Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 26
126 HEIMILISBLAÐIÐ líka miklu þýðingaríkari merkingu, en draumar venjulegra nátta. Þá sá unga fólkið inn 1 lönd framtíðarinnar. Stúlkurnar höfðu sérstakan viðbúnað til þess að þetta kæmi nógu skýrt fram. I félagi elduðu þær sér draumagraut og bök- uðu pönnukökur. Þær tóku einn hnefa af mjöli og annan af salti og hjálpuðust svo allar að, við að hræra þetta út í vatn og sjóða og baka — allar urðu. þær að eiga sitt handtak við verkið. Og þegar þær svo borðuðu grautinn og pönnukökurnar urðu þær að finna sér sæti einhversstaöar, þar sem þær höfðu aldrei setið áður. Eins og gefur að skilja urðu þær mjög þyrstar af fæðunni og um nóttina dreymdi þær, að ungur maður kæmi til þeirra og byði þeim að drekka. Það var þeirra vænt- anlegi elskhugi og mannsefni. Annað ráð var það — og miklu róman- tískara — að stúlkurnar gengu út á engj- ar bjarta Jónsmessunóttina, stukku yfir 9 girðingar og tíndu 9 villiblóm, mismum andi tegunda. Þetta urðu þær að gera án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Það var ekki ótítt, að ungu piltarnir notuðu sér tækifærið og veittu þeim eftir- för og hefðu, í frammi við þær ýmsar glett- ingar til þess, að koma þeim til að hlæja, hljóða eða tala — því þá var spilið tapað. Og það er ekki laust við að eldra fólkið kými, þegar það segir frá þessu. — E. t. v. hafa líka æfintýr veruleikans stundum lokkað meir, en hinir væntanlegu draum- ar, þegar fólk var á annað borð komið út í víðavang hinnar heiðu . nætur. En gengi allt slysalaust,, lögðu heima- sæturnar blómknippið undir koddann og fengu að sjá piltinn sinn í draumi. En hefði þetta nú allt saman farið í handaskolum, einhverra orsaka vegna, er það enn eitt ráðið, að unga stúlkan fer einförúm út á rúgakurinn, velur sér þrjú strá, sem standa hlið við hlið, og klippir toppinn af öxunum, svo. að þau verði öll nákvæmlega jafn löng.. Síðan bindur hún rauðan enda um eitt- stráið, grænan um annað og svartan um hið þriðja. Að nokkr- um dögum liðnum fer hún síðan út á ak- urinn og athugar hvaða strá hafi lengst mest. Hafi græna stráið vaxið mest giffc- ist hún á þessu ári, ef það er það rauða, verður hún fyrir einhverri sérstakri ham- ingju eða gleði, en sé það svarta stráið boðar það sorg. Hátíð sólar, söngs og ásta. En nú skulum við snúa okkur að Jóns- messunni eins og hún var haldin hátíðleg í sveitinni minni í Svíþjóð, þar sem ég dvaldi, sumarið 1938. Jónsmessan í Sví- þjóð er eins, og áður er sagt: Hátíð sólar, s'óngs og ásta— og hún, er fyrst og fremst hátíð sveitanna og svið hennar er hin guðs- græna náttúra og hún er óhugsanleg án sólar og veðurblíðu. Aldrei er' straumur fólksins úr borgunum eins ör út á lands- byggðina, sem um miðsumarshelgina, enda hefst nú sumarfríið hjá mörgum sem eru í fastri atvinnu. Allar járnbrautarlestir eru troðfullar af fólki, bifreiðar, bifhjól og reiðhjól eru á ferðinni í þúsundatali. um vötnin bruna flutningsbátar og skip. I skógunum í nánd við skemmtistaði og baðstaði rísa upp óteljandi tjaldbúðir þessa fólks. og byggða æskunnar, sem leggst út að kvöldi þess 22. júní og kemur ekki heim fyrr en að morgni þess 25. eða síðar, ef það má eyða miklum tíma. Aldrei eru sam- vistir ungra pilta og stúlkna eins for- dómalausar og frjálslegar sem þessa daga. Enda er það gömul trú, að á öllum viðj- um slaki á Jónsmessunótt. Mörg tryggða- bönd, sem traust hafa reynst til æfiloka, hafa verið knýtt á slíkum stundum. En við þessi dægur eru líka að sjálfsögðu margar ljúfsárar minningar tengdar. Næt- ur og daga reika. ungir elskendur um skóg- ana í gleði æskunnar, baða sig í sólvolg- um tjörnum eða róa smáfleytum umhverf- is hólma og skógi vaxnar eyjar — í sól- skini eða undir bláum næturhimni mið- sumarsins. Stundum eru líka tendruð bál

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.