Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 12
48 HEIMILISBLAÐIÐ sprottnar af hatri sambæjarmanna henn- ar við hana. Þegar Kepler frétti, þessi ótíðindi, þá fór hann af skyndingu heim til ættlands síns (Wiirtemburg) og tók að sér að verja mál hennar og sparaði hvorki tíma né fyrir- höfn til þess, og fyrir frábært atfylgi hans var henni móti vonum allra slept, óhegndri. Alla hina æg'ilegu rannsókn og pyndingar- hótanir bar hún með óskelfdum hug og játaði engar sakir á s,ig. En ekki lifði hún nema fáa mánuði eftir þessa prísund (d. 13. apríl 1622). Hið eirðarlausa skap henn- ar og taumlausa tunga olli því, að hún var svona óviusæl og varð fyrir þessum ósköp- um. Árið 1629 urðu miklar trúarbragðadeil- ur og uppþot í Linz; fór Kepler þá að til- laðan Wallensteins, yfirhershöfðingja keis- arans alfari til bæjarins Sagan í Slesíu með fjölskyldu sína. Keisari hafði vísað honum til Wallensteins og hjá honum átti hann að fá það fé, sem keisari átti hon- um vangoldið. Wallenstein tók honum vin- samlega, en peninga fékk hann enga; Wall- enstein þurfti sjálfur á öllu sínu fé að halda, sakir ófriðarins, en gerði Kepler í hugnunarskyni kost á kennaraembætti við háskóla í Rostock; en því boði hafnaði Kep- ler; vildi heldur fá gegnt réttmætri kröfu sinni. Var það eigi minna en 12000 flórín- ur (eða gyllini) sem þeir keisari og Wall- enstein héldu fyrir honum. 1 Sagan gaf Kepler sig við því að láta prenta dagbækur sínar og gefa út forsagn- ir um fyrirgang jarðstjarnanna fyrir sól á komandi árum; reiknaði hann út, að Merkúríus gengi fyrir sól 7. nóv. 1631; at- hugaði, frakkneski stjörnufræðingurinn Gassendi það síðar í París og stóð það heima. Var það í fyrsta sinn, sem athug- aður hafði verið gangur jarðstjörnu fyrir sól. Venus sagði hann að gengi fyrir sól 6. des'. á sama ári og stóð það líka heima, þótt eigi sæist það í Vestur-Evrópu, því að það gerðist á næturþeli. Það er síðast frá Kepler að segja, aö Horgunstörf vorgofunnor. Úr hafrekkju vorgolan fagnandi fer; til flugs yfir sæflötinn lyftir hún sér. Við þokuna segir hún: Svífðu nú brott! Við seglskipaflotann: Er leiðið ei gott? Hún þýtur sem elding um gróandi grund og guðar á ljórann um rismálastund: Stíg, bóndi, úr rekkju! Sjá, röðullinn hlær og runnurinn ilmar, en túnið þitt grær. Þá laut hún að blómi, er blaðskrautið fól, og byrgt var í skugga af sandorpnum hól: ó, blómið smáa, lyft blaðkrónu hátt. Send blómilminn fljótt út í vorloftið blátt! Þá bar hana að sofandi söngfugl á grein, er sóiin í fegurstu heiðríkju skein: Hvað dvelur þig, söngvari? Hörpunnar hljóm vill heyra hvert einasta nývaknað blóm. Er ómaði söngur og angaði rós af áhuga starfaði halur og drós og skip runnu liðlega sólstöfuð sund — þá sofnaði vorgolan hádegisblund. V. Sn. hann tókst ferð á hendur til Regensburg til þe,ss að bera fjárheimtumál sitt upp fyrir ríkisþinginu. Alla þá ferð fór hann ríðandi; en hann þoldi eigi ferðavolkið og illar viðtökur þingsins, og fékk ákaft köldu- kast, er leiddi hann til bana 15. nóv. 1630. Kepler var jarðsettur í St. Péturs-kirkju,- garði í Regensburg. Seinna (1803) var hon- um reistur minnisvarði á sama stað og var á hann letruð grafskrift sú á latínu, er hann hafði sett sér sjálfur: Mensus eram cælos, nunc terræ metior umbras; mens ceolestis erat, carporis umbra jacet. (Þ. e. Ég er búinn að mæla himnana.; nú mæli ég skugga jarðar (fylgsna); hugur minn leitaði hæða, en skuggi. líkama míns; liggur hér). Niðurl.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.