Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 181 um og horfir í glæðurnar, sem eru að kulna. Það kólnar í herberginu, —- en gamla kon- an tekur ekki eftir því. Hún sér í hugan- um myndir, sem henni er unaður að: um- stang og erfiði, vökur og áhyggjur — en alstaðar umhverfis glöð andlit, — falleg andlit, með eftirvæntingarsivip. Og svo jól- in: fögnuður barnanna og undrun yfir fá- tæklegum jólaglaðningi. Þá var öll þreyta gleymd og allar áhyggjur úr sögunni. Það voru gleðileg jól! »Gg lánsöm. hefi ég verið«, tautaði gamla konan, »öll hafa þau viijað vera. mér góð, -— blessuð börnin mín.----------Góði Guð, vertu hjá þeim, varðveittu þau, — og gefðu þeim gleðileg jól!« Það hrutu tár cfan á hendurnar á gömlu konunni, — og hún hrökk við. »Af hverju er ég nú að gráta?« tautaði hún og strauk hægri hendinni um augun. »En gaman hefði nú verið að fá línu frá honum, Hjöra!« Hurðinni var hrundið upp með ósköp- um og lítill hnoðri þeyttist inn á gólfið og beint upp í kjöltu ömmu sinnar. »Fínn maður að finna þig, amma!« sagði hann og saup hveljur af ákafa. »Súðin var að kom,a,!« Nú er eiginlega ekki hægt að hafa þessa sögu lengri vegna þess, að ekki er hægt að lýsa því með orðum, hvað hún varð glöð, gamla konan, — hún mamma, — yfir bréf- inu frá honum Hjöra, fyrst og fremst, og sendingunum sem því fylgdu, og »fíni mað- urinn« hafði fært henni. En mest var þó gleðin yfir því, að geta nú enn einu sinm staðið fyrir »jólaumstangi« sjálf og glatt börnin sín — barnabörnin. Því að það kenndi margra grasa í kassanum. frá hon- um Hjörleifi. Hann hafði engum gleymt, — blessaður drengurinn, — og nú gat hún gefið jólagjafir á báðar hendur. Þetta var næstum því eins cg í gamla daga. Það var mikið um. dýrðir í litla, gamla húsinu á aðfangadagskvöld,, — mikil gleði Karl H. Bjarnarson: Ragnarök. Skuggavaldur elds og eggja illan magnar heimi seið, dunar hátt frá himinvegum Heljar-arna þrumu-reið. Burt er allur friður flúinn, ferlegt valda leikið tafl, öllu virðist bani búinn, brýtur yfir dauða-skafl. Undirdjúpa göltur grimmur gœgist upp úr hrarinabing, viðbúinn er vopnasennu, viðrar eftir bráð í kring, frá sér hvœsir eldi og eitri — öll er notuð tœkni sling — boðar kyngi heiptar-heitri, hverju fari tortíming. Munu rammar raunir boða Ragnarök hins hvíta manns? Lœtur hann dátt að villtum voða, vanséð nú um örlög hans. Hér hafa allir öllu að tapo, öllu að glata, lífi og fé, rísa boðar grimmdar-glapa, gliðna saurguð helgi-vé. Eru ei ncegar fórnir fœrðar fyrir eigingirni og völd? Hvort mun ekki ennþá finna ofbeldið sitt hinnzta kiöld? Mun ei brenna í eigin eldi ofbeldis og valdafíkn? Mun ei bráðum betri dagur bjóða þjáðum frið og líkn? barnanna, en mest var gleði elzta barns- ins, — hennar mömmu gömlu, eða ömrnu. Th, Á.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.