Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 131 Iljónin, sem Sólveig var hjá, báðu um hana til sláttar og buðu gott kaup, pví peim féll svo vel við hana og hún kom sér svo vel. Lét Guðríður tilleiðast, af pví líka að Sólveig hafði látið pað eindregið í Ijós, er hún var lieima um jólin, að hún færi til Reykjavíkur um haustið. Pegar komið var seint í maí, fór Jón í kaupstað að Kárseju-i, en er hann kom aftur, sá Guðríður strax að eitthvað var að. Jón kom með tvö bréf til hennar. Var annað frá Dúddu, sem leið vel og átti tvær dætur 10 og 12 ára gamlar. Ilitt var frá foreldrum hennar, sem sögðu henni, að eins og pau hefðu skrifað henni um veturinn, væru pau nú á förum í kaup- staðinn alfarin, og ætluðu nú að leigja hjá Helga föður Dúddu. Mættu hún ekki búast við, að pau kæmu að fmna hana, pau treystu sér ekki til pess, en allt af væru pau að vonast eftir komu liennar. Guðríður brosti biturt. Ilvernig átti hún að komast frá búi og börnum? Og pó langaði hana sannarlega. En hún komst ekki, pegar Sólveig vildi ekki vera heima. Og var henni ekki nokkur vorkunn? Hafði Jón ekki breyzt við liana nú í seinni tíð? Ekki gat hún gert, að útliti sínu, blessað barnið. Guðríður leit á Jón. »Pú heíir pá ekki haft lyst á að borða?« sagði Guðríður pýðlega. >Nei«, sagði Jón stutt. Svo bætti hann við í geðshræringu: »Ég tala við pig í kvöld, pegar börnin eru sofnuð«. »Veigu líður vel«, spurði Guðríður. »Ekki varð annað séð«, svaraði Jón. :Jc »Guðríður, elskan mín«. sagði Jón um kvöldið, injög hryggur, »nú verð ég að valda pér sárrar sorgar og rífa upp gömul sár«. g Guðríður fölnaði. »Nú er Ágúst á Kárseyri«. »Hvað kemur pað mér við?« sagði hún rólega. »Góði vinur minn, sú opna er nú löngu lokuð í lífsbók minni. Mér pætti gaman að sjá, hvaða áhrif hann gæti haft á mig«. Hún hallaði sér að Jóni og kyssti hann ástúðlega. »Pað er ekki búið enn, elskan mín, pví miður. Fólk skrafar, — já, pað segir staf- laust að — — —« Jón stamaði. . »Segir hvað?« spurði Guðríður forviða. ^Pað segir að hann og Veiga séu trú- lofuð, enda sé hjónasvipur með peim«. »Mikli Guð, varðveittu barnið mitt!« lirópaði Guðríður. Pví næst leið yfir hana. Pegar hún raknaði við aftur, var lnin óhuggandi. •Petta hefi ég allt af pví að leyna fað- erninu fyrir Sólveigu«, sagði hún. »Vertu róleg, elskan mín«, sagði Jón og var skjálfraddaður. ‘Petta er kannske ekki nema rugl, en liúsmóðir hennar gat pess pó við mig, og hefir víst haldið að pað gleddi mig, — en liann, sem er orðinn fertugur — —«. »I3að hefir oft komið fyrir, að 20 ár séu á milli lijóna«, sagði Guðríður, »en bezt væri að fara strax og finna hana og taká hana heirn. En ef petta væri nú orðið«, bætti hún við og andvarpaði, »pá má Guð öllu ráða«. »Við ættum að pekkja Ágúst«, sagði Jón pungbúinn. Daginn eftir flutti Jón Guðríði yfir fjörð- inn, og paðan fékk hún sig ílutta að Kárs- eyri. Voru pá 9 ár frá pví hún hafði kom- ið par síðast. Guðríður var mikið breytt. I5að vissi lnin, að Ágúst myndi ekki pekkja sig. Ilún var lítið lík 17 ára telpunni, er hann kvaddi í Haga forðum. Hún gekk upp steinbryggjuna, sem hún hafði lent við. Hún leit hálí'forviða í krjng um sig. Pessi ár höfðu orðið par mikil umskifti. Mörg stór og falleg hús voru nú komin á Kárseyri, síðan hún kom par fyrst fyrir 20 árum. Gata var komin eftir endi- löngu kauptúninu og steinlögð gangstétt. En var petta ekki Sólveig, sem kom parna og ók barnavagni á undan sér? — Jú,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.