Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 17 Ágúst var farinn. Prestur hafði fylgt honum. Guðríður sat eftir lömuð af sorg og kvíða. Lokkurinn, sem hann hafði sagt henni að hún ætti og lægi á bókaborðinu, fannst, hvergi, og myndin heldur ekki. Þó fór hann með stóran lokk af henni og marg- ar myndir. Lena gamla kom inn. »Nú er »lag á Læk«, húsmóðir góð!« sagði hún ergilega, »kvíguóhræsið ætlar að fara að bera, Það er naumast kominn tíminn hennar. Það var hvorttveggja, að hún valdi sér hann sjálf, þegar nautið losaði sig í vetur. Ég á bágt að snúast ei,n í því öllu. Má nú ekki Gauja hjálpa mér?« »Jú, það er sjálfsagt«, sagði húsfreyja. Guðríður bjó sig í snatri. Það var gott að koma út. Henni var leitt, bæði flökurt og illt í höfðinu. Þegar Lena var skroppin út fyrir túnið sneri hún sér að Guðríði og mælti: »Svona, Gauja mín, vertu nú eins og þú vijt. Eg vissi, hvað þér leið illa, því ég var vakandi í nótt, og ég heyrði, þegar þú fórst ofan í stofuna. —• Já, ég hefi, reynt þetta líka, barnið mitt, þó langt sé nú síðan. — Hann fór, ástin mín, og kom aldrei aftur«. Guðríður leit. til hennar hálf-grátandi. »Brást hann þér?« spurði hún lágt, »önei, Guð tók hann, Gauja mín. Hann tók út af skipi, þegar hann var að koma heim til ao giftast, mér. En þetta er allt liðið, og bráðum er ég úr sögunni líka. — Nei, sérðu nú hvernig herjans nornin hún Kola lætur að ybbast við kvígugreyið! Ann- ars er líklega bezt fyrir okkur, að reyna að koma henni heim í fjósið, ef við getum. — En þér er óhætt að sleppa orði við mig, Gauja mín, ef þú vilt. Varla fer ég að masa frá því; og ég veit líka, að þó ég minntist á gamla daga ferð þú ekki að flíka því«. Framh. Heimilisblaðið. Útkoma þess hefir dregist, og Stafar það mest af erfiðleikum að ná í pappir, sem nú hefir hœkkað um helming. En verð blaðs- ins mun þó haldast óbreytt. En góði Hinrik. — Maðurimt (ætlar að fara út): »Heyrðu kona! Hva,r hefir þú látið hattinn minn? Iiann er ekki hérna, þar sem ég lét hann þegar ég kom inn. Aldrei hefir maður frið með nokkurn skapaðan hlut í þessu húsi. Og allt stafar það af hinni dæmalausu óreglu, sem hér er á öllu. Leggi ég ein- hvern hlut. af mér, er hann. samstundis horfinn eitthvað út í buskann«. Konan: »En. góði, —«. Maðurinn (grípur fram í): »Góði, góði! Það er nú lítið gagn að því að segja það. Finndu neldur hattinn minn fljótt, Eða segðu mér, hver hefir tekið hann hérna af naglanum«. Konan: »En góði Hinrik —«. Maðtwrinn (grípur fram í): »Þú stendur og starir á mig eins og flón. Veiztu ekki, að ég er orðinn of seinn á skrifstofuna? Og nú verð ég að fara með stráhattinr, út í rigninguna og láta alla hlæja að mér. Þetta er auma heimilið!« Konan: »En góði Hinrik, þú —«. Maðurinn (grípur. fram í): »Leitaðu að hattinum, kona, eða láttu krakkana gera það. En það er líklega ekki til mikils að leita. Eg gæti bezt trúað að þú hefðir not- að hann fyrir potthlemm eða fötulok frammi. í eldhúsi«. Konan: »En góði Hinrik, þú hefir —«. Maðurinn (grípur fram í): »Nei, ég hefi ekki týnt honum, það er áreiðanlegt. Það er ekki til neins að reyna að koma því af þér á mig. Hattinn verð ég að fá strax!« Konan: »En góði Hinrik, þú hefir hann á höfðinu, maður! Eg hefi aldrei, getað komist, að til að segja þér það, — þú hefir verið svo óðamála«. Maðwrinn: »Hvað ertu að segja? Hefi ég hann á höfðinu? Öjá, það er satt. Þar hefir þú látið hann, án þess að ég vissi. Það var engin von, að mér dytti í hug að leita þar. En það var nú reyndar rétt eft- ir þér, að láta hann á svona vitlausan stað!« (Hleypur út).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.