Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 18
186 HETMILISBLAÐIÐ mig að Ijúka dagsverkinu? Getið þér ekki beðið til morguns?« »>Nei«, svaraði ungi maðurinn, »ef ég bíð til morguns, getur vel komið fyrir, að ég komi ekki oftar. Hvað viljið þér lána mér mikið út á þessa fiðlu?« »Hvað hefi ég að gera við þessa stóru fiðlu?« æpti Gyðingurinn, »ekki get ég á- byrgst að strengirnir ekki slitni í öllum þessum þrengslum hérna; hér getur hún ef til vill orðið alveg ónýt«. »Látið hana í skctið þarna«, mælti Neu- mark. »Varðveitið hana á bak við fötin, sem eru þar, svo að enginn sjái hana. Ef eitthvað verður að henni, kemur það niöur á mér, en ekki yður, eins og þér sjáið. Hvað viljið þér láta mig fá út á hana? Ég vonast til að geta innleyst hana aftur eftir nokkrar vikur«. Gyðingurinn tók hljóðfærið og skoðaði það í krók og kring og mælti svo að lokum: »Iivað vil ég láta yður fá? Viðurinn í henm er ekki nema nckkurra skildinga virði og svo eru þessir sinastrengir. Ég hefi séð fiðlur alsettar perlumóðurleggingum og silfurhnöppum, en hér er ekki um neitt slíkt að ræða, ekkert nema ofurlítill við- ur ...« »Ef að þér ættuð að borga mér fyrir allt erfiðið og áhyggjurnar, sem ég hefi orðið að þola fyrir þessa fiðlu, herra minn, þá mættuð þér borga. mér mikið fé«, svar- aði Neumark. »1 fimm löng ár hefi ég lio- ið sult og seyru til þess að geta sparað saman fimmtíu gyllini, sem hún kostaði. Lánið mér aðeins tuttugu gyllini út a hana; þér grædduð samt sem áður þrjátíu, ef að ég get ekki leyst hana út aftur«. »Tuttugu gyllini!« æpti Gyðingurinn ótta- sleginn. »Hyað á ég að gera við hana, ef að þér leysið hana ekki út aftur?« »Þér vitið ekki hversu hjarta mitt hang- ir við þess fiðlu, herra minn«, mælti Neu- mark með djúpri og angurblíðri rödd. »Hún er eini vinurinn, sem ég á í heim- inum. Oft og mörgum sinnum hefir hún hughreyst og uppörfað sál mína í áhyggj- unum, en þér munduð auðvitað ekki finna til, þó að ég veðsetti yður sál mína«. »Hvers vegna ætti ég að gera það?« svaraði veðmangarinn. »Hvað ætti ég svo eem að gera við-hana? — Ég held að hún sé ekki mikils virði«. »Hún er nú samt sem áður ákaflega mik- ils virði«, svaraði Neumark, »því að hún er keypt fyrir hærra og ómetanlegra verð en nokkur maður getui’ gefið fyrir hana. Guð gefi þá að hún verði aldrei seld fyrir svívirðilegan gróða! En ég trúi því cg veit með vissu, að hann, sem ávann hana við svo dýru verði, er nógu máttugur til að hjálpa mér, einnig út úr þessari neyð. Sé þáð vilji hans, mun ég brátt geta keypt fiðluna mína út aftur, því að ég skil nú ráðtetöfun Guðs á mér. Það varð1 að koma til þess, að ég yrði að láta síðasta og kær- asta hlutinn, sem ég átti í eigu minni, í burtu líka, svo að ég gæti gefist honum að fullu og öllu. Þá fyrst, en ekki fyrr, getur náðugur Guð ef til vill komið með hjálp s,ína mér til handa«. »Hvað hafið þér hugsað yður að gabba mig lengi með þessum fánýtu vonum yðar og þýðingarlausu masi, herra Neumark? Ég m,an ekki betur en að þér segðuð, síð- ast þegar þér komuð hérna, að einhver mikilsháttar auðmaðúr ætlaði að taka yó- ur að sér? En nú get ég samt ekki séð annað hjá yður en þessa fiðlu, sem þér eruð með undir hendinni«. »Ég var sannarlega blektur þá«, svaraoi Neumark, »því að þegar ég kom. þang.að á tilteknum tírna, var hann búinn að taka annan mann. Ég sagði yður alveg satt, og þér megið ekki skella á mig skuldum ann- ara!« »Ég hefi nú yður, en ekki aðra, fyrir mig að bera«, greip Nathan kuldalega, fram í. Farið þér nú á burtu héðan með þetta fiðlubákn yðar, því að ég er hálf smeykur við ha,na«. »Þér vitið að ég er bráðókunnugur hérna í bænum, herra minn«, mælti Neumark þá í bænarróm. »Ég hefi engin önnur úr-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.