Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 32
30 HEIMILISBLAÐIÐ Igga til matar, að okkur hefir aldrei, síð- an langað til að rifja, það át upp fyrir okkur. Til allrar hamingju fyrir okkur, hlaut skepnan að hafa drukkið vatn mjög skömmu áður en við skutum hana.. En hungrið og þorstinn í okkur minnk- aði, mikið við þessa hroðalegu máltíð. Eft- ir máltíöina tókum við okkur dúr hjá skrokknum á dauða hjartarbróðurnum og vöknuðum endurnærðir. Svo skárum við okkur fleiri kjötstykki og lögðum af stað á ný. Af stöðu stjarnanna sáum við, að gróðurhólminn hlaut að liggja einhvers- staðar í austur frá okkur. En á milli hans og okkar var ekki annað að sjá en enda- lausa sandhryggi, mílu eftir mílu. Og er okkur viftist sem landslagið breytast, þvi nær sem dró fjöllunum framundan okk- ur, þá álitum við tryggilegast — ef annars er hægt að hafa orðið tryggilegur í þessu sambandi -— að stefna beint á fjallgarð- inn. Svo héldum við áfram göngunni alla liðlanga nóttina, og þar sem við vorum eldi- viðarlausir að öllu, þá gátum við ekki soð- ið kjötið okkar, en um morgunin átum við dálítið af því hráu, en þvcðum það þó íyrst í þessum litla vatnssopa, sem við áttum eftir. Við vorum nú komnir upp fyrir sand- hólana og yfir á víða, grýtta sléttu, sem lá milli okkar og fjallanna nú orðið; en í raun og veru voru þau enn í fjarska. Vi,o stauluðumst áfram, alltaf að verða þreytt- ari og þreyttari, mættum engum og hvergi vottaði fyrir vatni. Við fórum aðeins við og við fram hjá nokkrum runnum og sug- um við vökvann úr þeim með mikilli á- fergju. En lítill var í þeim vökvinn, og ;sá vökvi herpti munn og kok saman eins og álún. Higgs hafði veikasta burði af okkur öll- um og gafst fyrst upp. Hann barðist hraustlega til síðustu stundar, jafnvel eft- ir það, er hann hafði verið tilneyddur að kas,ta frá sér byssunni sinni, af því að hann hafði ekki þrek til að bera hana leng- ur. Við höfðum nú annars ekki, tekið eft- ir þess,u. En þegar hann gat ekki lengur staðið af eigin ramleik, tókum við Orme sinn, undir hvora hönd honum og studd- um hajin á göngunni, alveg á sama hátt og ég hefi séð tvo fíla. gera við særðan fé- laga sinn. Hálfri stundu síðar var ég þrotinn. líka. En þó að ég sé farinn nokkuð að reskjast, þá er ég ceigur og vanur eyðimarkalífi og allskonar svaðilförum. Eða hver myndi- hafa komist hjá því, sem verið hefði þræll hjá kalífunum, eins, og ég? En. nú var mér öllum loikið. Ég nam staðar, og beiddi hina. að halda áfram og láta mig liggja. þar sem ég var. Orme svaraði ekki öðru en að bjóða vinstri arm sinn. Og ég þá það. Frekur er hver til fjársins, einkum ef við höfum fyr ir eitthvað að lifa, einhverja ósk, sem mað ur þráir að sjá rætast, og það hafði, ég. En svo að ég segi eins og er, þá var ég um stundarsakir búinn að gleyma því. Svona héldum við áfram. Pað var til að sjá, eins og einn maður ódrukkinn væri að leiða tvoi drukkna karla burtu frá hinum stranga lögreglumanni — en sá lögreglu- þjónn va'r dauðinn að þessu sinni. Líkamsþrekið han,s Orme virtist vera óbilandi. Eða, var það sálarþrek hans og hin innilega meðaumkvun hans með hjálp- arleysi okkar, sem gaf honum krafta til að hafa sig fram úr þessu. Skyndiiega hné hann niður eins og hann hefði verið skotinn og lá nú þarna meðvit- undarlaus. En þá var eins og prófessoirinn hefði, fengið dálitla rænu aftur, þó að ha.nn hefði greinilega misst hana um stundar- sakir. Hann fór eitthvað að þvæla um það, hve það hefði verið mikið brjálæði að tak- ast slíka ferð á hendur bara til að elta ein ljónahjón. Ég svaraði, honum engu, en var honum hjartanlega. samþykkur í þessu. Þá virtist mér hann halda, að ég væri prest- ur, því að hann kraup niður í sandinn og flutti þingmannaleiðar langa syndajátn- ingu, sem að því er mér skildist — en ann- ars gaf ég lítinn gaum að því, sem hann sagði, því að ég hafði nóg með að hugsa

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.