Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 73 Með andvarpi yfir, að þannig myndi það verða alla hans tíð hefir hinn ungi hirð- sveinn snúið aftur tdl heimilis síns. 1 árslok 1420 er Jóhann Gutenberg ekki framar i Mainz. Handiðnaðarfélögin höfðu náð undir sig réttindum í borginni, sem margir af höfðingjaættunum vildu ekki viðurkenna, en þegar þær gátu ekki náð aftur forréttindum sínum fluttu þær brott. Og' ætt Gutenbergs var meðal þeirra, sem fluttu úr borginni. 2. rnynd: Strassburg 1439. 1 19 ár hefir Jóhann Guténberg verið út- flytjandi með aðsetur í Strassburg. Hann hefir verið stoltur höfðingi með fyrirlitn- ingu aðalsmannsins á borgarastéttinni. Árið 1437 var Gutenberg stefnt. fyrir rétt í Strassburg, af skógerðarmeistara nokkrum, vegna meiðyrða. Þau hafa verið ósvikin, því að hann var dæmdur sekur. Hann hefir verið önnum kafinn við tilraun- ir, og haft álit, sem vélsnillingur og sá, er hafði góðan skilning á verzlunarmálum. En hann hélt. tilraunum sínum strang- lega leyndum, eins og allir, sem iðkuðu list- iðnað í þá daga. Pá var ekkert til, sem hétu sérleyfisrétt- indi. Hver, sem komst. á snoðir um eitt- hvað, sem hann gat gert sér mat úr, reyndi að eftirlíkja, það, sem hann hafði komizt að. Gutenberg hefir látið sveina sína og samverkamenn vinna eið að því, að segja ekki frá neinu, sem hann gerði tilraunir með. Verzlunarfólk borgarinnar hefir ver- ið springa af forvitni og löngun, til þess að verða hluttakandi í tilraunum hans. Árið 1438 vinnur Gutenberg að stóru verzlunarfyrirtæki, s.em væntanlega á að gefa honum góðan arð. 1 félagi við borg- ara nokkurn að nafni Andrés Dritzehn set- ur hann á stofn speglaverksmiðju. Spegl- arnir áttu, að vera til sölu á kaþólskri há- tíð í Aachen, sem átti að verða 1439. Þaö leit út fyrir að verða góð verzlun. Hundrað þúsunda af pílagrímum frá öllu Þýzkalandi streymdu til þessara kirkju- hátíða,, og margir vildu kaupa spegla. Hver félagsmanna átti að leggja. fram 80 gyll- ini. Það virðist ekki hátt. En upphæðin verður meiri, þegar þess er gætt að mað- ur gat lifað heilt ár af 8 gullgyllinum, og stórt hús kostaði aðeins 100 gyllini. Verzlunin, sem svo margar vonir voru tengdar við fórst samt alveg fyrir, því að hátíðinni var frestað um eitt ár. Dritzehn og aðrir félagar hafa, vafalaust lagt fast: að Gutenberg að fá að vera með í hinum leynilegu fyrirtækjum, sem öll borgin vissi, að hann vann að. Að síðustu lét. Gutenberg undan, og nú var gerður fimm ára samningur Hver fé- lagsmaður átti að greiða 125 gyllini. Ef einhver af þeim dæi skyldi erfingjum hans greidd 100 gyllini, en félagið skyldi eiga. leyndarmálið, verkfærin og afrekin. Fé- lagarnir voru sannfærðir um geysilegan ár- angur af fyrirtæki Gutenbergs. Kona ein, sem Dritzehn hitti kvöld nokk- urt, sagði síðar frá því hvað Dritzehn hefði talað um: Hin ægilegu útgjöld sin nú, sem Joó myndu margfaldlega borga sig áður en ár væri liðið. Hann fékk þó aldrei að sjá árangurinn af þessu starfi, því hann dó árið 1438. Bræður hans gerðu kröfu til að verða teknir í félagið, eða fá greidd 100 gyllini og fóru í mál við Gutenberg. Gutenberg vann málið, en varð að greiða bræðrunum 15 gyllini. 1 málskjölunum, sem voru til 1870 var leyndarmálið ekki beinlínis nefnt, en þa»' er minnst, á »form«, »pressur« og »það sem þarf til að prenta«. Ennfremur er þess getið, að félagið hafi keypt blý. Allt bendir á að hér hafi verið um und- irbúning að prentlistinni að ræða. 3. mynd: Mainz 1455. Árið 1455 hefir Gutenberg verið að minnsta kosti sjö ár í fæðingarborg sinni. Hina miklu uppgötvun hefir hann nú fram- kvæmt og hann er mjög hriíinn af þeirn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.