Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 16
84 HEIMILISBLAÐIÐ um hefði verið mikið yndi að því að vera með 'okkur!« »Fyrirgefið, höfuðsmaður, ég verð eftir hjá yður. Doktorinn getur haft umsjón með úlföldunum okkar«. »Viljið þér gera svo vel að hlýða, þeg- ar ég skipa yður í bakliðið. Ekki eitt orð meira. Það er nauðsynlegt, ef tilgangi vc.r- um á að verða, náð með þessum leiðangri að annarhvor okkar tveggja sjái til að vio höldumst, á lífi«. »En þá get ég eins sýslað um rafmagns- hlaðann?« »Nei«, svaraði Orme alvarlega. »ö, þarna eru, þeir þá loksins búnir að brjóta upp hliðin«. Og hann benti á hóp ríðandi og gangandi Funga, sem ruddust fram veginn frá hliðinu, þar sem þeir höfðu stað- ið og hrinið og gólað. »Svona, þektu nú úr foringjann og skjóttu hann! Ég verð að setja dálitla hömlu fyrir þá, til þess að þeir geti komið allir í einu lagi, en ekki svona dreift«. Við tókujn nú upp byssur vorar og gjörð- um eins og Orme sagði fyrir. Og svo var mannþyrpingin þarna þétt, að þótt við heföum mist marks, af einum, þá hefðum vér hitt annan, og vér drápum og særðum marga, þeirra. Ahrifin af manntjóninu, bæði foringja og þá ekki síður hinna ó- breyttu, urðu eins og Orme hafði hugsað sér. Hermenn Funga dreifðust til hægri og vinstri, þangað til aftasti hluti forgarðs- ins varð fullur af þeim, svo þúsundum skipti. Það. var heilt haf af mönnum og yfir það haf létum við kúlunum rigna, eins og þegar strákar varpa steinum út yfir sjóinn. Loks. hrundu þeir, sem aftastir stóðu, hinum fram, og allur þessi hamsla.usi ringulreiðarflokkur tók nú að brjótast fram yfir forgarðinn með það eitt í huga, að eyða þessum þremur hvítu mönnum, sem höfðu þessi riyju, ógurlegu vopn. Al- drei hefi ég nú séð annað eins. »Hæt,tið að skjóta og gerið eins og ég hefi fyrir mælt«, sagði Orme. Þaðan, sem við stóðum, gátum við séð gegnum hvelfinguna og inn á svæðið á bak við hana. Nú leit það út eins og á stórri sunnudagssamkomu, í skemtigarði Lund- úna (Hyde Park), svo troðfullt var það at’ fólki, og fremstu raðirnar voru komnar fram hjá steinhlaðinu, sem líktist altari, í miðjum garðinum. »Hvers vegna loftar hann ekki vitund út hjá geitungunum þarna«, tautaði Kvik. »Og ég veit, hvað hann er slunginn. Sko!« Og svo benti hann á Orme, hvar hann hafði skriðið á bak við þann hluta, hliðsins, sem ekki var opnaður, okkar megin við hliðið, og einblíndi yfir brúnina á því, og hélt á rafmagnshlaðanum í hægri hendi. Hann vill fá þá nær sér, til þess að bærist því betur í veiði. Ho —!« Eg heyrði ekki meira af því, sem Kvik sagði, því að skyndilega var sem jörðin hristist og allt loftið varð í einu báli. Eg sá nokkurn hluta af múrnum umhverfis garðinn steypast út á við og þjóta í loft upp. Ég sá hluta af lokaða hliðinu, sem bronsihurðin var fyrir, losna, og hoppa svo dátt í áttina til okkar og á undan hurð- inni sá ég mann þjóta. Meðan við vorum næstum utan við okk- ur að halda úlföldunum í skefjum, svona ruglaðir eins og við vorum af hristingn- um, þá kom sami maðurinn eins og hon- um væri slöngvað undan dansandi hliðinu. reikandi, eins og drukkinn væri. Og gegn- um allt rykið og ruslið, sem allt var á ferð og flugi kringum okkur, sáum við að þetta var Orme. Hann var svartur í framan og fötin hengu utani á honum í tætlum þvi nær öll og blóðið vall úr sári á höfði hon- um niður í brúna hárið á honum. En í hægri hendinni hélt hann enn á lit-la raf- magnshlaðanum, og þá vissi ég, að hann hélt, öllum sínum limum heilum. »Þessi sprenging tókst giftusamlega.«, sagði hann all-hásum rómi. Sprengjur Bú- anna jafnast ekki á við þetta nýja sprengi- efni. En skundum nú af stað, áður en óvin- ir okkar ná sér eftir landskjálfta.nn«. Og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.