Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 93 BJARNl JONSSON: JÓHANNES IÍEPLER [Frh.] Sá brennand'i áhugi og þolgæði, sem. Kepler var gefinn er sjaldgæfur hjá vís- indamönnum. Jafnvel þó hann bærist út á brautir frumspekinnar, þá misti hann ajdrei sjónar á því, sem hcinumi einmitt var ætlað að finna., Hann hafnar hispurslaust hverri tilgátu, sem hann ga,t, eigi samrýmt við vaxandi þekkingu sína á náttúrufyrir- brigðunum sjálfum. Engar uppgötvanir geta frumlegri verið en lögin, sem við hann eru kennd síðan, eða eiga jafnlítinn, stuðn- ing í tilgátum fyrirrennara hansi; þarf eigi annað en benda, á útreikning hans á þvi, að Merkúríus og Venus muni ganga fyrir sól á ákveðnum degi, til að sanna það. Fullnægjandi sönnun fyrir elju hans er það, að hann gaf út 33 rit. á árunum 1506 —1630 og átti þar að auki 22 bindi í hand- riti. Sjö þeirra eru bréf hans til vina og vísindamanna, er honum voru samtíða. bll rit hans (handritin líka) voru gefin út í 8 bindum í Frankfurt 1858—70. Eins, og auðskilið er þurfti Kepler á all- miklu. fé að halda t.il að kosta, útgáfu allra þessara rita, því að eigi hraðseldust sum þeirra, þa,r sem þau voru eigi ætluð nema lærðum mönnum. En þótt hann væri oft í fjárkröggum af þeim ástæðum, sem fyrr eru greindar, þá blessuðust svo efni han,s, að hann var alls eigi blásnauður maður. er hann dó. Hann var fjölskyldumaður, átti 5 börn með fyrri konu sinni og 7 með hinni síðari; en ekki náðu nema 2 þeirra fullotrðins aldri, sonur og dóttir. Kepler var gefið fjörugt og sískapandi ímyndunarafl. Þaðan kom honum þróttur- inn til að leggja, á sig hið stranga starf, sem uppgötvanir hans eru ávöxturinn af. Af ritum hans má ráða að hann hafði verið jafnhneigður fyrir hina skáldlegu frurn- speki sem sönn vísindL Það blandast iðu- lega saman. Þegar kemur út fyrir sólkerfi vort, þá ræður frumspekin eingöngu skoð- unum hans. En hins vegar sýnir hann fram á það með óyggjandi rökum, að aliar braut- ir jarðstjarnanna, liggi um miðpunkt sól- ar og að sólin ráði öllum hreyfingum þeirra. Fyrir því er hann talinn frumkvöðull nátt- úrlegrar stjörmifrœði. Það er eigi annað hægt en að stórfurða sig á öllu þvi, sem Kepler afkastaði, eins Ojg það var þó margt, sem virðist hamla. Heilsa 'hans er aldrei traust,, reiknings- kunnátta hans í ófullkomnu lagi lengi fram eftir, frátafirnar margar og áhyggjur hans miklar í tímanlegum efnum'. En hugvitiö hans óg stáliðnin hans .eins, og vissi ekki af neinum hömlum. Þess vegna tókst hon- u,m að ná hinu hæsta sigurmarki hugvits- snillinnar: að gefa mannkyninu hið bezta af því, sem honum var sjálfum gefið af Drattni. 1 einka-framkomu sinni var Kepler jafn- aðarlega ástúðlegur maður, þrátt fyrir ör- lyndi sit,t. Og svo var hann göfuglyndur. að ávallt viðurkenndi hann gildi annara manna og varð það honum alla æfi hlífi- skjöldur fyrir verstu skeytum öfundarinn- ar. Líf hans var fullt af ótal áhyggjuefn- um, en aldrei unnu áhyggjurnar bug á honum. Hvaðan kom honum krafturinn tO að hrista af sér áhyggjurnar og varðveita göf- ugar tilfinningar í sálu sinni? Það skín s,vo að kalla út úr hverju riti hans, að hann var einlægur trúmaður. Hér er ekki aðeins að ræða um bænir þær og áköll til Drottins, sem standa fyrst og síð- ast í ritum hans, né það er hann vegsam- ar Guð fagnandi út af því, að honum hef- ir tekist að uppgötva eitthvað nýtt,. Sér- hver rannsókn hans stjórnast af þeirri barnslegu og guðrækilegu hugsun, að hann, sem sér allt og veit, sem allt hefir skapað og öllu stjórnar, geti einn gefið sér skiln- ing á þeim lögum, sem náttúran hlýðir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.