Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 4
156 HEIMILISBLAÐIÐ Eyrarsundsskipin hafa lengi verið róm- uð meðal Islendinga í Kaupmannahöfn, fyrir það, hve gott er að kaupa þar cigar- ettu,r, ef pyngjan er létt, og varla er á því mannsbragur, ef svo er siglt yfir Sundið, að ekki sé drukkinn »sjúss« á leiðinni. Það var því ekki að undra, að brátt varð hin mesta þröng í ganginum framan við tó- baksklefann, cg hvert sæti skipað í veit- ingasainum. Eftir rúmlega tveggja stunda siglingu, var komið til Málmeyjar í Svíþjóð. Hófu Svíar þegar í stað toll- og vegabréfaskoð- un, sem svo vel var skipulögð, að henni var loikið á góðri klukkustund. Það var nokktu- spölur frá hafnarbakk- anum, þar sem skipið lagðist, og upp til járnbrautarstöðvarinnar. Áttu menn sjálf- ir að sjá um farangur sinn þenna spölinn, og því fer ekki fjærri, að lest sú, sem kom þarna neðan frá höfninni væri harla spaugileg á að sjá, enda mun Svíum hafa fundist svo. — Þarna sáust menn með stór ferðakotffort á öxl sér og konur með smá- börn undir hendinni og fullt fangið af pökkum. Á miðju torginu, neðan við járn- brautarstöðina, höfðu nokkrir blaðamenn numið staðar og spöruðu þeir ekki mynda- vélar sínar, meðan lestin fór fram hjá. Það hýrnaði mörg bráin, þegar komið var inn á járnbrautarstöðinni í Málmey. Torgsala niður við höfnina í Kaupmannahöfn. I tveim sölum stóðu þar löng borð hlaðin góðum vistum. Brátt var sezt að snæðingi, og etið vel. Að loknum snæðingi hröðuðu menn sér út að járnbrautarlestinni, sem flytja átti hópinn til Stokkhólms, og fara skyldi af stað kl. 14.20. Þetta var löng járnbrautar- lest og voru okkur Islendingunum ætlaðir þar sérstakir vagnar., Það gekk í nokkru þófi að kcma sér og töskum sínum fyrir í klefunum. Vagnarn- ir voru þægilegir, sætin stoppuð og mjúk, og hugði maður gott til glóðar að setjast niður og hvílast. Og fyrr en varði var svo járnbrautar- lestin ekin af stað. Akrar, skógar, býli og' bæir geistust fram hjá gluggunum. Það var eins og allar þessar mörgu myndir aí hversdagsbúningi Svíþjóðar væru að flýta sér í hvarf, burt frá hinum forvitnu aug- um í lestargluggunum. Innan skamms var lestin á fullri ferð. Með þægilegu slingri brunaði hún áfram, hægði og herti á sér á víxl, með sínu látlausa »töff-töff« frá vélinni. Nú fyrst vannst tími til að líta í kring- um sig og s,koða samferðafólkið. Margir tóku því að rölta frá einum vagni til ann- ars, Oig stanza hér og þar í klefum og ræða við fólk. Strengjahljóðfæri voru tekin fram og söngur hafinn með gítarundirleik. Á einum stað var kveðist á og annars staðar spilað á spil. Þannig leið tíminn fljótt og þægilega. Um kl. 18 var þetta græzkulausa gam- an fólks truflað með máltíð. Etið var smurt brauð og kaffi, te eða mjólk. Kl. var rúmlega 23,30 þegar lestin okk- ar ók inn á Centraljárnbrautarstöðina í Stokkhólmi. Allt umhverfis lá þessi borg glæsileg í birtu rafmagnsljósanna. Upp- lýst borg — það var nýstárleg sjón. Við höfðum ekki vanist ljósum utan dyra síð- ustu mánuðina þar neðra. Á járnbrautarstöðinni var mættur ís- lenzki sendiherrann í Stokkhólmi, Vil-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.