Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 26
194 HEIMILISBLAÐIÐ hlýddi á þetta. E’n Oliver var svo h,ug- fanginn, að ég var hræddur um, að hann sleppti sér. Ýmist roðnaði hann eða varö náfölur og var nær risinn á fætur og ætlaði að ganga til hennar, ef ég hefði ekki þrif- ið í handlegginn á honum cg hrundið hon- um til baka. Um Kvik er það að segja, að hann stóð og hóf augU sín til himins eins og í bæn og ég heyrði hanh tauta fyrir munni sérí »Guð minn góour, hjálp- aðu veslings kæru konunni. Hjálpaðu henni, einustu perlunni m,eðal allra þess- ara svína!« I sömu svifum stóð Jósúa upp, kraup á kné — og átti full erfitt með það — fyrir hásæti Maquedu og' sagði: »Göfugi niðji konunganna. Hví hryggir þú oss með slíkum orðum? Áttu ekki Guð Salómós að til að vernda þig?« »Guð varðveitir ekki aðra en þá, sem verjast«, sagði hún klökkvandi. »En þú átt marga hrausta herforingja?« »Hvað stoða herforingjar, ef enginn er herinn?« »Og hefir þú ekki mig, frænda þinn, unnusta þinn, elskhuga þinn?« Og sam- stundis lagði hann höndina þar sem hjarta hans hlaut að vera og starði á hana sín- um veltandi þorskaugum. »Ef þessir heið- ingjar hefðu ekki blandað sér í málið, þá skyldi ég hafa handsamað Barung hérna um daginn og svift, með því Fungana for- ingja sínum«. »Samtímis sem þú sviftir Abatíana síð- ustu leifunum af þeim. heiðri, sem þeir áttu eftir?« »0, vígjumst saman, göfuga rcs rósanna, þú göfuga blóm Múrs, þá skyldi ég óðara frelsa þig af hendi Funganna. Við erum hjálparvana, af því að við stöndum ekki saraan, Værurn við orðin eitt, þá skyldum við hrósa sigri! Segðu mér, göfga Maqueda! hvenær eigum við að halda brúðkaup okk- ar?« »Þegar hjáguðinn Harmac er algerlega brotinn niðnr og Fungarnir frá oss farnir um aldir«, svaraði Maqueda óþolinmóð, »En er nú tími til að vera að ræða um brúðkaup? Og hér með lýsi ég því yfir að ráðstefnunni er shtið. Látið prestana sækja papyrusvafningana, s,vo að hinir vestrænu menn geti unnið sinn eið. Og leyf- ið svo, að ég megi á eftir yfirgefa yður«. Og nú gekk fram tignarmaður skraut- klæddur; höfuðbúnaður hans minnti dá- lítið á biskupshúfu og plötu hafði hanr. á brjósti, setta dýrum, steinum, og huldi hana hvíta síða skeggið til hálfs. Við þóttumst skilja, að þetta væri æðsti- presturinn; hann hélt á papyrus-vafningi, ritaðan undarlegum orðum og bókstöfum. Þetta var, sögðu þeir, hið heilaga lögmál, • sem forfeður þeirra höfðu flutt til Abess- yníu fyrir mörgum hundruðum ára, ásamt hring drottningarinnar af Saba og nokkr- um öðrum fornmenjum. Þar á meðal var vagga, sem sögurnar sögðu að barni þeirra Salómós og drottningarinnar af Saba hefði verið vaggað í. Lögmál þeirra var ritað á þessa papyrus-vefju; hafði sá vafningur lengi verið notaður er eiðar voru unnir og við aðra mikilvæga atburði. Honum var nú beint að okkur, að við gætum kysst hann og unnið eið í nafni Jahve og Saló- mós. Og þótti mér all-einkennileg sam- blöndun! »Þetta virðist vera all-víðtækt heit«, sagði Oliver, er búið var að lesa það upp fyrir okkur Oig Kvik þýtt það fyrir okkur. »Heldur þú að oss sé óhætt að ganga að þessu?« Eg svaraði, að mér virtist, að við yrd- um, að gera það. Svo var það að minnsta, kosti frá mínu sjónarmiði, þar sem ég aö öðrum kosti fékk eigi skilið, hvernig ég ætti að ná því marki, sem ég ásetti mér að ná er ég lagði út í þetta ævintýri. Eftir nokkra íhugun komust hinir tveir að þeirri niðurstöðu, að engin annar kost- ur væri fyrir hendi. Orme sneri sér að Maquedu, sem hlust- að hafði á þessar umræður vorar á vora tungu. »Göfugi niðji konunganna, vér viljum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.