Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 36
34 HEIMILISBLAÐIÐ fleytta tvo tíma og skaut, við og við skoti af skammbyssunum mínum. En af því að engi.nn svaraði, þá. hætti ég þessu og nam staðar. En það vildi Faraó ekki. Hann fór að spangóla og nasa, hlaupa undan mér og þaut svo að lokum út í myrkrið. Ég heyrði hann gelta í nokkur hundruð metra fjar- lægð, til að kalla á mig að líkindum. Ég elti hann u,nz ég koan hérna að ykkur þrem- ur og hélt fyrst, að þið væruð dauðiy. Svo kann ég ekki þessa sögu lengri«. »Það er saga, sem endar vel, Kvik. Við eigum þér allir lífið að þakka«. »Ég bið afsökunar, höfuðsmaður«, sagði Kvik yfirlætislaust, »það var ekki ég, held- ur fyrst og fremst forsjónin, sem hefir komið þessu öllu í kring og það ef tij vill áður en við fæddumst. Og næst forsjón- inni var það svo> Faraó, því að hann er hin. vitrasta skepna, þó að hann sé all-grimm- ur við suma. Það voru sannarlega góð 'kaup, þegar þér keyptuð hann fyrir eina brenni- vínsflösku og vasahníf, fimmtíu aura virði,«. Það ljómaði af degi, morguninn eftir, áð- ur en við fengjum komið auga á gróður- hólmann. Og við urðum að fara mjög hægt yfir, af því að við höfðum ekki nema tvo úlfalda, svo að við þurftum allt af að ganga tveir og tveir. Og Kvik var allt af annai þessara tveggja, og hinn var auðvitað hús- bóndi hans. Engan hefi ég þekkt. jafn fórn- fúsan og Orme. Það var alveg ómögulegt, að fá hann til að setjast á bak ekki svo mikið sem einn. hálftíma, svo ef ég gekk, þá sat enginn á baki hins, úlfaldans. En af Higgs er það að segja, að þegar hann var búinn, að hagræða sér sem bezt á úlfald- anum, þá kvaðst hann vilja sitja þar, þrátt fyrir öll sárin, sem á sig kæmu við þao að ríða. »Hér sit ég og hér mun ég fram- vegis sitja«, sagði hann aftur og aftur, bæði á ensku og frönsku og á ýmsum Aust- urlandamálum. »Ég er húinn sva lengi að þramma, fótgangandi, að það ætti að nægja þann tíma, sem ég á eftir ólifaðan«. Bæði ég og Higgs sátum og dæsturn 1 söðlunum, unz við heyrðum Kvik skipa úlf- öldunum að nema staðar. Ég spurði, hvað um væri, að vera.. »Það er eins, og þarna færi Arabar, dokt- or«, sagði hann og benti. á jóreyk, sem færð- ist nær okkur. »Ef svo er«, sagði ég, »þá er bezt að láta, eins, og við séum ekkert smeykir við þá, ríðum bara, áfram og þá hygg ég, aö þeir geri, okkur ekkert«. Þegar við vorum búnir að gera vopn okk- ar vel úr garði, riðum við áfram, en Orme og Kvik gengu milli úlfaldanna. Innan skamms hittum við fyrir kaupmannalest- ina, og urðum þess þá vnir, oss til mikijl- ar furðu, að þar var enginn annar en Sha- drach í fararbroddi, ríðandi á úlfaldan- um, sem ég hafði fengið hjá vinkonu minni í Múr. Við stóðum nú þarna augliti tij aug- litis og störðum hvor á annan. »Eg særi yður við skegg Arons, eruð það þér, herraj- mínir?« »Já, ég sver það við hár Móse; að svo er«, svaraði ég all-hranalega. »Og ég sé, að þér eruð að laumast burtu með allar eig- ur vorar, herrar mínir?« Ég benti á úlf- aldana, sem allar okkar föggur voru á«. Þar á eftir komu skýringar Oig h’’aðmálg- ar afsakanir, sem Higgs tók næsta óstinnt upp. Þar sem harm nú talafíi — hann var leikinn í að tala — arabisku og allar mál- lýzkur af henni komnar, þá jós hann óbóta- skömmum yfir þá Shadrach og félaga hans af austrænum tungum, svo að þá stórfurð- aði leikni hans á þeim málum, gátu ekki annað. En Kvik sagði stöðugt allt hið sama á ensku. Orme hlýddi á þetta um stund, en síð- an sagði hann: »Þetta skulum við nú láta nægja, gamli vipur; haldir þú þessu áfram, endar það með handalögmáli. Og þér, Kvik, gerið svo vel að halda yður saman. Nú erum við búnir að hitta þá, svo að nú er enginn, skaði skeður. Og svo skuluð þér, Shadrach. vin- ur, snúa við með okkur til gróðurhólmans. Þar ætlum við að hvíla okkur nokkra daga«. Shadrach var all-fýlulegur og tautaði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.