Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 21
a EIMI L I S B L A Ð í £> 57 gera. Hann getur af tilviljun skotið okk- « ur aftan að — en þó af ásetningi. Þú skalt heita honum byssu, þegar við komiun til Múr. Ég veit hann vill fá byssu, því ég kom að honum, er hann var að reyna að stela einni frá okkur. Lofaðu honum hverju, sem heiti hefir og haltu honum uppi á því«. Ég fór og tók með mér flösku af arniku og öálítið af heftiplástj-i; voru landar hans þá hjá honum og báru sig aumlega út af honum. Sjálfur hrein hann af reiði, yfir þeim miska, sem sér hefði verið sýndur og ekki sér einum heldur og öllum kyn- flokki hans. Ég gerði allt, sem ég gat fyr- ir hann bæði andlega og líkamlega; ég bað- aði hörmrdega útleikna andlitið á honum í arniku, en jafnframt tók ég það fram, að þetta væri allt honum sjálfum að kenna. i Hann hefði engan rétt haft til að eitra fyrir Faraó, þó að hann hefði viljað bíta hann. Hann svaraði, að það hefði verið af allt öðrurn ástæðum, að hann hefði viljað eitra fyrir hann. Það væri sérstaklega af því, að hann væri hræddur um, að Faraó rnyndi verða til að lroma upp um okkur, þegar til kæmi að fara. um lendur Fung- anna,. Og hann talaði svo heiftarlega um að hefna sín, að mér þótti sem bezt væri að stöðva það raus. »Heyrðu mig nú, Shadrach. Ef þú tek- ur ekki aftur öll þessi orð þín um hefnd og sættist þegar í stað, þá verður þú sett- ur í fjötra og lesið yfir þér. Það væru ef til vill meiri, líkur til, að við kæinumst heilu og höldnu gegnum lönd Funga með því að skilja þig hér eftir dauðan, en að þú fylgdir okkur lifandi sem óvinur okkar«. Þegar hann heyrði þetta, kom annaðhljóð í strokkinn. Nú sá hann, að hann hafði haft rangt fyrir sér. Og jafnskjótt sem búið var að binda um sár hans, leitaði hann Higgs uppi, kyssti á hönd hans með mörg- um afsökunarorðum, sór það, að allt skyldi vera gleymt og að hann skyldi upp frá þessu telja Higgs. eins og bur sinn og bróður. »Gott og vel, vinur minn«, sagði Higgs. sem aldrei var langrækinn; reyndu bara ekki að eitra framar fyrir Faraó; þá lofa ég þér að minnast ekki á þetta framar«. »>Nú er allt lundarfar hans í einum svip orðið gerbreytt, er það ekki, doktor?« sagði Kvik hæðnislega. Hann hafði verið við- staddur alla þessa sáttargerð. »Allt hið ljóta austurlenzka eðli — horfið. Enginn Gyðingur segir: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, heldur kyssir hnefann, * sem slær hann — í kristilegum anda. Hvernig sem í öllu liggur, þá þori ég ekki að sleppa honum frá mér lengra en svo, að ég nái til að sparka í hann, einkum þegar dimmt er. Og í nótt v.erður dimmt«, sagði hann íbygginn. Eg svaraði því engu, þó að ég væri hon- um sammála. Ekkert var hægt að gera, og það gerði aðeins illt verra að vera að ræða um það, að sakirnar stæðu illa. Nóttin var í aðsigi, næsta stormsöm eft- ir skýjum að dæma og vaxandi vindi. Við áttum að leggja upp skömmu eftir sólar- lag eða að einni stundu liðinni. Og þegar ég var búinn að búa um farangur og hjálpa Higgs, með sinn, þá fórum við að svipast um eftir þeim Orme og Kvik. Við fund- um þá í óða önnum, hver við sitt í einu þaklausa húsinu. Kvik var að lesa í sund- ur tóbak og bökunarduft, sem lá í stokk- um. Og Orme var að reyna rafgeymi og nokkur kefli af einangrunarþræði. »Hvað ert þú að gera?« spurði prófess- orinn. »Það er að minnsta kosti betra en það, sem þú gerðir, þegar þú lézt hnefahöggin dynja á hausnum á honum Shadrach. Ann- ars ættirou helzt að drepa í pípunni þinni, Þessi efni, sem ég hefi hér eru sögð brenna betur en kol. Þó má hamingjan vita, nema loftslagið og ferðalagið hafi breytt eigin- leikum þeirra«. Higgs i'lýtti sér burt aftur; þegar hann var búinn að hrista úr pípu sinni og jafn- vel að leggja frá sér eldspýturnar á stein, þá kom hann aftur. %

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.