Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 55 að hér þorðum við ekki að kveikja nokk- urn eld. Og er sól hækkaði á lofti og rak þokuna á flótta, þá sá cg að við vorum komnir nálægt þéttbýlu landi, sem hafði á sér sérstakan menningarbrag. Fám míl- um fyrir neðan okkur, sá ég greinilega stórborgina Harmac í sjónaukanum mín- um; en hana hafði ég ekki séð, er ég var þar á ferö í 'fyrra skiptið. Ég fór þar þá nefnijega um á næturþeli. Sú borg var með líku sniði og bargir eru að jafnaði i vest- urhluta Mið-Afríku. Þar eru víð og opin torg, og breiðar götur og þúsundir hvítra. húsa með flötu þaki. Sum eru umkringd aldingörðum. Umhverfis borgina er hár og breiður múr, byggður úr sólbrendum múr- steini, að því er sýnist, og fyrir framan hliðin, en þau sá ég tvö, stóðu ferstrendir varnarturnar. Allt hið fla.ta, frjóa land i kringum borgina. var í ræktun. Þetta var árla vors, svo að maís og aðrar plöntur á ekrum voru farnar að skjóta. frjóöngum. — Á bak við akurlendið gat ég í sjónauk- anum séð hjarðir nauta á beit og hesta inn- an um villidýrin. Og þetta sannfærði mig um, að það var satt, sem ég heyrði, þegar ég var í Múr, að Fungar hefðu engin skot- vopn. Annars myndu villidýrin ekki hafa. verið s.vo nærgöngul. Enn lengra- burtu, alveg út við sjóndeijdarhringinn, sá ég eitt- hvað og kom í hug að það væru aðrar borg- ir og þoí’p. Eftir þessu va.r hér fjölmenn þjóð og varð eiginlega ekki með villiþjóð- um talin. Það var því eigi kyn, þó að hin- um fámenna Abati-kynflokki stæði, ótti af henni, þrátt fyrir fjöllin hrikalegu, sem þeir höfðu sér til varnar gegn henni. Um kl. 11 kom Orme til að leysa mig af verði og ég gekk þegjandi inn. Skömmu síðar var ég steinsofnaður, þrátt fyrir all- an kvíðann, sem á mér lá. En áreiðanlega hefði sá kvíði haidið vöku fyrir mér, ef ég hefði ekki verið svo þreyttur sem ég var. »Líttu á hann, daktor«, sagði Kvik, er hann kom tij að leysa mig af verði. »Littu á hann!« og hann benti á Shadrach, þar sem hann sat í skugga í forsælu undir tré og var að ræða alvarlega, og hljóðlega við tvo af undirmönnum sínum með sérkenni- legu, ógeðslegu brosi. »Ef Guð hefir nokk- urn tíma skapað óþokka, þá er það þessi, sem situr þarna á hækjum sínum. Það er mín trú, að ha,nn reyndi að losna við okk- ur alla í Zeu, til þess að hann gæti stoliö öllum farangri okkar. Ég vona, að hann geri okkur ekki, svipaðan grikk í nótt. Hundurinn getur ekki einu sinni felt sig, við hann.c. Áður en ég fengi svarað, fékk ég sönn- un fyrir þessu. Því að Faraó, stóri guli rakkinn, sem fann okkur í eyðimörkinni, kom út úr einhverju horni, hafði hann leg- ið þar, meðan við vorum að tala samau. Hann dinglaði rófunni og kom yfir til okk- ar; en um leið og hann gekk frarn hjá Snad- rach, nam hann staðar og urraði og hárin risu á bakinu á honum. Shadrach kastaði í hann steini. og hitti i löppina. á honum. 1 sama vetfangi stökk þessi hrikalegi og s,terki hundur á hann og ég hélt. að hann ætlaði bókstaflega að bíta hann á barkann. Við gátum nú afstýrt því, að nokkurt slys yrði og rákum Faraó burt. En það er mér í minni að sjá framan í Shadrach all- an skreyttan blágulum örum frá fyrri tím- um og nú alveg afmyndaðan af reiði og ótta. Eftir þetta millibil gekk ég inn ag lagð- ist til svefns, en gat ekki annað en verið að velta því fyrir mér, hvort. þetta yrði, nú ekki síðasti, blundur minn hér á jörðu. Síðdegis vaknaði ég við ógurlegan há- vaða. Ég heyrði gjallandann 1 honum Higgs, og geltið í Faraó og hálfkæfðar stunur i einum af Abatímönnunum. Um leið og ég hljóp út úr litla tjaldinu okkar, sá ég kyn- lega, sjón. Prófessorinn hafði höfuð Shad- rachs undir vinstra armi sinum, eins og i skrúfstykki, en með hægri hendi lamdi hann og barði Shadrach, í andlitið af öll- um kröftum, sem hann átti til. Kvik stóð þar fast hjá og hélt í hálsbandið á Faraó, og leit svo út, sem honum'væri dijlað; en margir Abatí-manna stóðu líka, í kring og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.