Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 3
29. árg. Marz—apríl 1940 3.—4. blað ¥ Margir spyrja nú: Hvar verður Verdun þeirrar styrjaldar, sem nú geysar? Verður hún á Frakklandi, Þýzkalandi, eða einhversstaðar annarsstaðar? Það var um kvöld snemma í ágúst- mánuði. Við ókum fyrst um enda- lausa.r sléttur, sem liggja fyrir aust- an París. og vorum komnir svo langt austur á við, að við vorum komnir inn í hæðir þær, sem liggja norður eftir í áttina til Belgíu og austur á við, allt. að landamærum Þýzka- lands. 1 suðurhlíðum hæða þessa.ra sló- um við landtjöldum. Það var á reglu- lega friðsælum og inndælum stað í útjaðri á kjarrskógi. Þar sem við ókum síðast tókum við eftir fer- hyrndum reitum, er vaxnir voru. nýjum skógi innan um gamlan og kvistóttan furuskóg, sem annars klæddi þessa ávölu ása. Nokkrum hundruðum metra, þaðan sem við áðum hittum við fyrir samskonar plantekrur. Við veginn lá einn af þessum sérkennilegu bóndabæjum á Norður-Frakklandi; þar eru húsin byggð eins og kastalar kringum völl- inn (túnið) cg utan um allan bú- garðinn lágu gullgulir hveitiakrar með svignandi kornstöngum. Að morgni fengum við að vita, að skotið hafði verið á þennan búgarð á styrjaldartímanum, en íbúarnir ekki þurft að hverfa þaðan. Við Vígvöllurinn við Verdun á Frakklandi er frægasti víg- | völlur frá heimsstyrjöldinni 1914—1918. Þar féll hátt j á aðra milljón manna, Síðastliðið suinai voru liðin ■ 25 ár síðan sú heimsstyrjöld hófst, og þess vegna ; riljuðu ýmsir ferðalangar, sem um Frakkland ferðuð- j ust, upp fyrir sér minningarnar frá Verdun. Norð- | maður einn, Erling Imset að nafni, sagði frá slikum j minningum í norsku jólariti um síðastliðin jól. Og er j það grein hans, sem birtist hér í íslenzkri þýðingu. j Stœrsta minningarhöllin og hluti af grafreitnum á Dánarhœð. Eitt stœista minningarmerkið, sem reist hefir verið til heiðurs þeim mörgu, sem létu líf sitt við Verdun. Á stalli þess, en það á að tákna dauðann, eru rituð einkunarorð franska hersins: »ILS N’ONT PAS PASSE• (Enginn skal homast hér fram hjá).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.