Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 119 ÚTLEGÐIN NinCILá 1 borginni Vlacli- mir bjó ungur kaup- maður, Ivan Dmit- rich Aksionov að nafni. Hann rak tvær verzlanir og bjó í eigin húsi. Aksionov var laglegur maður með ljóst, hrokkið hár, gamansamur og söngvinn mjög. I æsku hafði hann verið vlnhneigður og óeirðagjarn, ef hann neytti þess um of. En eítir að hann hafði gifzt hætti hann að drekka, nema örsjaldan, að slíkt bar við. Sumar eitt hugðist Aksionov að fara á markaðinn í Nizbny. Pegar hann kvaddi f jölskyldu sína, mælti kona hans við hann: »Leggðu ekki af stað í dag, Ivan Dmitrich. Mig hefir dreymt illa viðvíkjandi þér. Aksionov hló og sagði: »Þú ert hrædd um, að ég verði ölvaður, þegar ég kem á markaðinn«. Kona lians svaraði: »Ég veit ekki um hvað ég er hrædd. En það eitt veit ég, að mig hefir dreymt illa. Mig dreymdi, að þú kæmir heim aftur frá borginni. Og þegar þú tókst ofan, sá ég, að hár þitt var alveg grátt«. Aksionov hló.. »Þetta er gæfumerki«. sagði hann. Sj'áðu bara til, hvort ég sel ekki allar vörur mínar og færi þér ein- hverja gjöf, þegar ég kem af markaðinu,m«. Síðan kvaddi liann fjölskyldu sína og ók brott. Miðrar leiðar mætti hann kaupmanni, er hann þekkti. Um nóttina gistu þeir í sama veitingahúsi. Þeir drukku te saman. Síðan gengu þeir til náða. Var skammt milli herbergja þeirra. Aksionov var maður árrisull. Hann vildi gjarna halda áfram för sinni, meðan svalt væri í veðri. Hann vakti því ökumann sinn fyrir dögun og bauð honum að beita hest- unum fyrir vagninn. Síðan, hélt hann á fund veitirigamanns- ins og greicldi reikning sinn. Því næst hélt hann för sinni áfram. Þegar hann hafði ekið um tuttugu og fimm mílur, áði hann, til þess að hestarn- ir gætu fengið fóður. Aksionov hvíldi sig um stund í fordyri veitingahússins. Síðan gekk hann inn í veitingastofuna. Hann bauð að samóvari yrði kynntur, og tók því næst fram gítar sinn og "hóf aö leika á hann. Skyndilega ók þar að þríeykissleði með hringjandi bjöllum. Einn af embættismönnum ríkisins birtist sýn. Tveir hermenn fylgdu honum eftir. Hann gekk til Aksionovs og hóf að spyrja hann spjörunum úr. Hann spurði hver hann væri, og hvaðan hann kæmi. Aksionov svar- aði spurningum hans greiðlega og mælti: »Myndir þú ekki vilja drekka með mér te?« En hinn hélt áfram að gagnspyrja hann: »Hvar gistir þú í nótt? Varst þú einn, eða með öðrum kaupmanni? Sást, þú hinn kaupmanninn í morgun? Hvers vegna yfirgafst þú ■ veitingahúsið fyrir dögun?« Aksionov undraði það, hví hann var spurður allra þessara spurninga.. Samt skýrði hann frá öllu því, sem við hafði borið. Svo bætti hann við: »Hvers vegna gagnspyrð þú mig, eins og ég væri þjóf- ur eða ræningi? Ég ferðast í mínum eig- in erindagerðum. Það er engin ástæða til að spyrja mig þannig. Þá kallaði embættismaður ríkisins á her- mennina og mælti: »Ég er lögreglustjóri þessa héraðs, og ég legg þessar spurning- ar fyrir þig af þeirri ástæðu, að kaupmað- urinn, sem þú dvaldir með í nótt, hefir fundizt skorinn á háls. Við hljótum að leita í hlutum þínum«. Þeir fóru inn í húsið. Hermennirnir og lögreglustjórinn umsneru farangri Aksio- novs og leituðu í honum. Skyndilega dró embættismaður ríkisins hníf úr poka ein- um og hrópaði: »Hver á þennan hníf?« Aksionov leit á hann. Og þegar hann sá, að blóði drifinn hnífur var dreginn úr poka hans, varð hann skelkaður. »Hvernig víkur þvi við að hnífurinn er blóðugur?« Aksionov reyndi að svara. En hann gat vart mælt orð frá munni og gat aðeins stamað fram: »Ég veit, það ekki, ég á hann ekki«. Þá mælti lögreglustjórinn: »1 morgun fannst kaupmaðurinn í rúmi sínu skorinn á háls. Þú ert eini maðurinn, sem getur hafa gert það. Húsið var læst að innan, og engínn annar var þar. — Hér finnst, þessi blóðugi hnífur í poka þínum, og and- lit þitt og látbragð kemur upp um þig. Saga oftiir LEO TOLSTOY

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.