Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 24
192 HEIMILISBLAÐIÐ farið þar í krók þar sem grynnst var. Sól- veig leit á Jakob; henni sýndist hann íölur. Átti hún nú að biðja hann að taka skeyti, ef það væri í Höfn? Hún átti um ekkert annað að velja. Lcks stundi hún því upp. »Ég get gert það«, sagði hann kæruleysis- lega. Svo kvaddi hann og hélt af stað. Það var komið undir kvöld. Tungl óð í skýjum. Það var löngu farið að vonast eft- ir Jakob, en prestur sagði brcsandi, að stúlkurnar í Höfn tefðu hann; auðvitað bjóst hann við að hann hefði fengið sér neðan í því. Það var farið að hvessa, og sagðist Guðrún vona, að hann hefði ekki lagt af stað undir nótt í svona útliti. Síðan gengu allir til rekkju á prestssetrinu, og bjuggust allir við að Jakob yrði um nótt- ina í Hafnarkaupstað. Sólveig háttaði ekki. Henni var ómögulegt að halda kyrru fyrir. Hún lét því á sig klút og fór í kápu, tók staf, er prestur átti, og hélt til strand- ar, þangað sem Jakobs var vom Hún gat varla stjórnað sér fyrir stórviðri. Hún ríndi út á fjörðinn. Skýin þutu óðfluga fyrir tunglið, en dró þó frá því á milli, svo bjart varð sem um hádag. Loks sá hún litla þústu langt úti á ísnum. Hún kom óðfluga nær. Hún vissi, að það mundi vera Jakob að koma á hraðri ferð eftir gler- hálum ísnum. Hún hugsaði að fara, svo fljótt til bæjar að hann gæti ekki séð, að hún væri að gá að honum. Allt. í einu heyrði hún hljóð, og um leið oig tunglið gægðist fram sá hún Jakob í vök kippkorn frá landi. Hafði. hann runnið fram af og í vök- ina, en vökin var svo grunn, að hann náði í botn, en vakarbarmurinn svo sleipur, að engin tiltök voru til þess, að hann kæmist hjálparlaust upp á bakkann. Sólveig hljóp út á ísinn og stefndi á vökina. Hún rétti honum stafinn, og með hjálp hennar og stafsins komst hann upp úr, af því hann var lipurmenni. »Nú megum við engan tíma missa«, sagði Sólveig, »ísinn er byrjaður að lóna frá«. Þau flýttu för sinni til lands sem mest þau máttu, en urðu þó að vaða síðasta, spottann, því ísinn var að' brjóta frá við landið. Jakob sneri sér við, leit yfir fjörð- inn og sagði: »Hún verður ekki farin svona þessi leið á morgun. En hvers vegna beicstu min, Sólveig? Ég átti það ekki skilið af þér«. Sólveig þagði. »Þú varst með skeyti«, sagði hún lágt. »Bara það«, sagði Jakob. Þau hröðuðu sér heim í bæinn. »Það von- ast enginn eftir þér í kvöld«, sagði Sólveig. »Ég vildi síður, að fólk yrði vart við, að ég sé á fótum«. »Hérna, er skeytið«, sagði hann og rétti henni það. Hún las það. Það hljóðaði svo: »Drengurinn w allri hættu. Þín móúir«. Sólveig leit upp. »Þakka þér fyrir«, sagði hún klökk. »En má ég ekki þakka þér lífgjöf mína?« sagði hann, og tók hana, í faðm sér. Hún veitti enga mótspyrnu. Var hann ekki pilturinn hennar og faðir Jakabs litla? Þegar fólk kom á fætur um morguninn, sá það, að Jakob hafði komið um nóttina. En er stúlkan kom inn til bans með kaff- ið um morguninn, var hann fárveikur. Læknirinn var sóttur, og er hann hafði skoðað hann, sagði hann lungnabólgu, er að honum gengi, og væri hún á náu stigi. Sól- veig tók að sér að sitja við sæng hans. Nú koimu erfiðir dagar. Jakob lá með óráði. Hann ruglaði alltaf um Sólveigu og barnið. Svo var aftur vitjað læknis. Og er hann kom, taldi hann tvísýnu á lífi hans; kvað veikina hafa breytt sér, og yrðu nú bráðlega umskipti til lífs eða dauða. Guðrún vildi livíla Sólveigu, en við það var ekki komandi. Svoi háttuðu allir, en Sólveig vakti ein yfir Jakob. Hún reyndi að friða hann með því að strjúka hár hans, og halda í hönd honum. »Sólveig! Sérðu! Er hann ekki þarna í horninu?« »Hver er í hoirninu, vinur minn?«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.