Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ 25 legan hátt, þýða þeir ekkert, en séu þeir esnir frá vinstri til hægri, munuð þér sjá, að einmitt þessi grein flytur tilkynn- ingu með dulskrift. Lesið þér, þarna stendur: »K1. 1,10 miðvikudaginn 25. Watt aleinn í bankanum. Auðvelt og öruggt starf. Rubs«. Ég sé, að þér fylgist með Rubs. Það skil ég vel. Þér unnuð á vélaverkstæði beint á móti bankanum. Þér senduð þetta blað til Carney, og sennilega til fé- laga yðar, sem þarna situr hjá yður. Er það ekki rétt?« Rubs og Hank beygðu sig yfir borðið. Þeir gnístu tönnum. Þeir litu hvor á annan og gáfu Hume hornauga. Hvor- ugur svaraði neinu. Hume stóð upp og gekk inn í stofuna til þeirra. Hann virti þá fyrir sér, svo fór hann að tala og lagði áherzlu á hvert einasta orð. •Lögreglan er sniðugri en þið bjugg- ust við. Fyrir hálfum mánuði fann ég ræningjamál ykkar. Svo mælti ég ykkur mót hér. Ég hefi lengi leitað sannana gegn yður. Nú hefi ég þær. Þið földuð ykkur hver á sínu landshorni. Þið tveir og hann, sem þarna liggur á gerðum sínum. Ég náði í nokkur blöð og sendi ykkur tilkynningu með ykkar eigin dul- skrift. Þar var ykkur sagt, að þið skyld- uð koma hér 1 kvöld, því að Carson bankastjóri hefði tekið heim með sér 10,000 dollara í gulli. Það skylduð þið ná í. Þið skylduð tilkynninguna og mættuð«. Þorpararnir litu hvor á annan og sögðu ekki neitt. »í kvöld var aðalatriðið að vita, hvort Leo Watt væri meðsekur ykkur. Ef hann hefði verið meðsekur í bankaráninu, hlaut hann að skilja leyniskriftina, sem flokkurinn hafði notað árum saman. Greinina, sem ég fékk honum til lestrar, hafði ég merkt með dulskriftinni. Þar stendur: »Togið í handjárnin, þá eruð þér frjáls, flýið meðan Henry seíur«. Þið voruð ekki í sambandi við hann, meðan þið sátuð og báruð saman ykkar eigin dulskrift. Watt skildi ekki boðskapinn, sem ég sendi honum. Hefði hann skilið skeytið, er vafalaust, að hann hefði not- að tækifærið og flúið«. Watf leit undrandi af einum á annan, svo brosti bann og gekk til Jenny. Hann rétti henni höndina, og hún sína á móti. Hún leit hamingjusöm á svipinn í augu hans. Það liðu sársaukakendir drættir um andlit lögreglumannsins, en hann áttaði sig og sagði : »Ég fer fram í eld- hús, til þess að fá mér vatnssopa að drekka. Ef þér verðið ekki hér, þegar ég kem aftur, skal ég ekki elta yður. Þar við legg ég drengskap minn. Það er tæki- færi, en viljið þér ekki nota yður það, þá verðið þér samferða í réttarsalinn á morgun. Þér getið auðvitað gert kröfu til þóknunarinnar, sem veitt er fyrir að ná í bankaræningja, dauða eða lifandi. Ég býst við, að þér getið fengið stöðu í bankanum aftur. Sækið þau laun, ‘ef þér viljið«. En er Hume kom inn aftur, sat Watt í stólnum sínum og hélt í hönd Jenny Carson. »Þér hafið valið launin, sem þér vilj- ið fá?« spurði Hume. »Já, vissulega«, samþykkti Watt. »Þér skuluð ekki jheldur fara tómhentur héð- an, bankaþjófana og þóknunina, skuluð þér fá. Ég hef fundið, það sem er meira virði en peningar*. Hann leit á Jenny. Hún stóð upp og þrýsti sér að honum. Harða, óhreina höndin hans strauk eftir ljósu lokkun- um hennar. Auðveldara er að álíta sig hálfguð, en vera sannur maður. Ástfangið fólk er eins og eldspýtur, þegar kviknar á þeim missa þær höfuðið. Menn hugsa öðruvísi við kjötsúpuát, en brauð- skorpu,bita.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.