Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 33
HEIMiILISBLAÐIÐ 133 pær. Guðríður gat varla leynt óbeit sinni á honum, en — þetta var þó faðir Sól- veigar, en svo biturt var pað, að henni lá við örvinglun. Loks voru pau tvö ein. Ágúst rétti henni hönd sína og sagði: »Líttu ekki svona á mig. Pú hefir mikið að fyrirgefa, Guðríður!« Hann greip um hönd henni, »pú sýnir mér göfuglyndi. Nú fyrst, eftir öll pessi ár, er raunveruleg ást búin að hertaka mig; með öllu afli sálar minnar elska ég dóttur pína. — Guðríður, ég játa, að mér fórst eins og ómenni við pig, en pá var ég ungur, og æskan og léttúðin sést lítt fyrir«. Guðríður svaraði með ákafa: »Vissulega fórst pér sem ómenni. Pú skyldir mig eftir eina, óreynda, saklausa og sorgmædda«. Hann horfði á hana. Gat pað verið, eins og hún hafði sýnst kærulaus, að hún hat- aði hann?« »Pú hatar mig líklega«, sagði hann lágt. »Nei, Ágúst, ég hata pig ekki, ég óska pér heldur ekki neins ills, en Sólveig verð- ur aldrei pín — aldrei«. »Guðríður, hugsaðu um hana. Henni er ekki sama um mig. Beinast í gær játaði hún að hún bæri hlýjan hug til mín«. Guðríður pagði. Bara að hún slippi nú burt með Sólveigu og pyrfti ekki að tala ljósara. Hún stóð prí á fætur og sagði rólega: *Við skulum nú kveðjast. Ég óska pér einskis ills, og ég fyrirgef pér pað, sem pú breyttir illa, pví endirinn verður verst- ur fyrir pig«. Ágúst gekk fyrir dyrnar og sagði: »Pú ferð ekki fet fyr en pú hefir svarað mér. Á Sólveig að líða fyrir löngu liðna tíma? Eða ætlarðu að lofa henni að velja sjálfri ?« . Ágúst stóð beint fyrir framan hana og var reiður. »Hverju svararðu?« sagði hann byrstur. • Sólveig elskar pig ekki og getur aldrei orðið pín. Pú ættir að sjá að mér er alvara. Við skulum hætta pessu tali«. »Ekki fyrr en pú segir mér ástæðurnar«. »Guð hjálpi pér Ágúst! Hún er dóttir pín. Var pig ekki farið að gruna pað?« »Pað er ómögulegt*, stundi Ágúst upp og var yfirkominn. »Jú, víst er pað eins satt og Guð er uppi yfir okkur. Ég ætlaði að hlífa pér, en ég gat pað ekki, pví pú vildir vita pað«, Svo var eins og stýfla væri tekin úr flóðgátt, og hún sagði honum í fám orðum en átakanlegum, hvað hann hafði gert með breytni sinni við hana. Ágúst lét fallast yfirkominn fram á borðið. Ein hugsun var skýr, að petta var Guðríður, saklausa stúlkan, sem hafði eitt sinn elskað liann svo heitt, og að Sólveig var dóttir hennar. »Hlífðu mér, Guðríður«, stundi hann upp. Guðríður pagði. Neisti af meðaumkvun gerði vart við sig í sálu hennar. »Ég fer, Ágúst«, sagði hún lágt, »en ég fyrirgef pér af hjarta. Pað hefir allt snúist til gæfu fyrir mér. Jón elskar mig af öllu hj arta«. »Jón! Pað er pó ekki ólukku strákur- jnn, sem var í Haga ?« »Segðu ekki eitt orð«, sagði Guðríður og blóðroðnaði, »hann er púsund sinnum göfugri en pú, — en Guð fyrirgefur; jafn- vel pér er ekki meinað að leita pangað«. Petta sagði Guðríður með mikilli alvöru og gekk út. Frh. Pólskir málshættir. Þa5 er gott að eiga dyr, sem brakar ekki í, og konu, sem þegfr. Trúið ekki pestinum á heimleið og konunni ekki heima. Þar, sem ástin gægist inn um gluggana, skrýð- ur eymdin út um dyrnar. Ef maður tekur konunai á orðinu og álinn í sporðinn, missir maður hvort tveggja. Bóndinn þráir jörð, aðalsmaðurinn skóga, kaup- maðurinn peninga, verkamaðurinn vinnu, en kon- an a,lla veröldina. Vel þú vini þína með silkihönd, en haltu þeim föstum með járnhendi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.