Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 30
130 HEIMILISBLAÐIÐ liennar. Hún varpaði sér í faðm Lenu, sem ýmist grét eða brosti, en Jón bar Sólveigu í fanginu heim að bænum. Bærinn var lít- ill en snotur. Pegar þau komu að dyrun- um, staðnæmdist Guðríður og horfði í kringum sig. Útsýnið var fagurt, mjór fjörðurinn, en ekki nema eitt býli sjáan- legt hinumegin. Ilún sá svo glöggt fólkið, er pað gekk um túnið, en hyldjúpur fjörð- urinn á inilli. »Elskan mín, gakktu í bæinn«, sagði Jón. Lena leit til Guðríðar og gekk svo inn. Guðríður sendi brennheita bæn upp til skaparans. Hún beiddi hann að styðja sig og styrkja og lijálpa sér að vinna trú- lega pað æfistarf. sem hún hefði valið sér. Dálítil máríerla skaust á bæjarbustina og sat par og söng dillandi rómi. Guðríður horfði á hana bláu augunum sínum fullum af tárum. Jón kom og tók liana í faðm sér. Hún lagði hendur um háls honum og sagði: »Aðeins að lcoma mín færi pér hamingju eins og pú verðskuldar«. »Lú ert búin að gera mig að gæfumanhi, elskan mín, en komdu nú, litlu dóttur okkar leiðist«. ¥ t, t ¥ Friðrik bróðir Jóns dó um haustið, en pá var Guðríður búin að vinna svo hug hans með framkomu sinni að hann elskaði hana sem systur. Að tveimur árum liðnum fæddist peim Jóni og Guðríði dóttir; pau létu hana heita Guðrúnu. »Er ekki gaman að geta kallað hana Dúddu«, sagði Guðríður brosandi, »og skrifað nöfnu pinni pað?« Nú var Guðrún gift og komin norður í land. Yar maður hennar prestur í afskekktu brauði í Norðurlandi. Var yfir fjörð að fara í kaupstaðinn, en á veturna lagði ís yíir fjörðinn, og var pað pá fjölfarnara. Guðrúnu fannst par afskekkt fyrst í stað. Þær skrif- uðust stöðugt á Guðríður og hún og héldu vináttu sín á milli. Úá er pau Jón og Guðríður höfðu verið ö ár í Hlíð dó lama gamla. Varð hún peim öllum harmdauði. Henni hafði auðnast að lifa pað, að, sjá Guðríði í farsælu hjóna- bandi og móður priggja barna. Kvaðst Guðríður aldrei fá hennar líka. Annars leið peim vel í IHíð og samgöngur yfir fjörð- inn voru mjög greiðar, á eina býlið, sem nærri var. & úannig liðu 15 ár. Guðríður var ánægð pó hún ætti 4 börn kornung í viðbót og hefði punga vinnu, en Jón var orðinn hæruskotinn í vöngum, pví hann vann eins og víkingur, til pess að Guðríði og börnunum liði vel. Sólveig var orðin 20 ára. Svo var hún fríð, að hún var að auk- nefni kölluð Hlíðarsól. Móðir liennar unni henni heitt, en Jón var pess færri við hana sem hún vitkaðist meira. Ef hann leit á hana, sýndist honum par Ágúst lif- andi kominn. Hún var hans lifandi eftir- mynd. Framkoma hennar var kát og fjör- ug að jafnaði. Pó gat hún setið tímunum saman og horft með punglyndissvip út eftir firðinum, par sem hún sá gluggana á Kárs- eyrarkaupstað blasa við. Otpráin var orðin svo sterk í sál hennar, að liún réði varla við hana, en mætti par stakri mótspyrnu hjá móður sinni, og fylgdi Jón par konu sinni að málum, enda pótt honum í annan stað pætti nóg til að fæða heima. En Sól- veig var prálynd, og kom varla sá dagur, að ekki vekti hún máls á pví, livað hún mundi komast áfram, ef kún fengi tæki- færi til pess. Sagði hún pví oft í gremju, að foreldrarnir væru ekki til fyrir börnin, heldur börnin fyrir foreldrana. Pað kom svo loks að pví, að hún var ráðin vetrar- tíma að Kárseyri. Póttist hún nú liafa himin höndum tekið, en móðir hennar grét sárt, Hvernig færi nú, ef hún félli fyrir freistingunum. En pegar hún vék að pví við Sólveigu, að vera vönd að virðingu sinni, pá hló hún og sagði: »Mér er alveg óhætt, mamma, ég ætla mér dálítið annað, en pú heldur. Já, ég skal sannarlega koma mér áfram. Yertu viss«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.