Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 28
128 HEIMILISBLAÐIÐ raenn geta tekið með sér út í skóginn, mjólkurveitingastaðir, ölsaiar, rjómaís, ávextir, heitar pylsur, sælgæti, tóbak, blöð og ajðgöngumiðar að danspallinum. Við skógarjaðarinn, og hér og þar um leik- svæðið, liggur og stendur fólk í smáum og stórum hópum, eða lahbar um og gerir að gamni sínu. við kunningjana. Hér liggja piltar og stúlkur í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru og kasta á milli sín blómknippi. I útjaðri gárðsins rennur lygn á með hvítum svönum. Undir tré rétt við ána er bekkur — þegar ég kem þar í námunda standa tvær ungar manneskjur upp og leið- aslfc burt. I sandinn fyrir framan bekkinn hefir ver- ið skrifað með stórum stöfum: »Jag álskar dig«. Og þau hafa ekki tímt að strjúka það út. En þessu skrifi eru þau örlög bú- in að traðkast út af annara fótum. Von- andi endist þessum unglingum lengur gleði þeirra.. Allsltaðar er fólk, ungt fólk, og það er bros og gleði í hverju auga og ganian á allra vörum. Dansinn er löngu byrjaður og tónbylgjur hljómsveitarinnar flæðá um allan garðinn og skóginn í nágrenninu. ösjálfrátt dettur mér í hug Laugardags- kvöld Gustavs Frödings, sérstaklega þess- ar vísur: »Pað var kátt hérna á laugardagskvöldið á Gili, það kvað við öll sveitin af dansi og spili, það var hó! Pað var hopp! Það var þæ! Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi, þar úti 1 túnfæti dragspilið þandi, hæ, dudeli! dudeli! dæ. Inni i döggvotu kja.rri var hvislað og hviskrað og hlegið og beðið og ískrað og piskrað meðan hálfgagnsætt húmið féll á, það var hlaupið og velzt yfir stokka og steina og stunið og hjúfrað í laufskjóli greina — »sértu að hugsa um mig, hafðu mig þá!« Og þannig líður dagurinn í sól og gleði, söng og dansi. Svo tínast farartækin burtu eitt. og eitt og fólkið tvístrast. Hljómsveit- in hættir spili sínu og danspallarnir tæm- asifc, fánarnir eru dregnir niður af stöng- unum. Sól er hnigin til viðar. En æskan reikar um skógana lengi næt- ur. Það er vakað í þúsundum tjalldbúða, sungið og spjallað. Sumstaðar eru kveiktir eldar og þar safnast fólkið saman og syng- ur og leikur á hljóðfæri, unz sól hins næsta dags rennur. Þá taka þeir saman pjönk- ur sínar í skyndi, er þurfa að fara heim til hversdagsannanna, hinir sem enn eiga sér einn hvíldardag eða fleiri, skríða inn 1 tjöldin sín og sofna. Daginn eftir las ég 53 trúlofunartilkynn- ingar í aðalblaði lénsins, þar af 6 heima- sætur lofaðar af sama bænum — þrjár af hvorum — og þrjú systkini af þeim þriðja. »Sértu að hugsa um mig hafðu mig þá«. »Om. du inte har varet. med pá en mid- sommarfest, sá har du inte varet i Sverge«, segir svenskurinn. Jónsmessugleðinni verður ekki lýst með orðum, svo til hlýtar sé, sá fögnuður er af sama toga spunninn og hamingja hins, unga manns, sem á fegurstu ástaræfintýri sín tengd sólskini og grænum skógi. Slikar stundir eru óþrjótandi uppsprettulindir fagurra endurminninga. Þannig er Jóns- messan í Svíþjóð, ekki einungis útlending- um, heldur öllum þeim, sem kunna að njóta þess sem fagurt er og gott. Jón úr Vör. Flökkukarl gisti eitt sinn á bæ. Um nóttina vaknar hann við hljóð’ úr konu, sem var að ala barn. Þegar karl h.efir hlustað á þetta um stund, kallar hann til heimilisfólksins: »Drífið þið bara hoffmannsdropa ofan í hana. Ég heyri að þetta er samai ótuktin sem gekk að mér hérna, um nóttina«. Ljósmóðir (kemur inn í skrifstofu skálds tií að tilkynna því að kona þess hafi alið barn): »Það er drengur«. Skáldið (niðursokkið I störf sín): »Spurðu hann, hvað hann vilji mér«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.