Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 37
HEIMILISBLAÐIÐ 35 8KRÍTLUR Þrír stúdentar sáu virðulegan öldung með hvitt skegg niður á bringu. koma í áttina til sln. Það voru í þeim æskuærsl og þeir komu sér íljótt saman um að slá upp á glens við gamla manninn. »Góðan daginn, faðir Abraham*, sagði einn. »Góðan daginn, faðir lsak«, sagði ann- ar. »Komið þér sælir, faðir Ja,- kob«, sagði sá þriðji og rétti hon- um höndinai Öldungurinn hopaði undan, lagði herdurnar aftur fyrir ba.k- ið og svaraði: »Ykkur skjátlast, herrar mínir, ég er hvorki Abra- ham, Isak né Jakob, en ég er Sál, sonur Kfes, er var sendur af stað að leita að ösnum föður síns, og sjá! ég hefi fundið þær«. ★ Einu sinni voru margir rið- andi menn á ferð i sveit. Þegar farið var að dimma, komu þeir að bæ og var bóndi úti á hlaði. Riðu þeir hver á eftir öðrum heim mjóa götu, er lá heim að bænum. Heilsuðu þeir bónda hver á eftir öðrum og héldu svo áfram. Þegar þeir fyrstu komu út fyrir bæinn, beygðu þeir við og fóru bak við hann og náðu saman við þá, sem siðastir fóru. Komu þeir nú aftur og heilsuðu karli sem nýir menn. Þannig hélzt hringurinn óslitinn og þótti bónda hér vera fjölmenni á ferð. Seinast stóð hann kóf- sveittur og hissa á hlaðinu, tók kveðjum manna. í sífellu og sagði: »Blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig. Skárri er það bann- sett runank ★ A (hrifinn): »Ekkert er eins gott og gæsasteikk B: »Nú segir þú ekki satt. Gæsasteik er svei mér betri en »ekkert««. Brúðarmærin (heldur uppi brúðarslörinu): »Giftis.t ég nú Dodda líka.?« ★ Dómari: »Þér segið, að nábúi yðar hafi stolið fuglum frá yð- ur. Hvernig þekkið þér fuglana?« Kærandi: »0, ég held að ég þekki þá, þeir eru allir svart- flekkóttir«. Dómari: »Það er léleg sönnun. Ég á líka svartflekkótta fugla«. Kærandi: »Því get ég vel trú- að. Ég hefi svo sem tapað fugl- um fyrri«. SAGAN DM VEIÐINA M I K L U. eitthvað um það, að vip gætum snúið við og orðið þeim samferða. En þá tók ég upp hjá mér hring drottningarinnar af Saba, sem ég hafði haft með mér eins og jartein frá Múr. Eg hélt honum á lofti fyrir aug- unum á honum og sagði: »Reyndu bara ekki að hlýða, og þá verð- ur þú að gera henni reikningsskap, sem sendi þig. Því að þó að við fjórir svo> ætt- um að deyja« — og ég leit. á hann íbyggi- lega, »þá skaltu ekki halda, að þú getir leynt þessu máli. Hér eru of margir vott- ar til þess«. Shadrach beygði sig fyrir hinum heilaga. hring, án þess að segja eitt. orð til og við snerum allir til Zeu-hólma. Frh. Amtsbókasafnið á Akureyri II lllll III II 08 013 649

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.