Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 2
38 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjó. Af öllum hvirfilvindum, sem eru svo algengir í Suðurhöíum, er Fornedo-fellibylurinn ægileg- astur. Fyrir nokkrum árum kom einn slikur Fornedo-hvirfilbylur, hann varaði aðeins i 5 mín- útur, en olli tjóni, sem nam 60 millj. króna. Vind- ar þessir erir mjög tíðir í Suður-Bandaríkjunum. Árið 1894 komu þar 60 Fornedo-vindar á einum sólarhring og gerðu mikinn usla á allskonar verö- mætum. ★ Skip eitt. »Hinn mikli Austlendingur«, var byggt á árunurn 1854 - 58, og sigldi um höfin þar til árið 1888; þá var það rifið. Kom þá í ljós, að öll þessi ár hafði það borið »lik í lestinni«. Peg- ar kjölurinn var rifinn, kom í ljós, að einn mað- ur, sem verið hafði við byggingu skipsins, hafði »í ógáti« verið »þiljaður þar af« og dáið án þess að geta gefiö af sér hljóð. — Nú fundust bein hans. ★ Loftsmagn það, sem fullorðinn maður þarfnast, til að gtta lifað, fer mjög eftir því, hvað hann aðhefst. Fyrir h.verja ca. 3,7 ferm. af lofti, sem maðurinn þarfnast, þegar hann liggur fyrir, þarf ca. 4,3 þegar hann situr uppi, ca. 6,6 ferm. þeg- ar hann stendur upp og ca. 9, þegar hann gengur. ★ 1 hafsins djúpi gerast ýmsir undarlegir hlutir og mijdar breytingar, svo sem á yfirborði jarðar. Hákarlategundir, sem sjaldan gerðu vart við sig í norðurhöfum, eru nú tíðir gestir við strendur Irlands og Skotlands. Sardínur, sem eingöngu hafa haldið sig í suðlægari höfum, þrengja sér nú inn að Irlandsströndum, og síldin virðist flytja sig suður eftijT' frá sínum gömlu bækistöðvum. Fiski- fræði.ngar a'tla að golfstraurhurinn muni eitthvað hafa breytt sér. ★ Meir en helmingur ibúa jarðar sitja flötum beinum á gólfinu meðan þeir borða. ★ Fyrir nokkrunr mánuðum gerðist þetta: Ungl- ingspiltur og ungfrú ein í New York mættust á götu, og urðu ástfangin við fyrsta augnatillit. En foreldrar stúlkunnar vildu ekkert með piltinn hafat og bönnuðu dóttur sinni að hitta hann franr- ar. En pilturinn var ekki á þvr að gefast bardaga- laust upp. Hann stefndi foreldrum stúlkunnar fyrir rétt og krafðist þess að bannið yrði ógilt. Og það varð. Rétturinn kvað upp þann dóm, að þau mættu hittast er tíu dagar væru liðnir. En þau voru samt sem áður ekki ánægð. Daginn eftir að dómurinr féll, flúði unga; stúlkan í flugvél með unnusta sinum til næsta ríkis, þar sem þau giftu sig. Og nú sitja foreldrarnir ein eftir og hugsa um, hvort þau hafi breytt rétt — skrifar Tidens Tegn. ★ Lítryggingafélag eitt, hefir látið rannsaka, hvort fólk, sem lifir i sveitum eða. kaupstöðum verði langlífara. Rannsóknin leiddi i ljós, að sveitafólk lifði að jafnaði 5 árum lengur en kaup- staðarbúar. ★ í Elmo í Kansas hefir fundist steingerfingur af flugu, sem verið hefir mjög sjaldgæf. Dr. Carp- entier, prófessor við Harwardháskóla álítur, að fluga þessi hafi í lifanda. lifi verið 75 cm. á lengd, og telur hann að hún hafi lifað fyrir 150 millj- ónum ára síðan. Til kaupendanna. Ég verð að biðja kaupendur Heimilisblaðsins að afsaka, þó pappír I blaðinu sé ekki samkynja. Hér, sem víðar, gætir styrjaldarástandsins. Pegar Norðurlö,nd lokuðust, þá slitnuðu verzlunarsam- bönd þar, en þaðan kom, að heita mátti, allur pappír hingað til lands. Nú eru erfiðleikar á með að ná i pappír og verðið er stigið um helming. og enginn veit, hve hátt það verður, og allur og enginn veit, hve hátt það verður; ég sný mér þvi til vina blaðsins víðsvegar um land með ósk um, að allir þeir, sem mögulega geta, sendi blað- gjaldið (5 kr.) sem allra, fyrst. Pess, skal getið, að nýir kaupendur geta fengið árg. 1939 i kaupbætir, ef þeir senda; greiðslu við pöntun. Heimilisbl. óskar öllum sinum lesendum gleði- legs sumars og þakkar þeim fyrir veturinn og yfirleitt alla vináttu og tryggð. J. H. Að læra án þess að hugsa er gagnslaust, að hugsa án þess að læra er hættulegt. Ef menn hugsa sér, h,ve undarlega samansett manneðlið er, verður það auðskilið hve fáir koma til dyranna, eins og þeir eru klæddir. Það er tjón, að maður skuli deyja, þegar mað- ur er að byrja að sjá, hvernig maður h,efði eigin- lega átt að lifa lífinu. (Griskt).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.