Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 28
196 HEIMILISBLAÐIÐ muisterinu, því að ekki var með öllu ó'hult að vera þar til langframa, og vísaði oss nú að lind, þaðan sem allar vatnsbirgðirn- ar koma í þessu hverfi; lind þessi féll odi- an í víða bergskál og þaðan um pípur, sem vér vissum ekki, hvert lágu. »Sjáið, þessi lind er ævagömul«, sagði Maqueda og sýndi okkur brúnina á skál- inni; mátti þar sjá merki eftir allar þær kynslóðir, sem hvílt höfðu hendur sínar á hinni hörðu klöpp. »Hvernig fengu þeir lýst upp svo geysi víðan helli?« spurði Orme. »Pað vitum við ekki sagði hún, »en það hefir varla verið gert með lömpum ein- um. Það er leyndardómur þeirra tíma„ sem. enginn Abatí hefir kært sig um að skyggn- ast inn í«. »En segið mér nú, hvort Abatíarnir færi sér ekki í nyt þenna víða helli?« »Eitthvað er geymt af korni í þessum helli á umsáturs-tímum«, sagði hún; en síðan mælti hún hrygg í bragði: »Með þessu eru eigi höfð full not af þessum helli, því að koirnið, sem, þar er geymt, er aðeins af eignum mínum. Ég hefi beðið fólk að láta af hendi svo sem hundraðspart af uppskeru sinni; en þeir vilja það ekki. Allir segja þeir: Ef granni vor gefur, þá skulum vér gefa, en með því móti gefur enginn. Og þó getur sá dagur komið að kornforðabúr væri hið eina, sem gæti bjargað frá hungur- dauða, ef t. d. Fungar settumst um. dalinn«, og hún sneri sér við óþolinmóðlega og hélt áfram göngunni. »Dáfallegt fólk, þessir Abatíar«, sagði Kvik við mig. »Ég skyldi ekkert hafa á móti því, aö þeir fengi að kenna á dálít- iili hungursneyð„ ef ekki væru konurnar þeirra og börnin og um fram allt þessi drottning þeirra, sem ég.er orðinn ásthrif- inn af eins og húsbóndi minn«. »Enn á ég eftir að sýna ykkur einn stað«, sagði Maqueda, og ég hugsa mér, að ykkur þyki tilvinnandi að sækja þann stað heim, því að þar er allur sá auður geymdur, sem ykkur er ætlaður að launum«, Vér gengum, nú gegnum ýmsa ganga; síðasti gangurinn breikkaði skyndilega og varð að breiðri og brattri klettaþröm; geng- um vér eftir henni um fimtíu skref og komum þá að þverhníptum. hamri. Hér bað Maqueda þjónana og hirðmeyjarnar að nema staðar; hlýddu þau þeirri skipun næsta fúslega; en ekki vissum vér þó hvern- ig á því stóð. Síðan gekk Maqueda að hamr- inum og sýndi okkur lausar hellur í honum og bað mig að taka þær út. Þegar mér hafði tekist með töluverðum erfiðismunum að gera svo víða g'átt, að fullorðinn karlmað- ur gat skriðið inn um hana, þá sneri hún sér að föruneyti sínu og sagði: »Eg veit, að þið haldið, að hér muni vera reimt inni. En ég og þessir útlendingar gongum inn óttalaust. Fáið okkur því olíuflösku og nokkra kyndla; bíðið svo hér, þangað til við komum aftur. En setjið lampa í gætt- ina, svo að við getum séð hann, ef slokkna skyldi á lömpunum okkar. Nei, engin and- mæli, gerið sem ég segi ykkur!« Síðan tók hún Oliver sér við hönd og skreið með aðstoð hans inn um gættina. Við komum á eftir og komum nú í nýjan helli; þar inni var hitinn töluvert meiri en útd fyrir. »Hvers konar staður er þetta?« spurði Orme í hálfum hljóðum, Staðurinn virtist vekja hjá honum svo mikla lotningu, að hann þorði ekki að hafa hátt. »Það er grafreitur hinna fornu Múr- konunga«, svaraði hún. »Nú skuluð þið bráðum fá að sjá«, og hún tók nú aftur í hönd honum, því vegurinn var ósléttur og sleipur. Og við héldum áfram og stöðugt niður á við, fjögur hundruð metra, að ég held. Fótatakið heyrðist, því að kyrrðin var svo djúp, og lamparnir lcguðu eins og fjórar stjörnur í þessu hræðilega myrkri. Loks víkkaði gangurinn og varð að hringmynd- uðu sviði, með háu hamraþaki líkt og kirkjuþak væri. Maqueda sneri sér þá við og nam staðar fyrir framan eitthvað hvít-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.