Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 28
64 HEI.MILISBLAÐIÐ ast, enda fór prestur með blaðið sæll og glaður tili konu sinnar, s.em þó var ekki allskostar ánægð. Kaupmannsfrúna var farið að grun.a, aó ekki væri ailt með felldu um hagi Guð- ríðar. Gekk hún því á Dúddu, sem tók því ails ekki fjarri, en spurði mömmu sína hvort henni hefði sýnst nokkuð milli Jóns. og Guðríoar, og það fannst frúnni vel lík- legt. Annars talaði Guðrún ekki beint um það, að Guðríður skyldi fá Jón fyrir föð- ur að baminu, en hún lét ha.na þó skilja að ekkert myndi auðveldara, sökum ástar þeirrar, er Jón. bæri til hennar. Guðríður tók því all-fjarri, einkum fyrst í stað. Guð- rún sagði henni, að þetta myndi eyðileggja foreldra hennar. »Pað er það versta«, sagði Guðríður, »en um mig er mér sama héðan af«. ★ Heimferðardagurinn var kominn. Jón kom að sækja, Guðríði, og hafði lagt af stað að heiman seinni hluta nætur við tungl:- skin, og kom rétt eftir fótaferðartímann í kaupstaðinn. Vildi hann nú hafa sem mest í hraða, því útlitið var ekki sem bezt: kaf- aldsbakki í norðri ag éljadrög yfir heið- arnar. Færi var fremur gott., en harðspori í halla. Guðrún gekk upp undir brekkurn- ar með Guðríði, og þa.r sem þær gengu saman voru þær harla, ólíkar. Guðrún stillt, athugul og festuleg, en Guðríður föl og niðurbeygo, en þó hröð í spcri. Pó var það Guðríður, sem augu samferðamannsins hvíldu á, oftast ósegjanlega blíð og dreym- andi. Pegar Guðrún rétti Jóni hönd sína til að kveðja hann, sagði hún alvarlega: »Þú gáir nú vel að henni Gauju, sporar fyrir hana brekkurnar, og gengur ekki of fljótt. Henni er óhætt, meða.n þú ert við hlið hennar og klýfur erfiðleikana. Hún þagnaði. Jón sá að hún klökknaði. Hann sói-roðnaði í framan cg leit niður. Helzt hefði h,ann kosið, að seg'ja. henni. að hann askti einskis fremur, en að bera Gauju yfir allar brekkur lífsins. Guðríð- ur kastaði sér í faðm Dúddu. Þær mæltu ekki orð, en Jón sá, að Dúdda lukti hana í faðmi sér og faðmaði hana að sér með mikilli blíðu. Síðan. hljóp hún a.f stað, en sneri sér við og kallaði: »Sjáumsí heil aftur!.« Svo hljóp hún við fót af stað, en Jón lagði á brekkuna og stappaði niður fót- unum, en Guðríður fetaði í för hans. Iiann héi'ti ganginn. Hugsanir hans voru svo margvíslegar. Hann vissi ekkert af að Guð- ríður gat með naumindum fylgt honum, en hún kvartaði ekki. Þó fann hún mikinn verk í bakinu og streng yfir um sig. Loks komust þau upp á síðustu brekk- una. Útlitio fór fremur versnandi, en nú var líka góð færð, og bráðum hallaði uncl- an fæti. »Jón! Ég má til að hvíla mig«, sagði Guð- ríður, og kastaði sér magnþrcita niður. Sál hennar var sljó. Bezt væri nú að mega sofna hér og þurfa. aldrei framar að vakna til þessa lifs. Jón stóð hjá henni. »Eigum við ekki að halcla áfram, Ga.uja mín?« sagði hann lágt, en rómurinn. var svo blíður og samúðarlegur, að Guðríður fór að hágráta. Jón kraup á kné fyrir framan hana og sagði: »Systir, segðu mér hvað að þér amar«. Systir! Guðríður varð alveg farviða.. Aldrei hafði hann. fengist. til að kalla hana það fyrr, þótt mamma hennar hefði sagt honum það, þegar hann var barn. Hún leit í augu honum og sagði með blyggounar- roða á vöngum: »Eg er með barni. Ö, Guð! enginn get- ur létt þá byrði, sem ég ber«. Jón hélt höndum fyrir ancllitinu, og þungar, sorgkenndar stunur l:ðu frá brjósti hans,. Allt í einu stóð hann á fætur, tók í hönd henni og leiddi hana af stað. »Við skulum tala saman á leiðinni, Gauja«, sagði hann rólega, »útlitið er að ljótka, við verðum að hraða okkur heim«. Guðríður sleit s.ig af honum og sagði: »Skilur þú það ekki, að mér er ómögu-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.