Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 35
HEIMILISBLAÐIÐ 33 teygði úr öllum öngum, sem aJltaf er góðs viti, og spurði hvort hann gæti fengi.ð bað! »Ég held að þér neyðist til að baða yður í sandinum, eins og þessir arabisku óþrifa- gimblar«, mælti Kvik og heilsaði honum. »Við getum ekki útvegað yður vatn í þessu dæmalausa þurrlendi. En ég er með eina vaselinstúbu og hárbursta o>g agnarlítinn vasaspegil«, sagði Kvik og tók það allt upp. »öldungis rétt«, sagði Higgs og tók við öllum þessum snyrtivörum. »Það væru helgispjöll að nota vatn hérna til að þvo sér með«. En þegar hann. fékk að sjá framan í sig í speglinum, þá glopraði hann honum úr höndum sér af skelfingu, sem greip hann, og hann hrópaði upp yfir sig: »Guð mipn góður, er þetta ég?« »Gerðu r.ú svo vel, að vera ofurlítið var- kár«, sag’ði Kvik alvarlega. »Þér sögðuð mér einmitt í dag, að það væri ólánsmerki að brjóta spegil. Og svo á ég heldur ekki fleiri spegla«. »Farðu bara burt. með hann«, sagði, prófessorinn, »ég þarf hans ekki lengur við. Ó, komdu, doktor, og smyr þú andlitið á mér og allan skrokkinn með, ef þú átt nóg vaselin til þessi, það væri vel af sér vikið«. Síðan smurðum við hvor annan; okkur sveið voðalega undan. smyrslunum fyrst í stað og að því búnu settum við okkur ögn varlega niður og' átum morgunmatinn okk- ar. »Jæja, Kvik«, sagði Orme, þegar hann var búinn að tæma fimmta tebollann, »segðu okkur nú sögu þína«. »Það verður nú engri sögu líkt, höfuðs- maður«, mælti Kvik. — »Þar er þá til máls, að taka, ao þeir Zeu-byggjar komu aftur, en þið voruð efti.r og af því að ég skildi heldur lítið að máltali þeirra, þá gat ég engan botn fengið í því, hvað fyrir hefði komið. En þá gat ég fengið þá Shadrach og kumpána, til að skilja, að þeir væri tii neyddir að leita með mér að yður, hversu mikill sem: heljarstormurinn vseri, sem þeir svo kölluðu. Og loks, gat ég svo fengið þá til að fara með mér, enda þótt þeir teldu mig viti fjarri, því að þið væruð allir dauðir, sógðu þeir. Og ekki gat ég þokað þeim af rtað, fyr en ég sagði við þrælinn Shadrach, hvort hann vildi þá dauður liggja og í þeim töluðum orðum sló Kvik á byssu sína illúðlegur á svipinn. Annars kom það í ljós, að hann hafði rétt fyrir sér, því við fundum ykkur ekki. Og þess var skammt að bíða, að vi,ð kom- um ekki úlföldunum úr sporunum móti storminum. Einn úlfaldarekinn hvarf og við höfum ekki spurt til hans síðan. — Allt, sem við hinir gátum gert, var það, að komast lifandi til baka í gróðurhólmann. Ég gat ekki einu sinni fengið Shadrach til að fara með mér, þegar stormurinn var úti. Og þar eð ekkert tjáði að eyða orðum við það þrælbeip, og ég vildi ekki heldur ata hendur mínar í blóði hans, þá tók ég tvo úlfalda og lagði af stað á eigin spýtur, bara með Faraó einn til fylgdar. Mér hugkvæmdist, að ef þið væruð á lífi — en það ga.t. ég ekki komið þeim í skilning um, þrælbeinunum í Múr, þá væri næsta líklegt að þið hefðuð stefnt til fjallanna. Þið höfðuð engan áttavita, og munduð því ekkert geta séð. Ég reið sVo yfir sléttuna milli eyðimerkurinnar og f jall- anna, og hélt, mér við útjaðar sandhólanna. Ég reið allan daginn til enda, en þegar dimmaði af nóttu, þá varð ég að nema staðar. Þarna sat ég nú einn á binni víðu sléttu og hugsaði mig um eina stund eða tvær. Þá sá ég, að Faraó fór að reisa eyr- un og líta til vesturáttar. Ég starði líka í sömu áttina og þóttist sjá eins, og daufum bjarma bregða yfir. Stjörnuhrap gat það því ekki verið, því þessi bjarmi reis upp frá jörðu; hann hlaut að koma frá kúlu- byssu, sem hleypt, hefði verið af upp til skýja. Ég lagði við eyra, en ga,t ekki orðið var við neitt. hljóð. Fám mínútum síðar hvesti Faraó eyrun, eins og hann heyrði eitthvað. Ásetti ég mér þá að ríða lengra, þrátt fyrir náttmyrkrið, í áttina þangað sem ég þóttist sjá bjarmann. Ég reið í sam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.