Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 6
74 HEIMILISBLAE D möguleikum, sQm> opnast fyrir augum hans. Plann hefir verið svo heppinn að ná í fjár- mann, sem vildii leggja peninga til hag- kvæmrar notkunar á uppgötvuninni. Pað var bankastjódnn í Mainz, Jóhann Fust, maður, sem naut álits sem mjög efn- aður og sécur fjármálamaður, sem aðeins lét peninga sína í örugg iðnfyrirtæki. Þessi hyggni maður hefir séð hina miklu möguleika, sem lágu í -þessari nýju upp- gövtun, og hann lánaói Gutenberg 800 gyll- ini. Peningana átti að nota til ao kcima á fót prentsmiðju með öllu þar aö lútandi, húsgögn og verkfæri. Auk þess skuidbatt Fust sig til þess að veita Gutenberg ár- lega 300 gyllini til að borga húsaleigu, laun, pappír, bókfell og liti. Tveim árum síðar h.afði Gutenberg eytt öllum peningunum. Fust lánaði honum aft- ur 800 gyllini. Þrjú ár liðu án þe&s, að no-kkuð bæri til tíðinda, og ekki hafði neitt bólac á upp- hæðunum, sem áttu að streyma í sjóð Fusts. Árið 1455 sprakk bomban. Fust sagði upp láninu og stefndi Gutenberg til greiðslu á 2026 gyllinum, þeirri upphæð, sem hann hafði lánað .h.onum að viðlögo- um vöxtum. Hver var orsökin til þessarar örlagaríku breytingar á afstöðu Fusts til Gutenbergs? Oft hefir þetta verið skýrt þannig, ac Fu,st, hinn slungni fjármálamaður, hafi féflett hinn auðtrúa snilling. Gutenberg var eng- inn engill, og það .hefir naumast veriö auð- velt fyrir Fust, s-esm var bo-rgari, aö uan- gangast hinn tigna Gutenberg. Fust var fjármálamaður og hefir vafalaust lagt fé sitt í fyrirtækið í von um sanngjarnan ágóða. Gutenberg hefir líka verið fjármála- maður og vonast eftir efnislegum ágóóa af fyrirtækinu, en hann var jafnframt listamaður, og hafði því hina ríku þrá lista- mannsins eftir að gera þessa uppgötvun svo fullkomna, sem mögulegt var. G-utenberg hefir sjálfsagt haft margar prentanir með höndum í ein,u. Fust vildi leggja kapp á að framleiða seljanlega bók, og hvað var seljanlegra en prentuð biblía. Spurnir eru af fólki, sem höfðlu gefið 300—500 gyllini fyrir skraut- ritaða, skrifaða bókfellsbiblíu. Prentíuð biblía munidi renna út eins og heitt brauð. Gutenberg hafði byrjað á þessu starfi. En hann hafci líka prentun annarar bckar í gangi, sem honum lá mjög á hjarta. Það var sálmabók, svonefnd.ur saltari. Hana vildi hann prenta með skraut- legum þrílitum upphafsstöfum. Þessi vinna tók langan tíma og kraföist mikilla pen- inga. Það sem skeði var þetta: Fþst befir oft lagt að Gutenberg að fullgera prentun biblíunnar. En Gutenberg hefir tekið hon- um með stórlæti aðalsmannsins cg lista- mannsins, eca sagt eins og svo margir upp- finningamenn við acstoðarmenn sína: »-Ver- ið þolinmóð-ur, eftir nokkra mánuði verð- ur allt í lagi«. En þolihmæði Fus-ts brást. Hann þoroi að ákveða s-ig, án hræðslu viö að missa peninga sína. Nú þekktu fleiri uppgötvun Gutenbergs, leyndar-dóm prent- listarinnar. Það voru sveinar Gutenbergs. Einn beirra, Pétur Schöffer, haföi veriö verkstjóri í vinnustofu Guten-bergs, hann Var sérstaklega þekktur að tækni o-g list- rænni snilld. Það var auöveldara að u,m- gangast- hann en Gutenberg. Með því að heita honum dóttur sinni fyrir ko-nu-, gerði Fust hann sér háðan, og gat nú stefnt Gutenberg til greiðslu á hinni mikl.u upp- hæð. Snillingurinn tapaði málinu cg hin ‘dýrmætu mót hans og verkfæri gengu-.til hins nýja firma: Fust o-g Schöffer. I ann- að sinn varð Gutenberg að bölva fæðingar- borg sinni, Mainz, og borgurum hennar. F,ust og Schöffer luku við prentun bók- anna, sem Gutenberg hafði byrjaö á og nærri fullgert: Saltaranum og 42 línu biblí- u:na (það voru 42 línur á hverri síðu), án þess að nefna Gutenberg á nafn. Þessar tvær bækur, hinar fyrstu, sem voru raunverulega prentaðar, eru eitt hið fegursta, sem prentaó hefir verið. Lögun bókstafanna og setningarnar á blacsíóup-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.