Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 8
17ö HEIMILISBLAÐIÐ öðrum afviknum stöðum, en þess háttar á víst að vera einkamál þeirra, sem þar voru staddir, og verður því ekki nánar getið hér, enda þótt ritstjóri blaðsins okkar ætti stundum bágt með þegja yfir því. Við héldum stöðugt í vesturátt, og þar eð Þjóðverjar voru ekki komnir ennþá til að sækja okkur, fóru menn smátt og smátt að hætta, að óttast þá, og þar eð enginn grunaði Breta um græzku, tóku menn að reikna út, að við gætum náð heirn á fimmtudaginn. Á mánudagskvöld stefnd- um við rétt fyrir norðan Jan Mayen og áttum einar 360 sjómílur ófarnar til eyj- arinnar. En á þriðjudagsmorgun brá mörg- um í brun; við stefndum nú til suðurs, og hvernig gat því verið farið? Það kvisaðist brátt, að við værum á leið til Bretlands, og var þeim tíðindum tekið með óánægju en stillingu. Á þriðjudag og miðvikudag var lakara í sjónum. Á miðvikudag sáust Shetlands- eyjar. Höfðum við þá farið um 1300 mílur vegar, nær allt af í dumbungsveðri, og aldrei ,séð til lands, síðan skerin norðan við Noreg hurfu í hafið. Þetta kvöld til- kynnti skipstjóri, að við værum nú að halda inn á hættulegt svæði, og hvatti alla til að sofa í fötum og hafa björgunarbelti við hendina. Munu sumir hafa haft á sér and- vara þessa nótt, en ekkert skeði. Á fimmtudagskvöldið þ. 10. okt. var Esju lagt undan Papshólma við Orkneyjar, cg lá hún þar, þar til birta tók á föstudags- morgun. Var þá haldið inn til Kirkwal'l og komið þangað um hádegisbil. 1 Kirkwall lág.um við, þar til á sunnu- dagsmorgun. Þar fór fram skoðun vega- bréfa, og voru menn spurðir um hagi sína. Farangur var lítillega skoðaður. Um kl. 7 á sunnudagsmorgun var svo haldið af stað aftur og stefnt heimleiðis. Var siglt um Pentlandsf jörð og vestur með Skotlandi. Allan þenna morgun voru tund- urspillir og kafbátur í fylgd með' skipinu, en héldu sig í nokkurri fjarlægð, Veður var gott basði á sunnuidag og mánudag. Á mánudagskvöldið, sem gert var ráð fyrir að yrði síðasta kvöldið um borð, var venju fremur margt til skemmt- u,nar, cg var að lokum þeim, sem bezt höfðu dugað og ósérhlífnir lagt fram krafta sína til að skemmta mönnum á leiðinni, þakkað með ræðum og húrrahrópum. Flestir gengu til hvílu þetta kvöld, en aðrir voru á fótum og biðu þess, að land risi úr sjó fyrir stafni. Skömmu eftir mið- nætti skutu fannhvítir jöklar Fjallkonunn- ar loks kollum sínum, glitrandi í tungls- skininu, upp úr hafinu — við vorum allt í einu komin heim. Eg fór þá að tína saman föggur mínar hægt og hugsandi, enda þótt ég vissi vel, að við kæmum ekki í höfn, fyrr en undir hádegið. Það var alveg það sama — bezt að hafa föggurnar tilbúnar, þegar gengið yrði á land. Mig grunaðd þá ekki, að ég yrði að bíða nærri þrjá sólarhringa um borð, úti á Reykjavíkurhöfn, eftir leyfi, til þ.ess að mega snerta föðurland mitt meó skósólum mínum. Stefán B'jörnsson. DÝRÐLEG JÓL. Ljó'mar fögur sóina sál, allt í guddónis geislunv vefur, • Gíws dýrð birt þá Jesús hefur, _ er fæddist liann um heilög jól. Honurn lof og hósíannu hljómi skcert frá hverri sál. Freisaranum. fallinna manna fagni atliöfn vor og mál. Hersveitirnar himnum frá frelsi eilíft ölliwm boða, imihv&rfis þá Guðs dýrð roðar — undur það er sœlt að sjá. Syngið Guði lúmnar, heiinar hjartans lof og þakkargjörð; allir fagni •alheimsgeimar einka-syni Guðs á jörð. G. P.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.