Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 9
HElMILISBLAÐIÐ 77 í bókasafni dómkirkjunnar, og sjálf þýð- ingin því þótt seint sækjast (Guðspjall Matteusar eitt). En ef þýðing Odds er nákvæmelga borin saman við »Leifar fornra kristinna fræða«. þá mun það koma, í, Ijós, að hann hefir stuðst við hinar fornu þýðingar, það sem þær náðu. Og þaðan mun stafsetning hans vera sprottin og varðar það út af fyrir sig ekki litlu (t. d. þ í staðinn fyrir th, sem þá var farið að festast í ritmálinu). Og þó að hin dansk-norska tunga þeirra tíma hafi verið Oddi tiltækari en fornís- lenzkan þá varðveitir ha.nn þó margt af fornum orðamyndum (at, yðr, glataða, hafða, kemr, fundit, vandliga, níutigu. o. s. frv.). Og auðsætt er að orðtakið »gjörir iðran« er beinlínis komið frá eldri þýð- ingunni, og nú hefir það verið tekið upp í nýjustu þýðinguna í staðinn fyrir »yfirbót gjörir«, sem Oddur notar jöfnum höndum. Það er auðsætt af þýðingum Odds a Nýjateetamentinu og Korvins-'postillu, eft,- ir Antonius Korvinus, lútherskan guðfræð- ing (og mörgu f 1.), að hann hefir skilið lcöll- un sína og lagt sig allan fram til þess, að hinn nýi siður mætti ná vexti og viðgangi. jafnt hjá prestum sem alþýðu manna. Meðan lærdómsleysi presta í hinum nýja sið var sem mest, þá skipaði Gissur biskuv Einarsson svo fyrir, að prestar hins nýja siðar skyldu, lesa upp úr Korvins-postillu á hverjum helgidegi í. kirkjunum. Kom hún þeim í góðar þarfir, því að þeir voru allir fáfróðir í orði Guðs. Siðbótar-skólamir voru ekki stofnaðir fyrr en 1552 og 1553 í Skál- holti og á Hóium, svo að prestar áttu eng- an kost á neinni menntun á dögum Giss- urar biskups (t 1548). Postillan er í miklu þunglamalegri og óíslenzkulegri orðbúningi en Nýjatesta- mentið. En líf og andi siðbótarinnar býr þó í henná, þrátt fyrir það. Oddur þýddi líka fyrstur Fræði Lúthers, og var prestum fyrirskipað að lesa þiu upp í kirkjum, ásamt postillunni. Postili- una gaf Oddur út í Rostock á Þýzkalandi (1546) og Fræðin sömuleiðis. Postillan er útleggingar á helgidaga- guðspjöllunum árið um kring. Alt er þar rökstutt með orðum Krists, posiulanwi og spáviannanna, jöfnum höndum. 1 útleggingunni yfir páskaguðspjallið styðst höfundurinn einkum við skilning Páls postula á dauða Krists og upprisu (Róm. 6); en sérstaklega leggur hann þó út af Róm. h, 25. Höfundurinn segir meðal annars: Eg tríd á upprimna. Eins og þetta at- riði trúarjátningar vorrar er torvelt að slcilja,, svo er það mjtsavvt til sáluhjálpar og réttlætingar. Páll postuli segir: »Kristur er dáinn vegna misgjörða vorra og upprisinn vegna í-éttlætingar vorrar. (Róm. 4, 25). Hann eignar fyrirgefningu syndanna pínu og dauða Drottins, útrunnu blóði hans. Og það er sannleikur, að syndin verður eigi numin burtu með öðru verki né verðleik- um, eins og Jesaja spámaður hefir sagt: Hann var særður vegna vorra misgjörða og lemstraður vegna synda vorra. (Jes. 53, 5). En jafnframt eignar postulinn réttlœtingu vora upprisu Krists. Ef ég vil losna við syndir mínar, þá verð ég að trúa því, að ég geti það ekki fyrir sjálfs míns verk né verðleika, held- ur einungis fyrir dauða Drottins Jesú Krists, Og sömuleiðis ef ég vil verða réttlœttur (lifa Guði), þá verð ég að öðlast. réttlæt- inguna fyrir upprisu Drottins (aðstoð hans anda). En þar sem sáluhjálp vor er komin und- ir dauða og upprisu Jesú Krists, þá er það líka næsta áríðandi, að vér tileinkum oss hvorttveggja með því að tríui því örugg- lega. En vér ónýtum gildi upprisunnar, þrátt fyrir játningu vora, með því að treysta vorum eigin verkum og eigna þeivi rétt- lætinguna, Ef þú vilt ganga beinasta veginn og ekki draga úr ve-rðleikum Jesú Krists, þá verður þú að trúa þvi, að hann hafi ekki aðeins dáið og upp risið (fyrir alla syndara), heldur líka, að hann hefi gert það vegna þín, numið burtu þínar syndir með dauða sínum og réttlætt þig með upp- risu sinni. En jafnframt hefir hann stofnað ríki sitt með upprisunni, auglýst kröftuglega, að hann hafi sigrað syndina, dauðann og djöfulinn og allt sé á valdi hans og vilja á hirnni og jörðu og að hann varðveiti sína og veiti þeim hlutdeild í sínu himneska ríki og krefst þess eins af oss, að vér trúum á hann, deyjum syndinni og göngum svo í endurnýjwn lífsins, (Róm. 6, 8—11). Bjami Jónsson.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.