Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 53 ina, þá væri alsendis ómögulegt að hefja þá upp aftur með þeim áhöldum, sem Aba- tíar hefðu. Orme spurði aftur, hvort eigi, væri hægt að fara í kring, hvort engar bakdyr lægi að þessum hringmyndaða fjallagarði. Sha- dra-ch svaraði, að til þess yrði að fara nokk- urra vikna ferð lengra norður eftir. En á þessum tíma ársins gætum við ekki kom- ist þangað. Bak við Múr-fjöllin í þá átt lægi stöðuvatn eitt mikið og úr því kæmi fljótið Elbúr í tveimur kvíslum sem lykjo um alla Fung-sléttuna. Einmitt nú myndi vatnið vaxa stórkostlega af öllu því regni, sem félli á fjöllin í Norður-Afríku og hér- aðið milli vatnsins og Múr væri einn flói, sem væri ófær yfirferðar. En Orme vildi ekki gefast upp enn, og spurði, því, hvart þeir myndi eigi geta klif- ið upp sama fjallið, sem þeir komu ofan af, ef þeir skildu úlfaldana eftir. Þá svaraði Shadrach því, og því var ég samþykkur, að ef koma okkar væri auglýst, svo að vio gætum fengið hjálp að ofan, þá gæti það víst tekist með því móti, að við skildum eftir alla.n farangur akkar. »Fyrst við vitum, hver þessi farangur er og hugleiðum, hví við höfum haft hann svo lengi með okkur, þá er útilokað að við skilj- um hann eftir«, sagði Orme. »Þér getið því allt. eins vel sagt okkur, Shadrach, í eitt skipti fyrir öll, hvernig við eigum að komast fram hjá Fungunum til Múr«. »Það er ekki nema með einu móti — ó, þú sonur Ormesi — ef það er Guðs vilji að við reynum það. Það er sem sé með þvi að leyna akkur um daga, en ferðast að næt- urlagi. Annað kvöld eftir sólsetur munu Fungar halda sína venjulegu vorhátíð í borginni liarmac og við dagrenningu munu þeir fa.ra á fætur og fórna goðinu sínu. En eftir f.ólarlag éta þeir og drekka og eru hinir kátustu og þá eru þeir vanir að kalla inn varðmenn sína, að þeir geti tekið sinn þátt í hátíðahöldunum. Af þeirri ástæðu hefi ég hagað því svo, að við komumst alla leið á þessu hátíðarkvöldi þeirra. Ég get vitað af tunglinu, hve nær þessi hátíð þeirra er haldin og þá getum við með Guðs hjálp alveg sloppið fram hjá Harmac í myrkrinu og í dögun verið komnir að inn- ganginum að þeim vegi, sem liggur til Múr. Eg ætla enn fremur að gera löndum mín- um, Abatíunum, vart við, að við komum, sva að þeir geti verið nærstaddir og hjálp- að okkur, ef þörf gerist«. »Hvernig getum við gert þeim aðvart?« spurði Orme. »Með þvi að kveikja. í sefinu«, og síðan benti hann á stór svæði undir visnuðu sefi í kringum oss — »ég ráðgerði þetta við þá, áður en við fórum frá Múr fyrir nokkrum mánuðum. Þegar Fungar sjá kvikna í sef- inu, þá munu þeir halda, að það hafi aðeins einhver umrennings fiskimaður gert. Orme yppti öxlum og sagði: »Gott og vel, góði vin, þú þekkir Landið hérna og fólkið, sem þar býr, en ég ekki, svo við erum tilneyddir að fara að ráðum þínum. En það segi ég þér, að ef Fungar vilja ráðast á okkur og drepa okkur eins og mér skiist þú halda, þá virðist mér ráða- gerð þín allhættuleg«. »Hætt.uleg er hún«, svaraði hann, en sagði síðar dálítið hæðnislega: »Ég hélt að Englendingar væru ekki huglitlir eða heybrækur!« »Heybrækur! Segir þú það, sonur hund- ingja«, gnöllraði í Higgs. »Af hverju dirf- ist þú að tala svo um akkur. Þú sér nú manninn þarna« — og svo benti hann á Kvik sem stóð þar nærri, hár og hnarreist- ur og hafði að mestu gefið gaum að öllu, sem fram fór, »got.t og vel, hann er ekki nema þjónn og er okkur því undirgefinn; en það skal ég láta þig vita, að það er meiri hugur og dugur í öðrum litla fingri hans en í öllum skrokknum á þér; og meira að segja en í öllum löndum þínum, Abatí- unum, að því leyti, sem mér er kunnugt«. »Mikil eru digurmæli þín, Higgs«, svar- aði Shadrach með hroka. Eins og ég hefi áður sagt, þá hataði hann, prófessorinn, því að hann hafði komist, á snoðir um hvílík-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.