Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.10.1940, Blaðsíða 14
166 HEIMILISBLAÐIÐ til að veita því viðtöku, sem vér eigum skil- ið að fá. Hví skyldum vér líka vera það? Sumir af oss eru fjárþurfar, t. d. brcöir vor, sem er fangi hjá Fungum, því að ætt- menn hans á Englandi eru fátækir«. »Nei, auðvitað«, hrópaði Maqueda. »0g heyrið þér nú, vinir mínir. I nafni mín sjálfrar og Abatí-þjóðarinnar heiti ég yð- ur svo mörgum úlfaldabyrðum af gulli, sem þér getið flutt með yður frá Múr. Áð- ur en dagurinn er á enda runninn, mun ég sýna yður, hvar þetta gull er falið, ef þér áræðið að fylgja mér þangað«. »Fyrst er verkið, svo verkalaunin«, sagði Orme. »En segið css nú, göfugi niðji kon- unganna: I hverju er þetta starf fólgið?« »Heyr þú nú, sonur hins fjarlæga lands! Þér verðið að vinna eið að því, ef þetta stríðir ekki á móti samvizku yðar, þar sem þér eruð menn kristnir, að þér skuluö þjóna mér árstíma frá deginum í dag, berjast fyrir mig og hlýða mínum lögum, en vinn- ið hins vegar stöðugt að því að brjóta nið- ur goð Funganna, Harmac, með allri þeirn íþrótt og öllum þeim vopnum, sem vesb rænir menn hafa á sínu valdi. Að því búnu er yður frjálst að fara, hvert sem þér viljið með laun yðar«. »Og ef vér vinnum eið, göfuga drottn- ing«, sagði Orme íhugull, »hvaða tignar- stöður eigum vér þá að hljóta í þjónustu yðar?« »Þú, göfugi sonur Ormes, átt að vera foringinn í þessu fyrirtæki, og þeir, sem með þér eru, skulu þjóna þér í þeim stöð- um, sem þér þóknast að veita þeim«. Þegar drottning sagði þetta heyrðust hinir brynjuklæddu hershöfðingjar í ráð- inu vera eitthvað að tauta. »Eigum vér að hlýða þessum útlendingi, göfugi niðji konunganna?« spurði Jósúa, og gerðist málsvari þeirra. »Vissulega frændi, í öllu því, sem aö þessu fyrirtæki lýtur. Kunnið þér að fara með sprengiefni, sem þeir einir kunna grein á? Hefðuð þið getað þrír saman var- SÓLVEIG EFTIR HENRlETTU FRÁ FLATEY Það voru liðin þrjú ár. Ágúst var farinn til Ameríku. Áður en hann fór skrifaði hann Guðríði. Bréfið hafði djúp áhrif á hana. Hann sagðist vona, að hann væri nú á leið til að finna hann, sem h.ún hefði bent sér til, hinn eina góða og vísa. Beiddi hann hana að fyrirgefa sér alla sorg og mæðu, er hann hafði bakað henni. Nú skyldi hún reyna að gleyma, að hann hefði verið tii. Guðríður grét eins og barn, er hún braut bréfið saman og lét það hjá þeim munum, er henni þótti væns.t um. Sólveig var búin að vera þrjú ár í Reykjavík. Henni fleygði fram í náms- greinunum, og hún hélt sig frá solli og vondum félagsskap. I síldarvinnu var hún á sumrum, til þess að hún hefði sem mest upp úr sér. Ekki vissi hún annað en Jón væri faðir sinn. Oftast kom hún lítinn tíma heim til móður sinnar snemma á haustin. Foreldrar Guðríðar voru dánir, en Guð- rún var allt af í sama stað og skrifuðust þær á. Hafði Guðrún heimsótt Guðríði, og sýndi hún henni bréfið frá Ágúst. »Það er gott bréf«, sagði Guðrún alvar- leg, »og sýnir, að um síðir er hann þó á heimleið«. Nú var fjórði vetur Sólveigar í Reykja- vík, og móðir hennar hafði ekkert bréf fengið frá henni, frá því að hún fór norð- ið Harmacshlið gegn heilli hersveit og sprengt hliðið í lbft upp?« Hún beið nú eftir svari. »Þér svarið ekki, af því að þér getið það ekki«, sagði þá Maqueda. »Sættið yður þá við, að gefast þeim á hönd, sem hafa þá þekkingu, sem yður skortir«. Og enn var engu svarað. Frh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.