Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 43

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 43
HEIMILISBLAÐIÐ 143 sæ lijá Orme og upp frá þeim degi bráð- batnaöi honum. Höfuðskelin var alveg óbrákuð, það var bara sterkur heilahrist- ingur, sem hitasóttinni olli. Meðan hann var á batavegi vitjaði Maq- ueda hans margsinnis, eða ég gæti eins sagt, að hún hefði allt af komið síðdegis og litið til hans, Auðvitað var hirðsiða- blær fullkcminn á vitjunum hennar. Þaö er að skilja: hún hafði ávallt margar þern- ur að föruneyti, líflækni sinn og einn eða tvo skrifara og þjóna. En er Oliver var fluttur inn i móttöku- sal mikinn hérna um daginn, þar sem hirð- fólkið varð að standa í fremri enda sals- ins, meðan hún ræddi við hann í hinum enda salsins, þá fóru heimsóknir hennar að verða einkaheimsóknir í einu og öllu, nema hvað við, Kvik og ég, vorum við- staddir. En við vorum nú heldur ekki ávallt viðstaddir, eftir það er Oliver var úr allri hættu. Við riðum oft út, Kvik og ég, og könnuðum þá Múr o^g umhverfi hennar. Einhver kann að spyrja um hvað þau hafa rætt. um á þessum samfundum. Því einu hefi ég þar til að svara, að það var almennt umtalsefni að svo miklu leyti sem ég hlýddi á það; um stjórnmálin í Múr og hinn stöðuga ófrið við Funganna, En þaö getur iíka hafa verið eitthvað annað, sem ég heyrði ekki, því að seinna komst ég að því af hendingu, að hann var áskynja um mörg einkamál Maquedu, sem hann gat ekki haft frá neinum öðrum en henni sjálfri. Og' þegar ég hafði einu sinni orð á því við hann, að það væri ef til vill ekki hyggi- legt af honum, ungum manni í hans stöðu, að komast í svona náin kynni við hiria líonunglegu drottningu yfir svo einangruð- um þjóðflakki, eins og Abatíar væru, þá svaraði hann glaðlega. að það gerði þá ekk- ert til. Auðvitað gæti hún samkvæmt fornu lögmáli gifst einhverjum úr hópi ættmanna sinna. Og þá gæti ekkert flækjumál orðið úr því. Ég spurði þá, hver mundi vera hinn hamingjusami af þeim frændum hennar, sem ég hefði séð. »Enginn þeirrax<, svaraöi hann. »Það er haft fyrir satt, að hún sé opinberlega trú- lofuð -Jósúa, hinum digra, frænda sínum; en ég þarf varla að geta þess, að það er bara til málamynda, sem hún lætur sem svo sé, til þess að geta bægt hinum frá sér«. »Einmitt«, svaraði ég. »Mér þætti gam- an að vita, hvoa’t Jósúa teldi það aðeins til málamyndar gert?« »Veit ekki, hvað hann gerir og ég læt mér það alveg á sama standa«, sagði hann geispandi. »Ég' veit það eittv að svona standa sakirnar og að skjaldbaka sú hefir ekki meiri von um að verða maður Maq- uedu, en því að eignast keisaradrottning- una í Kína. En til þess að hætta nú þess- um umræðum um hjúskaparmál, þá sný ég' mér að öðru mikilvægara, segðu mér, hefir þú nokkuð frétt af Hig'gs og' syni þínum?« * »Það er hægra fyrir þig, Orme, en mig, að komast inn í leyndarmál ríkisins«, sagði ég dálítið háðslega, er mér var farið að sárna hvert stefndi með sambandið milli hans og Maquedu. »Hvað hefir þú frétt af þeim«. »Jú, ég hefi í raun réttri frétt talsvert. Ég veit ekki, hvaðan Maqueda hefir það, en hún segir að þeir séu báðir heilir á húfi og vel með þá farið. Aðeins að Barung, vinur vor, haldi nú ekki orð sín um þaö, að fórna veslings gamla Hig'gs að fjórtán dögum liðnum. Auðvitað verðum við að reyna á einhvern hátt að koma í veg fyrir það, þó að það svo kosti okkur lífið. Þú mátt um fram allt ekki halda, að ég hafi algerlega snúist um sjálfan mig, allan þennan tíma, Jiví að það hefi ég ekki gert; það er aðeins þetta, að ég get engin ráð fundið, sem duga, honum til frelsis«. »Já, hvað eig'um við þá til bragðs. að taka, Oí'me? Ég hefi ekki ymprað á þessu við þig, meðan þú varst í lamasessi. En nú er þú ert kominn til heilsu aftur, þá verð- um við að taka ákvörðun«. »Ég' veit það, ég veit. það, já«, svaraði Orme alvarlei'a. »Og ég' fullvissa þig' um það, að heldur gef ég mig sjálfan Barung á vald, heldur en ég' láti Higgs deyja þar einn síns liðs. Og' geti ég ekki frelsað hann, þá vil ég líða með ho.num eða fyrir hann. Heyrðu, á morgun á að halda mikla ráð- stefnu hjá Maquedu. Þangað verðum við aö koma; því hefir aðeins verið frestað, þangað td ég væri orðinn nógu frískur. Á þennan fund er ]x)rparinn hann Shadrach kallaður til yfirheyrslu, og mun, held ég, verða dæmdur til dauða. Sömuleiðis verð- um við að skila hring drcttningarinnar af Saba, sem Maqueda lánaði þér. Jæja, við þetta tækifæri fáum við, ef til vill, eitt eða annað að vita, eða að minnsta kosti ráða eitthvað af <.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.