Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 173 höfum nú lifað á smurða brauðinu í nærri sólarhring og langar í heitan mat. Hér er fullt af hermönnum og víggirð- ingar á hverju strái. Grafalvarlegir standa varðmennirnir hér og hvar með brugðnum byssustyngjum. Fólkið virðist önnum kaf- ið. — Við barðum og höldum svo af stað áleið- is til Haparanda, sem er bær á landamær- um Finnlands og Sví- þjóðar. Meðfram þessari leið sjást víða virki og varðmenn. Lestin slingr- ar cg tíminn líður. — Undir kvöld fáum við tollmenn og vegabréfa- skcðendur, sem aka méö okkur og gegna skyld- um. sínum á leiðinni. Um kvöldið komum við til Haparanda. Á þessum slóðum aðskilur allmikið vatnsfall -— Torneálven — Svíþjóð og Finnland. Það er haldið áfram spölkcirn til Tornio og stanzað þar. Tornio stendur fast við elfina. Járnbrautar- stöðin er á eystri bakka árinnar, en bærinn vest- an megin. Allmikil brú. spengir h.ér yfir ána. Við göngum í langri lest frá járnbrautarstöðinni yfir brúna, yfir til bæj- arins þangað, sem við eigum. að borða. Vio þenna stað og þessa brú e.ru tengdar daprar minningar frá finnsk- rússneska stríðinu síð- asta. Fyrir aðeins nokkr- um mánuðum hafa iest- ir þjakaðra flóttamanna farið hér um. Við erum hér á ferð, af því að það er stríð vestur í Evrópu, en þeir voru hér á ferð, af því að það var stríð hér austur frá. Þetta er að viss.u leyti svo svipað, en þó ólíkt, því að hlutskipti okkar er glæsi- legt, borið saman við hlutskipti þeirra. Við snæðum á tveimur stöðum í bænum. Löng borð standa búin súpudiskum, skeið- um og hnífum. Fyrir enda salsins er þver- borð; innan við það stendur röð af finnsk- Skógarnir í Petsamo skammt fyrir sunnan Pitkajarvi. Heyviskar sjást fremst á myndinni. f baksýn ris Kaskamofell.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.