Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 4
72 HEIMILISBLAÐIÐ Em það eru þó mannsmyndir. Sá sem fann prentlistina er þó ekki al- veg' nafnlaus stærð, eins og snillingurinn, sem uppgötvaði ritlistina.. I eftirfarandi skulum vér athuga fjórar geislandi myndir úr lífi hins mikla upp- finningamanns. 1. mynd: Mainz við Rín 1420. Sérkennilegur miðaldabær með .hávaða og ærslum frá kl. 4 að morgni til kl.. 3 síðdegis, þegar menin tóku sér hvíld. All- an liðlangan daginn heyrðist barsmíð og högg, öskur í kúm, rýt í svínum, sem flutt voru gegnum aðalgötur borgarinnar, hljóm- ar kirkjuklukkna, söngvar guðrækna fólks- ins., vagnaskrölt, og hófadynur, óp og köil götusalanna. Göturnar voru þröngar og loftvondar. Þær moruðu í drasli og dauð- um dýrum. Loftið va,r mollulegt og heitt, því að efstu hæðir húsanna slúttu, út, yf- ir hinar neðri, svo að hreint loft. kom.st ekki að. Þannig hefir umhverfið verið j>egar hinn tvítugi hirðsveinn Jóhann Gensfleisch eða eins og ha,nn nefndi sig í móðuræti Jóhann Gutenberg dag nokkurn 1420 ruddi sér braut. gegnum manngrúann 5 Mainz, bú- inn marglitum klæðnaði úr dýru efni. Mörg ógnandi augu hafa, vafalaust starað á hinn unga hirðsvein frá hinum vinnandi hand- iðnaðarmönnum. Það voru átök og keppni milli handiðnaðarfélaganna, sem stöðugt jukust, að efnum og áliti, og höfðingjanna. hinna gömlu aðalsætta, sem áttu sæti í borgarráðinu og nutu margskonar forrétt- inda, fremur öðrum borgurum. Fjölskylda hins unga hirðsveins tilheyrði hinum tignustu í borginni. Margir af ætt- inni höfðu verið borgarstjórar og setið í öðrum virðulegum embættum. Það voru þóttafull tignarmenni, sem réðu. stór- um eignum í Mainz og ekki létu skipa sér neitt af neinum. Áhyggjula,us gagnvart hinum illu augum hefir Jóhann haldið áfram skemmtigöngu sinni og íhugað stimpl- ana, sem hann mótaði með pening- a,na. Fjölskylda hans annaðist nefni- lega, myntsláttu, og við það hafði hann fengið áhuga, fyrir vélfræði oig' málm- vinnslu. Ef til vill hefir leið hans legið fram h.já einhverju af klaustrum borgar- innar, og honum hefir þá verið litið inn í afritarasalinn, þar sem munkar sátu og afrituðu biblíuhandrit. með erfiðismunum og gerðu stafrósir og upphafsstafi. Þeirri hugsun hefir ef lil vill brugðið fyrir í huga hans. hvoa-t ekki mætti gera þetta starf auó- veldara og ódýrara. Hinar handrit- uðu bækur voru ógurlega dýrar. Sagt, er frá greifafrú, sem lét 200 íjár og 3 tunnur af korni fyrir eitt prédikanasafn. Það voru til bækur. sem voru álíka dýrar og jarðeignir. l'rentvéUn, sem álitið er að Gutenberg hafi unnið með.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.