Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 157 hjálmur Finsen, ásamt flestum þeim Is- lendingum, sem voru í borginni, til þess að taka á móti okkur. Áður en til Stokkhólms, kom hafði ferða- fólkinu verið skipt niður á sex hótel þar, til næturgistingar. Fyrir hvern af þessum sex hópum var valinn forustumaður, er vaka skyldi yfir velferð fólksins á sínu hóteli. Á járnbrautarstöðinni voru mættir þjónar frá þessum hótelum, til þess, að fylgja hópunum og hirða farangurinn. Hótelin, sem gista átti, liggja öll skammt frá járnbrautarstöðinni. Hotel Continental, Park Iíotel og Stokkhólms Hcspitz rétt andspænis, handan við torgið, en Hotel Regina, Centralhotellet og Alexandra Hotel litlu fjær. Það tók nokkurn tíma að aðskilja hóp- ana á járnbrautarstöðinni, en að því búnu hélt hver hcpur til. síns hótels, með ein- kennisbúinn þjón í broddi fylkingar, er bar hátt yfir höfði sér spjald með nafni hót- elsins á. Það hafði valdið mikium'vonbrigðum og töluverðri gremju hjá mörgum að frétta á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi, að Esja hefði verið tekin inn til Þrándheims til rannsóknar, og að óvíst væri um það. hvenær hún yrði látin laus. Það var því kvíðablandin ánægja að leggjast til svefns í mjúkum rúmum á þægilegum hótelher- bergjunum og teygja þreytta limi eftir langan og erfiðan dag. í Stokkhólmi. Fyrsti morguninn í Stokkhólmi var sól- bjartur og fagur, og fóru flestir á kreik fyrir hádegi og skoðuðu nágrenni hótel- anna. Síðar um daginn fóru menn í heim- sóknir til samferðafólksins sitt á h.vað á hótelin og báru kjör sín saman. Kom þá í ljós, að hver um sig þóttist búa á fínasta og bezta hótelinu. Varð þetta að allmiklu metnaðarmáli og töldu menn ekki eftir sér að segja skrumsögur um sitt eigið hótel en hnjóða í hin, t. d, með að segja, að þau blátt áfram syltu þarna á hinum hótelun- um. Á einum staðnum væri inngangurinn leiðinlegur, og annars staðar hefðu þau enga dúka á gólfunum. Lyftudrengurinn væri sljór og syfjaður eða að það vantaði bað og síma á herbergin. En við — við höfum nægð matar og öll þægindi. En sannleikurinn mun vera sá, að allir höfðu hina beztu aðbúð, og mun hún hafa verið svipuð á öllum hótelunum. Á mínu hóteli (Centralhoitellet) feilreikn- uðum við okkur bagalega við fyrstu mál- tíðina. Þegar heiti rétturinn var borinn til okkar, viðhöfðum við danska samkvæm- iskurteisi og tókum aðeins lítið á diskinn; við ætluðum að fá okkur meira í næstu umferð. En sænsku stúlkurnar bj(Sa sjald- an aftur, cg urðu, menn fyrir sárum von- brigðum. Kom nú kurr í liðið og lá morg- um við gráti. Við næstu máltíð bættu menn sér skaðann, strax í fyrstu umferð. Fyrst í stað var það óvíst, hvenær við myndum geta haldið ferðinni áfram. Sagt var að Esja yrði látin laus, og biðum við þess harla róleg. Tíminn leið, að heita mátti, í gleði og glaumi. Vasagatan og Drottmnggatan geymdu hópa af þessum skrafhreifu ferðalöngum, sem röltu þar fram og aftur á öllum tímum dags á milli þess, að þeir fóru í langferðir út um borg- ina og skoðuðu forvitnir allt hið markverð- asta. En mörgum var það töluvert áhyggju- efni, að lítið var af sænskum peningum í pyngjunni. t)r þessu bætti íslenzka sendi- ráðið í Stoikkhólmi að nokkru. Lét það fyr- irliðana á hótelunum fá smáar fjárupphæð- ir, sem þeir deildu hróðugir út í fimmkróna skömmtum til þeirra, sem óskuðu að taka þetta lán hjá ríkinu. Munu flestir hafa fengið tvisvar sinnum fimm krónur, til þess að greiða fyrir sig í sporvögnum, kaupa aðgöngumiða að söfnum, kvikmynda- húsum, kaffihúsum og þess háttar, á með- an féð entist. Sem kunnugt er er Stokkhólmur fögur og merkileg borg, og er því ekki að undra

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.