Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 163 Hringur drottningarinnar af Saba Skáldsaga eftir H. Rider Haggard 9. kap. Eiðspjallið. Tveimur eða þremur dög'um. eftir þessa samræðu, hélt Maqueda ráðstefnu í stóra salnum í höllinni. Þegar við komum þang- að inn, en hallarvörðurinn fylgdi okkur, eins og við værum fangar, þá sáum við nokkur hundruð manna þar saman komin. Þeir sátu á bekkjum í settum röðum. t innri enda salsins var nokkurs konar hvelfdur kór; sat þar niðji konunganna á gyltum stól, eða stóllinn var allur úr gulli; var sitt ljóinshöfuðið á hvorri stólbrík. Hún var í giitrandi silfurkjól, með stjörnusaum- aða slæðu, sem líka var úr silfri. Siæðan var fest við svarta hárið hennar með smá- gjörvum hring úr gulli; í þeim hring glóði á gimstein einn og sýndist það vera. rcða- steinn (rúbín). Mikil var tignin og feg- urðin yfir henni, og slæðan, fín eins og koaigulóarvefur, gerði fegurð hertnar enn leyndardómsfyllri. Bak við hásætið stóðu vopnaðir hermenn með spjót og sverð, en hirðin við hlic henni og fyrir framan hana. Það gátu hafa verið um hundrað persónur alls, að með- töldum þernunum, sem stóðu í tveim tíð vorri borgið. Þá stefnum við sigurbraut- ir. Annars reikum við grafarvegi. Það er trúa mín, að íslenzka þjóðin muni koma sterkari og gagnmenntaðri úr hreins- unareldi hinna erfiðu tíma. En því tak- marki verður ekki náð, ef aðgerðaleysi Cig ábyrgðarskortur á að ríkja og ráða. Framtíðin kallar okkur til starfs og stór- ræða. Við megum fagna því að fá tæki- færi til þess að helga okkur baráttu góðs málstaðar. Ef við reynumst honum trúir og tryggir mun áfanga sigursins verða náð. Þá höfum við eignazt andlegt vor um haust. deildum, sitt hvoru megin við hana. Það voiru allt hirðmeyjar í skínandi klæðum, er samsvöruðu stöðu þeirra. Þar voru hershöfðingjar og höfuðsmenn og þar var Jósúa prins fremstur í röð, allir klæddir í hringabrynjur. Þar voru dómarar í svörtum kápum cg prestar í skrúða. Og þar voru ennfremur fulltrúar ýmsra stétta. En þrátt fyrir það, þó að allur þessi fjöldi væri skrautklæddur og kátur, þá var hann þó í raun og veru ekki annað en afskræmileg og aumleg mynd af því, sem þessi þjóð hafði einu s.inni verið. Við gengum tígulega eftir hljóðfalli inn eftir miðgangi hallarinnar, sem líktist kirkjugangi. Allur salurinn með kór cg súlnaröðum var nefnilega. næsta áþekkur dómkirkju. Þegar við komum að auða svæðinu næst fyrir framan hásæti drottn- ingar, féll vörðurinn á kné að hætti Aust- urlanda hirðar, en vér heilsuðum drotnmga að vorum hætti. Síðan var css vísað til sæt- is. Eftir stutta þögn þaut lúður; var þá Shadrach leiddur inn úr hliðarherbergi, sá er fyrrum var le:ðtogi vor. Hann var all- ur settum þungum handjárnum og var feiknalega ljótur sýnum. Yfirheyrzlunni, sem nú hófst, er ekki þörf að lýsa. Shadrach neitaði öllu af mikilli csvifni og sérstaklega því, að hann hefði hrundið heiðingjanum Higgs af baki úlfaldans, eins og fullyrt hafði verið, og sjálfur sezt á bak honum að því búnu. En lygasögur hans allar kc.mu honurn að litlu haldi, því að einn af hinum svart- klæddu dómurum ráðgaðist við drottningu. en kvað síðan grimmilegan dauðadóm upp yfir honum, líkan þeim, sem landráðamenn fá. Þar að auki voru eignir hans gerðar upptækar ríkinu til handa cg kona hans og skyldulið allt gert að opinberum þræl-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.