, þegar eitt- hvert mál kom til úrskurðar. Sá gerðar- dómur átti líka setur í Haag, 1899 og 1907, í gamalli höfðingjahöll: Prinsen- gracht, sem nú er eitt hið fátæklegasta hverfi bæjarins. Eitt sinn er þeir áttu tal saman þjóð- réttarfræðingurinn rússneski F. F. Mar- teus og White, sendiherra Bandaríkjanna í Berlín, sagði hinn fyrrnefndi »Hvers vegna byggir ekki einhver amerískur auð- kýfingur höll í Haag, þar sem gerðar- dómurinn getur framvegis haldið friðar- þing sín«. White velti þessu máli fyrir sér og lagði þetta mál fyrir Andrew Car- negie, sem stofnaði sjóð í Haag, til þess að reisa dómstólinn og bókasafn. Við annan Haagfundinn 1907, þá var horn- steinninn lagður að dómþingsbygging- unni, og átti hún að bera nafnið friðar- höllin, á stað nokkrum í útjaðri borgar- innar, sem hollenzka stjórnin tók sér í hinum gamla Zorgvliet-skemtigarði. Gjaf- ir streymdu að frá 44 ríkjum, marmari frá Ítalíu, málverk og glitvefnaður frá Frakklandi, gluggar með glermálverkum frá Englandi og postulínsgosbrunnur frá Danmörku o. s. frv. Og árið 1913 var höllin fullgerð, hin tignarlegasta bygging, minti að nokkru leyti á þýzt ráðhús, sem bygt væri í velhirtum enskum aldingarði, á höllinni er 85 m. hár turn. Gerðardóm- urinn situr allt af 1 vinstra armi hallarinn- ar. ef til kemur, að hann þurfi að nefna, en fasti dómstóllinn á sæti í hægra arminum. Arne Garborg: Já, látum oss — Já, látum oss starfa í lifandi trú og leggja í hugsjónum Ijómandi brú yfir í heilaga, háa framtíð! Vér lifum allir á villudómsöld: Með blikandi hnífum nœr hnefinn í völd, og lífið er blóðdraumi líkast, En vissa felst í þeim vonum manns að tortími andinn tröllafans, og vitið vargstefnum eyði. Já, stríðum sem menn í staðfastri trú, því rœtast mun enn ritningin sú: að flutt — jafnvel fjöll — getur trúin! V. Sn. Mörg eru þau mál, sem dómur þessi hef- ir haft til úrskurðar á þessum tíu árum. Fullkominn dómstóll er það þó ekki; engu ríki verður stefnt fyrir hann, nema það samþykki sjálft, og hann skortir þvingunarvald til þess að framkvæma úrskurði sína með valdi, ef þörf gerist; en hann er vafalaust eitt spor í áttina að ráða öllum deilum milli ríkja friðsam- lega til lykta.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.