Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 51

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 51
HEIMILISBLAÐIÐ 151 Fyrir húsmæðnr Mjólk Ein af a.öal fæðutegundum okkar Islendinga er mjólk. Mjólkin er mjög holl og nærandi og er ýmist notuð til drykkjar, sem útálát á grauta eða í ýmsan mat. — Hér á eftir fylgir uppskrift af nokkrum réttuin úr mjólk: Mannagrjónagrautur. 1 I. mjólk, H I. vatu, 150 gr. manua- grjón, salt. Mjólkin er látin í pott, suðan er látin koma upp, þá eru grjónin látin út í, hrært vel í, soðið í ca 3j4 úr klst. Sykur, kanel og saftblanda, bor- in með. . Maisenagrautur. 2 1. mjólk, 80 gr. liveiti, 125 gr. mai- zcnamjöl, 20 gr. strausykur, 2 til 3 cgg, salt. Hveitið og maizenamjölið ei hrært út með nokkru af köldu mjólkinni, hinn hlutinn er lát- inn í pott, suðan látin koma upp, þá er mjöiinu hrært út í, látið sjóða. í tvær—þrjár mínútur og hrært stöðugt i á meðan. Eggjarauðurnar og sykurinn er hrært saman, þar tii það er hvítt, þá er nokkru af grautnum lírært þar saman við smátt og smátt; er svo öllu helt i pottinn aftur og hrært í, en eftir það má grauturinn ekki sjóða. — Hvíturnar eru stífþeyttar, þá er þeim hrært varlega saman við grautinn. — Með þess- um graut er borinn kanell og sykur og einhver góð saft. Eggjamjólk. 2 I. mjólk, 40 gr. Iiveltl, 40 gr. syk- ur, 2 egg, ef til vill \<> stöng vanille. Hveitið er hrært út í nokkru af mjólkinni, það sem afgangs er, er látið I pott og látið sjóða, þá er hveitijafningnum helt út í, látið sjóða í 1—2 mínútur og hrært stöðugt í á meðan. Eggjunum og sykrinum er hrært saman þangað til það er hvítt, nokkru af mjólkinni er hrært smátt og smátt út í eggin, öllu svo helt f pottinn aftur og hrært vel í á meðan. Eftir að eggin eru komin í á mjólki.n að komast allt að suðu, en má ekki sjóða. Með þessari súpu er gott að bera smáar tvíbökur eða eittlivert gott sultutau. Hrísgrjónadeser með karamellsósu. 3|4 I. mjólk, 100 gr. lirísgrjón, 1 mnt- skelð sykui', vanllle, 3—4 dl, rjómi. Hrisgrjónin eru soðin í mjólkinni i 3j4 klst. Gott að sjóða vanillestöng eða: vanille-essens með. Þegar grauturisn er soðinn, er hann tekinn af og látinn kólna, þá er sykurinn látinn I, rjóminn stifþeyttur og hrærður varlega saman við. — Búðingurinn er látinn í glerskál og skreyttur með þeyttum rjóma og afhýddum möndlum. — Með þessum búðing er gott að hafa karamellu- sósu; það má einnig nota saftsósu eða einhverja berjasósu. Karamellsósa. 200 gr. sykui', 2 dl. vatn, 2 d). xjómi, Sykurinn ei settur á heita pönnu og brúnað- ur ljósbrúnn, þá er vatninu heitu helt yfir og' hrært þar saman við, þar til það er vel jafnt, þá er því helt í skál og látið kólna, því næs.t er þvi helt út i þeyttan rjómann. Borið fram I lít- illi skál eða sósukö.nnu. Nýtt blað. Nýtt kvennablað eru nokkrar konur í Reykjavík byrjaðar að gefa út. Hóf það göngu sína á 25 ára afmælisdegi kvenn- réttindanna, 19. júní. Útgefendur eru: Guð- rún Stefánsdóttir, María J. Knudsen og Jóhanna Úórðardóttir. I ávarpsorðunum segja konurnar meðal annars: »Við snúum okkur til allra góðra mannna, og sérstaklega pó til íslenzkra kvenna, og heitum á ykkur, að vinna að útbreiðslu blaðsins, og styðja pað á allan hátt, fylgjast með umræðum frá byrjun og láta í ljós huga ykkar til hvers máls«. Sjálfsagt tekur kvenþjóðin þessu nýja blaði sínu vel og greiðir götu þess. Afgreiðsla blaðsins er á Fjölnisvegi 7, hjá frú Guðrúnu Stefánsdóttur. Fullklyfjaður úlfaldi getur farið 50 km. (ca 6—7 mílur) á dag. En án byrða getur h,ann fa.r- ið 140 km. (ca 19 mílur) á dag. ★ Á milli Worsley og St. Helens, í Englandi, liggur merkilegur skurður Hann er 32 km. lang- ur og rennur allstaðar neðanjarðar. Amtsbókasafnið á Akurevri 1 lllll II II 08 013 652

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.