Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20
18 HEIMILISBLAÐIÐ Safamýri (Sefmýri? sbr. Starmýri). Nú veit enginn fyrir víst, hve gamalt ör- nefni þetta er, né hvaðan það er sprottið. Það er ætlan mín, að nafnið muni vera frá landnámstíð og sé eitt af þeirn örnefnum frá Noregi, sem forfeður vor- ir heimfærðu til ýmsra staða hér á landi, sem að einhverju leyti svipaði til þess, sem þeim var kunnugt heima í Noregi* Þaðan urðu þeir að flýja frá svo mörg- um kærum stöðvum og örnefnum, sem þeir þá vildu eins og flytja með sér út hingað, þar sem þeir gætu fundið þeim nýjan stað á nýju óðali. Þeim mun mörg- um hafa verið líkt farið og Þóroddi hof- goða á Mæri. Ilann fýsti til íslands og tók áður ofan hofið og hafði með sér hofsmoldina og súlurnar til þess að koma því niður á hinum nýja bólstað sínum í Stöðvarfirði. Hvaðan er þá orðmyndin safa komin? Ég get þess til að hún sé eignarfall af fleirtölu af nú týndu kvenkynsorði, söf er þýðir hið sama og sef (sbr. nöf, nef nafir nafa). En er þessi merking orðsins í nokkru sambandi við það, sem hér er sagt að framan? Mig langar til að færa nokkrar líkur fyrir því. I Noregi spruttu þá, eins og nú, ýms- ar seftegundir (safir), og eru það einkum tvær tegundir, sem geta komið hér til greina. Hnúðasef (juncus conglomerat- us, L) og Ijósasef (juncus effusus, L). Hvaða minningar voru þá bundnar við þessar tvær seftegundir. Voru það sef- mýrar í átthögunum? Eða voru það ein- hverjar sérstakar nytjar, sem þeir höfðu haft af þessum seftegundum heima í Noregi. Líkur eru til, að svo hafi verið, því að enn í dag kváðu þær vera nefndar einu nafni Ijósasef eða kveikjasef í Noregi (lysesev og kveikjesev). Þessar seftegundir eru hávaxnar (um 80 cm.) og innan í sefstráinu er hylsk- inn mergur, sem nota má í kveiki í kerti eða lýsislampa; þessir kveikir drekka í sig tólgina eða lýsið, eins og svampur. Af þessu kemur norska nafnið, ljósasef eða kveikjasef. Minnir það á enska orð- ið rushlight (sefljós), en svo heitir kerti, sem sefkveikur er í. — I fornri dönsku má enn finna deili til að lii hafi verið orðið söv (eða söff) og virðist J)að orð hafa verið kvenkyns. Eignarfall fleirtölu af því orði verður þá safa, eins og áður er sagt. Var þá safamýri sprottin ljósasefi eða kveikjasefi? Eða fluttu landnámsmenn söfina með sér hingað út og gróðursettu hana hér? Því verður eigi svarað. Eða hefir þessi ljósasöf nokkurntíma sprottið í safamýri, eða einhver önnur seftegund, sem hafi mátt nota á líkan liátt? Það er nú eftir að vita. Dæmi eru til, að hingað voru fluttar útlendar nytjajurtir á landnámstíð, þótt nú séu þær aftur undir lok liðnar. Eða spretta nokkrar línjurtir nú í Línakradal í Miðfjarðarhálsi? Landnámsmenn munu almennast hafa liaft lýsi til ljósmetis og með fornmenja- grefti hefir sannast, að lýsið var haft á kolum úr steini (sbr. bústað Arnkels goða). Orðið lýsi (af ljós) virðist líka benda á, að svo hafi verið. Það er cagt, að norsk alþýða hafi kall- að hið svampkenda efni í stöngli ljósa- sefsins, seýmerg (sevmerg), það, sem haft var í kveikina, en sefkveik bæði kveik- inn og sjálfa seítegundina (ljósasöfina). A ensku nefnist þetta sama sef: seaves, á alþýðumáli. Sef eða söf kvað vera náskylt þýzka orðinu sieb (sáld, sía, sbr. sieve á ensku), og er það frummerking orðsins, því að hinn svampkendi mergur í sefstönglin- um og jafnvel stöngullinn sjálfur, er sem sáld eða sía. Á fornri dönsku var sef-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.