Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 13 eitthvað við sig, er henni geðjaðist ekki aö, en hvað það var, gat hún ekki komið fyrir sig, en líklega voru það hin. stóru, djúpu augu er hann renndi til hennar, og yfir- skeggið, sem hann allt af var að snúa, og var þó varla svo mikið, að hann gæti það. Um kvöldið fór Guðríður með Lenu gömlu á kvíabólið að mjólka, þvi hún mjólk- aði allt af eina kúna, sem hún eignaði sér og kallaði Ljómalind. Lýsing hennar á myndasmiðnum við Lenu gömlu var á þessa leið: »Mér þyki,r hann bara skrambi ljótur, Lena mín. Það er eins og hann ætli að reka mann undir, eins og hann Rauði-Boli gerði í vor«. »Guð náði þig, stúika«, sagði Lena. gamla undrandi, »hvað heldur þú, að foreldrar þ'nir segðu, ef þau heyrðu þetta?« »Þú, sem aldrei, blótar, ferð ekki að segja foreldrum mínum þetta, Lena mín, en það er strákur í stelpunni, skaltu vita. Viltu kyssa mig á munninn?« sagði Guðrídur og rétti Lenu gömlu munninn. »Ölukku læti eru 1 þér!« sagði Lena gamla og hló hæst ánægð. Nú fóru í hendur mestu annríkisdagar fyrir Guðríði. Fyrst þurfti hún að laga til og sinna Ágúst myndasmið. Svo þurfti hún að hjálpa. öllum, sem komu að láta mynda sig. Nú fyrst. vissi fólkið í sveitinni hvað það hafði vantað. Það kom á öllum aldri, tii að láta mynda sig, og Guðríður varð ým- ist að binda sparislifsið hennar mömmu sinnar á konurnar eða lána ungu stúlkun- um föt. af sjálfri sér, — eða láta brjóst, flibba og hálsbindi á gömlu mennina. I öllu þessu var hún, óþreytandi, en öllum þurfti hún að fylgja út að hlöðugaflinum: þar sem Ágúst tók myndirnar, og allt af brosti hann svo hýrt til hennar og hneigði sig svo prúðmannlega. Það hefði þurft eldri og reyndari stúlku en 17 ára saklausa. sveitastúlku til að ímynda sér, að nokkuð illt byggi undir svona fögru útliti,. Það gekk minna en skyldi á heyskapinn á prestsetrinu. Einn dag þá er mikil ljá var á túnipu, beiddi, móðir Guðríðar hana að raka með stúlkunum til kvöldsins. Guð- ríður gekk að því með f jöri og röskleik, eips og henni var lagið, en oft varð henni litið heþn að bænum. Skyldi nú enginn koma að láta mynda sig í dag? — Allir voru bún- ir að því á prestssetrinu, nenia Jón. Þar dugðu hvorki boð né bænir. Jón lét ekki, undan neinum. »Ég læt aldrei mynda mig, það er ekki að nefna«, hafði hann sagt. Guðríður saxaði fang og bar að sætinu, er verið var að sæta. Allt í einu, var Ágúst við hlið henni. Hann hafði hlaupið í spretti ofan brekkuna til fólksins. »Má ég, ungfrú?« sagði hann og beygði sig niður og tók fangið og bar það í galt- ann. Var auðséð, að hann hafði gert þetta fyrr. Guðríður þurfti ekki að taka nokkurt fang, það sem eftir var kvöldsjns. Augu Jóns fósturbróður hennar skutu eldingum. Hann var fölur þrátt fyrir svitann, sem bogaði af honum. Um kvöldið fylgdust þau heim Ágúst og Guðrlður. Hann bentd, henni að hlöðunni og sagði: »Þessa leið, ungfrú, ef ég má vera svo djarfur. Það væri indælt að mega nú taka. mynd af yður við hrífuna«. Guðríður gekk í leiðslu en staðnæmdist nú. Hún hélt á hrífunni um öxl sér. Ágúst kastaði klæðinu yfir höfuð sér og leit í myndavélina. »Látum okkur sjá«. Hann lyfti höfði Guð- ríðar, svo þau horfðust í augu. Hún varó eldrauð í framan, en hann hló lágan sigur- hlátur. »Svona er það betra«, sagði hann, og tók myndina. »Vi]jið þér bara sjá! Hún verður fyrirtak, og ef ég ætti ekki á hættu að móðga yður, myndi ég segja, að það gæti ekki orðið annað en fögur mynd af yður«, og hann hneigði, sig um leið og hann sagði þetta. Guðríður gekk utan við sig heim í skemmuna með hrífuna, sína. ★ Sjöundi ágús.t hafði í mörg ár verið upp- áhaldsdagur í Haga. Það var afmælisdag-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.