Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 21 hungar vart við aig, því að í tvo daga hafði hann ekki þorað að nálgast byggð. Hann þekti vel þennan kofa. Síðast þeg- ar hann kom þar bjó Lúðvík gamli Moss í honum. Það var góðkunningi Watts. Hann nam staðar og andaði að sér mat- arilminum. Ekki gat hann trúað öðru en að Moss gamli mundi gefa honum eitt- hvað að borða, sökum gamallar vináttu. Það gat ekki tafið flóttann mikið, þó að hann gægðist inn. Matarlyktin dró hann að kofanum. Á næsta augnabliki stóð hann við vegginn og gægðist inn um gluggana. Ósjálfrátt þreif hann upp skammbyssu sína, og at- hugaði, hvort hún væri ekki í lagi og hlaðin. Kofinn var allt öðru vísi, en þegar Moss bjó hér. Inni var allt svo snoturt, og í bjartri stofunni var stórt borð með bókum og blöðurn. Við borðið voru hægindastólar, og á arninum brann eldur á skíðum. Honum datt í hug að snúa við, en það var nú þegar orðið of seint. Fótatak hans hafði þegar heyrzt. »Ert það þú pabbi?* spurði rödd ungrar stúlku úr eldhúsinu. Watt gekk inn og staðnæmdist svo, með spennta byssuna. Eldhúshurðin var rifin upp og á þröskuldinum stóð há og grönn og mjög falleg stúlka. Hún opnaði munninn og æpti: »Leo!« — — »Ert það þú, Jenny?« Hann slepti byssunni skömmustulegur, og þau horfðust í augu. Jenny Carson var dóttir bankastjórans við bankann, þar sem Watt hafði starfað. Einu sinni hafði hann dreymt um að vinna ást þessarar ungu stúlku, en svo þegar George Hume kom, virtist svo sem henni geðjaðist betur að honum. Watt lokaði augunum og atburðir síðusu mán- uða svifu eins og spegilmyndir fyrir hug- skotssjónum hans. Hann lifði upp aftur það augnablik, þegar þrír grímuklæddir menn komu, og skipuðu honum með byssurnar á lofti að afhenda allt. sem í sjóði var af lausapeningum. Og hann minntist þess, þegar hann var tekinn fast- ur daginn eftir og sakaður um að vera meðsekur í ráninu. Það varð stuttur málarekstur. Hann var dæmdur sekur, þótt hann neitaði og sendur í hegning- arhús. »Ég ætla ekki að gera þér rnein, Jenny«, sagði hann loðmæltur. »En ég er hálf brjálaður af hungri og þreytu. Viltu ekki gefa mér eitthvað að borða, svo skal ég strax fara. Ég fiýði úr fangelsinu og ætla að reyna að komast yfir landamærin. En viltu nú ekki gefa mér eitthvað að eta?« • Auðvitað vil ég það, Leó«. Hún var mjög föl, þegar hún gekk á undan honum inn í stofuna, þar sem margar hillur voru fullar af bókum. Hún tók lampann af borðinu og bar hann fram í eldhúsið. Þar var matur á borð- inu. IJún flutti stól að því handa hon- um. Án þess að segja nokkuð, réðist hann að matnum. Hann tróð í sig steiktu fleski og stórum haug af brauði. Hann tuggði það varla neitt, heldur gleypti það, þótt fleskið væri brennandi heitt. Þess á milli stundi hann og virti Jenny fyrir sér hryggur á svip. Þannig hafði hún aldrei séð mann eta, og aldrei hafði hana dreymt um að sjá Leó í slíku á- standi. • Hversvegna ert þú kominn hingað?« spurði hún. Ég hélt, að Moss gamli væri liér enn þá og bjóst við, að hann gæti hjálpað mér, Einu sinni bjargaði ég honum úr vanda. En hvernig stendur á, að þú ert hér ?« »Faðir minn hefir keypt kofann, til þess að dvelja hér umAielgar. Þau eru í bænum, pabbi og mamma, og geta komið hvenær sem er. Þú verður að flýta þér, því að ekki væri gott að þau hittu þig hér. Svo er George Hume líka að leita að þér«. »Hann vil ég helzt ekki hitta«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.