Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 87 »Var það ekki það, sem ég sagði að þessi holdugi karl væri fyrsta flokks lúðurþéyt- ari«, sagði Orme magnvana; en Kvik hróp- aði af mikilli fyrirlitningu: »Góðu guðir, en það föruneytik Á sama augnabliki varð almenn manna- ferð upp yfir fjallskarðið, þar sem alt þetta hafði átt, sér stað. Vér sáum skyndi- lega þrjá Funga-höfðingja koma til móts við oss á harðastökki. Einn þeirra hafði hvítan dúk fyrir andliti sér, nema hvaö göt, voru klipt á fyrir augunum. Hvarf þá öll mergðin til baka, svo að ekki voru aðr- ir eftir en við þrír á úlföldunum okkar, og drotning þeirra Abatanna. »Þetta eru sendiherrar Funga«, sagði Maqueda, er hún virti hina komandi ridd- ara, Báru þeir hvítt, flagg á spjóti. »Doktor, vilt þú og vinir þínir koma með mér og tala við þessa sendi,menn?« Hún beið ekki svars, heldur reið fimtíu metra eða, svo fram á sléttuna. Þar stöðvaði hún fák sinn og beið þangað til við höfðum snúið úlföldum vorum fram á leið og kom- ist til hennar. Um leið og við gerðum það, komu þrír Fungar á harðastökki á móti oss. Þeir voru hinir glæsilegustu, þessir svörtu karlar, og bentu með lensunni í áttina til okkar. »Verið þið ósmeykir, vinir«, sagði Maqu- eda, »þeir hafa ekkert ilt í huga«. Rétt í því er hún sagði þetta, bráðstöðv- uðu þeir hesta sína að hætti Araba, lyftu spjótunum og heilsuðu. Að því búnu talaði foringinn — en ekki þó sá, sem hafði slæð- una um höfuðið — á mállýzku, sem ég sklldi mætavel, því að ég hafði dvalið árum saman meðal villimanna í eyðimörkinni. »Ö, Walda Nagasta, dóttir Salómós«, sagði hann, »vér erum sendimenn frá Bar- ung soldáni vorum. Og það eru orð hans, sem vér flytjum hinum hraustu, hvítu mönnum, sem eru gastir þínir. Svo segir Barung: »Þér, hvítu menn, eruð hetjur, eins og »sá feiti«, sem ég hefi tekið til fanga. Þér þrír einir hafið varið hliðið gegn her mínum. Með vopni hins hvíta manns drápuð þér oss í fjarlægð, ýmist þenna eða hinn. Og svo að lokum. gerðuö þér með voðatöfrum þrumur, eldingar og landskjálfta, og senduð oss með því hóp- um saman í faðm Guðs vors. Múrar vorir hrundu yfir oss, en út úr þessu víti slupp- uð þér sjálfir. Og nú, þér hvítu menn, heyrið þá kosti, sem Barung býður yður: Hverfið frá þass- um ístramögum, Abötuuum, þessum öp- um, sem tala óskiljanlega tungu, og fela sig í f jöllunum, eins og hérar, og komið til Barungs! Hann mun ekki aðeins sjá fyrir lífsuppeldi yðar, heldur og öllu öðru, sem þér óskið — landi, konum, og hestum. Þér skuluð verða, hátt settir í ríkisráði hans og lifa farsælu lífi. Enn fremur m.un hann yðar vegna, reyna að þyrma lífi bróður yð- ar, »hins feita«, augun í honum eru eins og svartar glerrúður, og reyk hvæsir hann úr munni sér og lítilsvirðir óvini sína svo, að aldrei höfum vér vitað neinn annan gera slíkt áður. En þótt prestarnir hafi dæmt hann tdl fórnar að fyrstu blótveizlu í Harmac, þá mun soldán reyna að bjarga honum. Og það getur soldán ef til vill með því — líka, ei,ns og »söngvari Egipta«, — að gera hann að presti í Harmac og vígja hann þeim guði, sem hann kveðst hafa lií- að í trúnaði við í þúsundir ára. Þetta er boðskapur vor, hvítu menn!« •Ég þýddi efni ræðunnar fyrir þeim Orme og Kvik. Og ég sá, að Maqueda hafði skii- ið ræðuna, af þeirri geðshræringu, sem kom í ljós hjá henni, þegar Fungarinn fór niðrandi orðum um ættstofn hennar. Orme var þá með öllu ráði og svaraði: »Biðjið sveina þessa að bera soldáni sín- um þau orð frá mér, að hann sé heiðurs- maður og vér þökkum honum mikillega fyrir boðið. Segið honum líka, að okkur falli það sárt, að vér h.öfum orðið svo mörgum þegnum hans að bana.. En ég vona, að hann skilji að vér vorum neyddir til að gera. þetta til að frelsa líf sjálfra vor. Segið honum ennfremur, að síðan vér höfum haft tilefni til að komast að raun

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.