Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 159 GUSTAF AF GEI3ERSTAM: FIIMM KRÓNUR Ströndin var eyðileg. Hvergi var tré sjá- anlegt svo langt sem augað eygði.s Gras- vöxturinn var fáskrúðugur í hinum hrjóstr- uga, sendna jarðvegi. Himininn var grá- leitur með stórum, þjótandi skýjum, og hafið hrundi í hrönnum að ströndinni. Húsið var lítið, grátt að lit og hrörlegt með tveim gluggum. Um allar rúður léku græn og blá litbrigði. Reykháfurinn hall- aðist, og rimlagirðingin kringum garðs- flötinn var skreytt látúnsplötum. Pær voru menjagripir um strandað skip, sem Lars Anders hafði tekið þátt í að bjarga. Tvö börn léku sér að kalksteinum í garðinum. »Heldur þú, að pabbi komi heim?« spurði stúlkan og leit á bróðir sinn. Drengurinn ýtti húfunni upp á ennið, spýtti langt, eins og hann hafði séð fiski- mennina gera, og hcirfði út á hafið: »Já, auðvitað! Hann kann nú að stýra báti!« Tvær mílur austan Ölands liggja síldar- miðin. I góðu veðri getur duglegur náungi siglt þangað einn síns liðs og jafnvel legið þar úti næturlangt. En þegar líður að hausti fer betur á, að tveir séu saman. Pá veltir stormurinn leirgulum öldunum að hinni lágu strönd. Pá fyrirfinnst eng- inn sá staður utan húss, þar sem maðhr Prándheimi þá um morguninn. Frá Þránd- heimi til Petsamo er því sem næst tveggja daga sigling. En þar eð lítið er um gisti- hús og erfitt að fá mat norður í Finnlandi. þótti ekki ráðlegt að við færum af stað frá Stokkhólmi, fyrr en Esja væri komin til Petsamo. Pað voru því enn þá nokkrir dagar að bíða, en loks kom að því, að burt- förin frá Stokkhólmi væri ákveðin þann 2. okt. kl. 12,40. Frh. hlýtur skjól fyrir vindinum. Og þá skyldi enginn hafa næturdvöl úti þar. Siglingin út á miðin tekur klukkutíma. Landförin varir álíka lengi. Lars hafði róið fyrir tveim dögum. Þá var byrinn hagstæður og hafið lognkyrrt. Nú beið konan hans. Sá, sem hefir van- izt að bíða, gerist ekki órólegur að óþörfu. En stormurinn hafði nú haldizt sólarhring. Nú var þegar tekið að lygna, og enn var Lars ókominn. Konan gekk frá arininum, þar sem hún hafði nýlega kveikt upp eld. Hún gekk að glugganum, þurrkaði af rúðunni og horfði út. Hafið lá fram undan svart og grátt með hvítum földum og bjarmkenndum, grænleitum; litbrigðum. Það hófst í lygn- um, sterkum ölduhrönnum. Lengst ; fjarska eygðist blá rönd, og konan heyrði inn í stofuna hinn sérkennilega gný bygln- anna, sem hrundu að ströndinni. Tveir menn komu gangandi í hægðum sínum eftir götuslóðinni, sem lá frá stöðu- vatninu. Lars var hvorugur þeirra. Konan herti upp hugann og gekk út á tröppurn- ar til barnanna, einmitt um sömu mundir og mennirnir komu að hliðinu. Hún leit á þá og skildi þegar, hvernig í öllu lá, eri gat ekki borið fram spurninguna. »Hvar er Lars?« spurði hún að lokum. »Hann hefir farizt«, svaraði annar þeirra eftir stundarþögn. »Við sáum bát- inn reka á hvolfi mílu frá landi«. Konan settist á tröppurnar. -— Hún grét ekki upphátt, en hún lét bugast undan ofurþunga áfallsins. Börnin hlupu til hennar, sitt tíl hvorrar hliðar, en hún varð ekki vör nærveru þeirra. Mennirnir stóðu hljóð- ir og horfðu á hana. Enginn mælti orð frá vörum. — Hinn þungi gnýr hafsins

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.