Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 20
56 HEíMILISBLAÐIÐ börðu sér að hætti Austurlandabúa. Orme var ekki viðstaddur sýn þessa, því að hanr. svaf meðan á þessari sýningu stóð. »Hvað ert þú að gera, Higgs?« æpti ég. »Það — sérðu -—- líklega«, hvæsti hann og undir lét hann kveða höggin, sem narin lét dynja á nefinu á veslings Shadrach, en það var í lengra lagi. »Ég er að lemja á hanum hausinn illdýrinu því arna. Nú, þú ætlaðir að bíta? Var það? Nú skaltu fá það, og það og það! Hamingjan! En þa;r tennur, sem hann hefir! Hana nú. Hann er nú máske búinn að fá nóg«. Og svo sleppti hann Shadrach skyndilega; fleygði hann sér þá til jarðar og lá og stundi, blóð- ugur og viðbjóðslegm’, svo að það var hin ógeðslegasta sjó<n að sjá hann. Þegar fé- lagar Shadraehs sáu hversu ijla foringi þeirra var kominn, þá gengu þeir nær prcV fessornum og óg'nuðu honum með látbragði sínu. Og einn brá jafnvel hnífi. »Geym þú þenna kuta, vinm minn«, sagði Kvik, »annars hleypi ég hundinum á þig, það veit heilög hamingjan. Doktor, er byssan tiltæk?« Og þó að maður þessi skyldi ekki, hvað Kvik sagði, þá skildi hann þó, hvað fyrir honum myndi vaka, því að hann slíðraði aftur hnífinn og gekk síðan til hinna mann- anna. Shadrach stóð á fætur og fór með honum. Þegar hann var kominn spölkorn í burtu, sneri hann sér við, einblíndi á Higgs þrútnum augum og sagði: »Vertu viss um það, bannsetti heiðing- inn, að ég gleymi ekki; ég mun gjalda líku líkt«. I sömu svipan kom Orme fram á sjón- arsviðið geispandi og sagði: »Hver skrambinn gengur hér á?« Þá svaraði Higgs all-órökvíslega: »Nú skyldi ég glaður gefa fimm krónur fyrir eina flösku af köldu engifer-öli«, en hann gerði sér þó að góðu að drekka dálítið af volgu, gruggugu vatni, sem Kvik kom með í smálegli. Higgs fékk honum legilinn aftur og sagði: »Þakka þér fyrir. Það var betra en ekk- ert. Og það er hættulegt að drekka nokk- uð kalt, þegar maður er brennandi heitur. Hvað við höfðumst að? Og það var ekk- ert merkilegt. '' Shadrach ætlaði að byrla Faraó eitur; það var allt og sumt, Ég sat og hafði auga á honum og sá að hann gekk að stryknin-öskjunni, vætti kjötbita i eitr- inu og vafði saman. Og svo kastaði hann því fyrir veslings rakkann. Mér tókst að grípa kjötbitann og kastaði honum yfir múrinn; þar getur þú fundið hann ef þú kærir þig um að gá að honum. Og er ég spurði Shadrach, hví hann hefði gert þetta, þá svaraði hann að hann hefði gert það til að los,na við rakkann, áður en við fær- um gegnum lönd Funganna. Hann væri að minnsta kosti háskaskepna, hann hefði samdægurs reynt að bíta sig til bana, væri því ráðlegast að verða af með hann. En þá gat ég ekki lengur stjórnað geði mínu. Ég þreif í þorparann, og þó að ég hafi ekki iðkað hnefaleika síðustu tuttugu árin, þá varð ég fljótt ofan á. Því að, eins og þú hefi,r víst. sjálfur séð, þá kann enginn Austurlandabúi að berjast með hnefum og hnúum. Þá hefi ég sagt alla. söguna. Kvik, gefðu mér vitund meira af vatni!« »Við skulum vona, að þessari sögu sé að fullu lokið«, sagði Orme og yppti öxl- um. »En svo ég segi, eins og mér býr í brjósti, þa hygg ég, að hyggilegra. heföi verið að fresta, því að gera Shadrach svona bláan og grænan í framan, þangað til við hefðum verið komnir heilir á húfi til Múr. En það gagnar lítið að tala um það nú og ég hygg, að ég hefði gert slíkt hið sama, ef ég hefði séð hann ætla að byrla Faraó eitur eða eitra fyrir hann«. Að svo mæltu klappaði hann Faraó, sem okkur öllum þótti svo vænt. um, enda. þótt hann gæfi sig ekki við öðrum en Orme. Okkur hina leiddi hann hjá sér. »Gerið svo vel, doktor, að reyna aö laga vitund nefið á foringja vorum og milda vit- und skap hans um leið«, sagði, Orme. »Þú þekkir hann betur en við. Gefðu honum byssu. Nei, það er nú máske ekki vert að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.