Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 34
32 HEIMILISBLAÐIÐ Kvik hellti dálitlu í munn honum og þaö hvarf. En ekki lét hann á s.ér bæra, þó það væri gert. Þá losaði ég fötin vitund um hann, tii þess að geta þreifað á hjarta- stað. I fyrstu varð ég einskis var, en. svo fór ég að finna ofurlítinn slátt. >Ækki vonlaust«, sagði ég við hina, sem horfðu spyrjandi á mig. »Ekki munduð þér nú af hendingu, hafa vitund af brennivíni á yður, undirfoiri,ngi?« »Brennivínslaus hefi ég aldrei verið á ferðalagi«, sagði Kvik með þykkju og dró upp hjá sér málmflösku. »Qefðu honum vitund«, sagði ég. Kvik var fús tij þess og það hafði hin skjótustu áhrif. Higgs reis upp, geispaði eftir lofti og hóstaöi. »Brennivín! En sá viðbjóður! Og ég albindindismaður! Öþokkabragð! Það get ég aldrei fyrirgefið, meðan ég lifi. Vatn, vatn!« þvöglaði hann lágt og ógreinilega. Við gaíum ho«num þá vatn, og hann di'akk rækijega, þangað til okkur fannst, að við gætum ekki látið hann fá meira. Skömipu síðar var hann aftur farinn aó beita öllum sínum skynjunarfærum. Hann reif af sér bláu gleraugun, sem. hann bar alltaf, og horfði hvössum augum á Kvik. »Nú, ég skil, vi,ð erum þá ekki dauðir þrátt fyrir allt, eftir þessu að dæma«. Hon- um þótti næstum því miður, að við skyld- um hafa komist út úr öllum þessum ógur- legu undirbúningsþra.utum. »Hvað hefir annars komið fyrir?« »Vertu nú ekki, svona smásmugull, spurðu, Kvik«, svaraði Orme. En Kvik var þá í óða önn að kveikja upp eld og' setja ketilgrýtu yfir hann. Ket- ilinn fyllti hann þunnu kjötseyði, sem hann hafði tekið með sér úr vistabúri okka,r, á- samt ýmsum öðrum hlutum. Því að hann hugsaði: Gott að hafa það með sér, ef verða kynni að hann fyndi okkur. Fjórð- ungi stundar síðar sátum við sarnan og át- um súpu. Ég aftók enn að við neyttum þyngri fæðu. En sú blessuð máltíð! Aó henni liðinni, sótti Kvik nokkrar ábreiður, sem hann hafði með sér á úlföldum og varpaði þeim yfir okkur. »Leggist þið nú niður, hálsar góði,r«, sagði hann, »við Faraó skulum halda vörð«. Kvik var hið seinasta, sem ég sá, þai sem hann kraup til bænar á sandinum, Oig baðst fyrir, því að hann var mjög trú- hneigður maður. Seinna sagði hann okkur til skýringar, að hann væri líklega for- lagatrúarmaður; hann vissi vel, að allt, sem átti að verða, það varð. En honum fannst nú samt sem áður, að það væri ekki nema rétc og skylt að tilefni eins og þessu, að þakka forsjóninni, sem hafði komið því svoi fyrir, að allt varð að góðu, sem að hendi bar. Og í því vorum við allir sam- dóma honum. Faraó sat gegnt honum með alvarlegri ihygli, og hin trúföstu augu hans hvíldu á Orme. Og þar sem hann var Austurlanda-hundur, þá skildi hann víst nokkurnveginn, hvað opinber bæn hefði að þýða, eða hann hefir, ef til vill, haldið, að sér bæri nokkuð af þakklátsseminni og þakkargjörðunum. Þegar við vöknuðum, var sólin komin hátt á loft, og til þess að láta okkur skilja, að þetta. hefði nú ekki allt saman verið tómur draumur, þá sáum við Kvik vera að st.ei,kja svínsflesk úr loftheldum dósum á pönnu. Og Faraó sat og hélt vörð um hann eða fleskið. »Lítið nú til fjallanna«, sagði Orme og benti til þeirra, »þau eru langt undan enn — margar mílur. Það náði engri átt. að halda, að við gætum komist þangað«. Ég kinkaði kolli við því, en veik mér svo að Higgs, sem þá var nývaknaður. Ég sat og starði á hann. því að þar var nú reglu- lega sjón að sjá. Eldrauða hárið á hon- um var heilfullt af sandi; var alveg ber að neðanverðu, hafði, líklega tætt af sér föt- in, af því að þau særðu hann svo á göng- unni. Og allur var hann sólbrunninn á hör- undi, frá hvirfli til ilja, og ásjónan með. Hann var allur svo illa útleikinn, að engin leið var að þekkja hann. Hann geispaði og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.