Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 16
184 HEIMILISBLAÐIÐ »Jú, það ættuð þér einmitt að gera«, sagði hún. »Eg er orðin svo gömul, að ég gæti vel verið móðir yðar; ég þykist því eiga rétt á að líta eftir hvort allt er eins og -það á að vera, þegar þér njótið ekki heldur neinnar kvenlegrar umhyggju«. Þegar hún hafði þetta mælt gekk hún að rúm.i hans, til að athuga það, en hann spratt þá upp og reyndi með ákefð að aftra því. En það var árangurslaust. Sér til mdk- illar undrunar sá hún að rúmið var alls- lanst. Kápugarmurinn hans var aðeins breiddur yfir það. »Hvað er orðið af rúmfötunum yðar, herra Neumark?« »Ég veit að þér óttist að þér m,unuð ekki fá húsaleiguna yðar í næsta skipti, frú mín góð, sem von er«, svaraði hann, »en verið óhræddar, ég er að vís,u fátækur, en þó ráðvandur maður. Neyðin sverfur reynd- ar hart að', oft og tíðum, en ég vona þó og trúi, að ég muni allt af geta gert öll- um full skil«. »Eg hefi ekki mikinn afgang, herra Neu- mark«, mælti húsmóðirin hrærð í huga, »en öðru hvoru kem.ur þói fyrir eins og í dag, að ofur lítið verður eftir. Ef að ég vissi að yður væri nokkur þægð í því, — þér hafið víst ekki fengið neinn m.iðdegis- verð í dag, býst ég við?« Ungi maðurinn varð enn litverpari við þessa spurningu og leit undan til þess að leyna tárunum, en húsmóðirin flýtti sér út og kom að vörm.u spori aftur inn með mat handa honum. Ungi maðurinn tók svo til matarins, ekki eins og sjúklingur í venjulegum skilningi. heldur eins og sá, sem hefir svelt í lang- an tíma, og frú Johansen virti fyrir sér matlyst hans með mestu ánægju. »Reiðist mér ekki, herra, Neumark«, mælti hún, »þó að ég segi yður að ég þyk- ist viss. um, að þér eruð ekki af okkar sauðahúsi, hér í Hamborg. Eigið þér ann- ars enga ættingja eða vini hér í bænum?« »Nei, enga«, svaraði hann. »Ég er bráð- ékvmnugur hérna og í einlægni sagt, frú mín góð, eruð þér hin fyrsta cg eina mann- lega vera, sem hefir sýnt mér vinsemd hérna, og ég bið góðan Guð að launa yður fyrir það«. »E.n hver eruð þér annars í raun og veru?« spurði hún dálítið áræðnari. »Hvað- an komuð þér? Hvað hafið þér nurnið? Er- uð þér söngvari, eða hvað? Lifa foreldrar yðar enn þá? Eigið þér nokkur systkini á lífi? Hver ósköpin eru það annars, sem halda. í yður hérna í Hamborg?« Ungi maðurinn gat ekki varist brosi öðru hvoiru að öllum þessum spurningum hennar. Loks skýrði hann þannig frá: »Nafn mitt er Georg Neumark. Foreldr- ar mínir eru báðir dánir. Þau voru fátæk- ir borgarar í Muhlhausen, litlum bæ í Mið- Þýzkalandi. Eg er fæddur fyrir 29 árum, 16, marz 1621. Ögnir stríðsins flæmdu mig að heiman og allskonar mótlæti og armæða hefir verið mér ótrúlega fylgispakt alla tíma. Hverr. einasta brauðbita hefi ég oft- / ast orðið að eta m,eð tárum og kvíða, en . samt vil ég ekki mögla gegn Drottni; hann \ mun vissulega frelsa mig frá allri neyö minni að lokum«. »Hagur yðar er vissulega mjög bágbor- inn«, sagði húsmóðirin, »en hvernig vinnið þér fyrir lífsviðurværi yðar? Hvað hafiö þér lært?« »Ég hefi lesið lögfræði«, svaraði hann, »en það var ekki rétt af mér, því að ég ann sátt og samlyndi, eins og írelsari minn, og ég er ónýtur að f ást við þrætur og mála- ferli. -— — 1 tíu ár lifði ég við sult og seyru í latínuskólanum í Schlesingen. Þar hefði ég átt að komast að raun um, að speki þessa heims gat ekki veitt mér lífs- viðurværi. Þegar ég var á tuttugasta og öðru árinu, fór ég til Königsberg til þess að lesa lögfræðina«. »Voruð þér þá í Königsberg, þangað til að þér komuð hingað?« spurði húsfreyja, »Nei«, svaraði Neumark. »Eftir að ég hafði dvalið þar í fimm ár, fór ég til Danz- ig í von um að fá þar einhverja stöðu, en sú von brást algerlega og fór ég þá til t

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.