Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 33
HEIMILISBLAÐIÐ 31 um mínar eigi.n syndir — voru í því fólgn- ar, að hanr hafði ólöglega sölsað undir sig nokkrar fornmenjar, og yfirboðið aðra, er slíkir munir voru keyptir. Nú með því að ég var smeykur um, að hann gæti orðið alveg frávita, þá varð ég að reyna að friða hann. og veitti honum því nokkurskonar aflausn. Að því búnu lagðist veslings Higgs niður við hliðina á Orme og lá nú grafkyr. Já, þarna lá nu vinur minn dauður eða dauðvona. Og mér sem haföi þótt svo vænt um þennan vin; yfirsjónir hans voru í rauninni hugfang- andþ Og við hlið hans lá hinn hrausti ungi maður í sama ástandinu. Sjálfur var ég líka dauðans matur. Hvað gat ég tekið til bragðs? Mér datt í hug að tendra bál; með því gat ég fælt ljón. og önnur óargalýr, ef til vill, svo að þau ætu okkur ekki upp, meðan einhver líftóra væri í okkur. Það hefði blátt áfram verið hræðilegt, að liggja þarna, hjálpar- laus, en verða þó áskynja um að þau læstu klónum í okkur. En nú hafði ég enga til að týna saman eldsneyti. Ég hafði þrjú skot eftir í byssuna; hinum hafði ég fleygt til þess að þurfa ekki að bera þau. Nú með því að þau voru mér til einskis gagnS' lengur, hvorki, til að afla matar eða til varnar, þá staðréð ég með mér að hleypa þeim af. En seinna kom í ljós, að ég gat þurft á þeim að halda. En það var ekki ómögulegt, jafnvel í þessari endalausu eyði- mörk, að einhver gæti heyrt skoithljóðin tij mín. Og ef ekki — jæja þá, góða nótt! Ég reis því á fætur, lét fyrsta skotið ríða af og tók að velta fyrir mér, hvar kúlan m.vndi nú koma niður. Síðan lagð- ist ég niður og tók mér blund. Ég vakn- aði bráðlega við gól í hýenu og sá þegar glóra í glyrnurnar á henni rétt hjá mér. Ég miðaði á hana og skaut og heyrði skelf- ingargól. Hún þarf nú ekki meiri matar við nú, að minnsta kosti hýenan sú arna; hugsaði ég. Kyrrð eyðimerkurinnar bar mig alveg ofurliði. Mér fannst hún svo ógurleg, að nærri. lá að ég óskaði að hýenan kæmi, aft- ur mér til samlætis, síðan. tók ég byssuna, hélt henni yfir höfði mér og lét síðasta skotið ríða af. Ég þreifaði, þá uppi hend- ina á Higgs og hélt í hana, því að hún var liður — síðasti milliliður milli mín og mannanna og heimsins, — Og svo lagðist ég fyrir hjá dauðanum, sem mér virtist grúfa sig yfir mig með svörtu slæðunni sinni. Ég vaknaði og fann að einhver var að þrýsta vatni niður kverkarnar á mér. Guð almáttugur, hugsaði ég, því að Guð og vatn var þá eitt og hið sama fyrir mig. Ég drakk drjúgan teig, ekki ei,ns. mikið og ég vildi, heldur eins mikið og mér leyfðist að drekka. Ég reisti, mig dálítlð upp og skygndist um. Stjörnubjarminn var ó- venjulega skær á hinu. hreina. eyðimerkur- lorfci og við hann sá ég andlit Kviks und- irforingja lúta niður að mér. Ég sá líka Orme sitja uppréttan og stara kringum sig eins og bjána, og stór, gulur rakki var að sleikja höndina á honum. Hundinn þekkti ég óðara. Það var sá sem Orme hafði, keypt. af þarlendum flökkurum og kallaði Faraó, af því að ha,nn réðist á alla aðra hunda. Ennfremur þekkti ég báða úlfana, sem stóðu þarna, yfir okkur. Við vorum þá enn á jarðríki, en ekki í himna- ríki. »Hvernig funduð þér okkur, foringi góð- ur«, spurði ég, heldur daufur í dálkinn. »Það var ekki ég, sem fann ykkur, held- ur var það hann Faraó. I þessum efnum eru hundar nytsamari en men;n. Hann þef- ar það uppi, sem hann sér ekki, skepnan sú. En ef þér eruð nú dálítið hressari, dokt- or, þá skuluð þér athuga hann Higgs dá- lítið. Ég er hálf hræddur um, að hann sé úr sögunni. Ég leit á hann, og þó að ég segði ekki neitt, þá var ég honum: samdóma. Neðri vörin hékk niður, eins og dauð væri,. En augun gat ég ekki séð fyrir bláu gleraug- augunum. »Gef mér vatn.!« sagði ég, og'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.