Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 22
190 HEIMILISBLAÐIÐ hjá yður«. Kristur sjálfur gerðist fátækur vor vegna og bauð sérstaklega að boða fagnaðarerindið fátækum og í heilagri ritn- ingu eru þeir oft sagðir sælir, sem fátæk- ir eru. Það ætti því ekki að veitast erfitt að sætta sig við fátæktina, því að sá kross knýr aðeins til enn meira bænaákalls og þakkargerðar«. Rosenkranz virtist að vikna við þessi ein- lægu og einföldu orð unga mannsins, og hann kannaðist við, að hann væri aðeins veikur byrjandi sjálfur í þeim efnum. »Einurð yðar, herra Neumark«, mælti sendiherrann, »skýrir fyrir mér orð Drcitt- ins, um að erfitt sé fyrir ríkan mann að komast í himnaríki, en við höfum ef tii vill tækifæri til að tala, nánar saman um þetta efni síðar. — Mér hefir verið sagt, að þér hafið lesið lögvísindi. Haldið þér að þér séuð fær um að semja ritgerðir, sem krefjast þekkingar á réttarsögu ríkja og þjóða og reynslu í ástandi hins bcrgara- lega lífs?« Neumark kvaðst skyldi reyna það. Rosenkranz tók þá nokkur skjöl upp úr skrifborði sínu. »Hérna, ungi vinur. Lesið þessi rit yfir, og munuð þér þá finna, hvaða skýringu Oxenstierna greifi ós,kar að fá. I öðrum bréfum munuð þér finna það', sem mér hefir tekist að koma í verk. Ég óska svo að kanslaranum verði send skýrsla um það allt. Ef að þér haldið að þér séuð fær um að semja þessa skýrslu, skuluð þér setj- ast hérna við skrifborðið mitt og ég skal láta yður einan í næði. Hið eina sem ég krefst af yður er, að þér þegið um allt, sem ég læt yður vita. Eruð þér fús til þessa?« »Já«, svaraði Neumark einarðlega. »Það er gott«, mælti sendiherrann. »Þér þurfið ekki að flýta yður neitt, ég skal sjá um, að þér fáið eitthvað til að styrkja þrótt yðar á. Þegar þér svo eruð búinn, getið þér hringt á þjón minn, svo að hann geti látið mig vita um það. Guð sé svo með yður!« Að svoi mæltu gekk hann út, en ungi maðurinn varð einn eftir inni. Framh. Hljóða bæn. Hin hljóða bæn er hug.sun, sem himins leitar til og blandast líkt og Ijásblœr við lágvært undirsj/il. 1 táli lífs og trega er tárið vængjablak, í blí'ð'U' bjartra vona er brosið fjaðratak. Hin hijóða bæn er lirifning og heilagleikans múl. og tilbeiðsla og tjáning um trúarlnjrsta sál. Á bylgjum Ijóss hún liður með Ijúfra tóna hljóm um geislaríka geyma, í Guðs síns helgidóm.. Hin hljóö bcen er habmijóð og hróp uon frið' á jörð, um Ijós í lífsins myrkri — og lof og þakkargjörð. Með kenningum og krafti og kærleik Meistarans hún ber oss himins blessun og boðorð skaparans. 3. des. 1939. María Rögnvaldsdó/t tir frá Réttarholti. Stýr mínum fæti. Stýr mínum fæti, hug og hönd, heilagi Jesú blíði. Öðum styttist að æfiströnd og endi lífsins stríði. Ö, breið þú faðminn móti mér og miskunn veit mér þína, til hjálpar annað ekkert er, þá æfistundir dvína. G. P.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.